Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
HeitiSnarbor, óþ. hlutv.

StaðurStuðlafoss / Fossgerði
Annað staðarheitiFossgerði
ByggðaheitiJökuldalur
Sveitarfélag 1950Jökuldalshreppur
Núv. sveitarfélagFljótsdalshérað
SýslaN-Múlasýsla (7500) (Ísland)
LandÍsland

GefandiHelgi Jónsson 1898-1958
NotandiGuðmundur Snorrason 1850-1936

Nánari upplýsingar

NúmerMA/1948-100
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð52 x 35,5 x 13 cm
EfniJárn, Viður
TækniTækni,Verkfærasmíði

Lýsing

Verkfæri úr járni og eik. Tveir galvaniseraðir naglar halda böndunum. Á áfestum merkimiða var þess getið að snarborinn væri frá Stuðlafossi á Jökuldal. Mjög líklegt að þessi bor sé eitt af smíðatólum Guðmundar Snorrasonar, bónda þar og smiðs. Guðmundur (f. 1884. d.1936) var bóndi á Stuðlafossi frá 1884 - 1924. Þótti hann ágætur smiður (sjá t.d. Um Jökuldal, Óðinn 5. árg.) og fékkst m.a. nokkuð við baðstofusmíðar. Um gefanda fær enginn fullyrt nú, en ekki er ósennilegt að hann hafi verið Helgi Jónsson bóndi á Stuðlafossi 1937-1958. 

Þetta aðfang er í Minjasafni Austurlands.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.