LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiVasaúr
Ártal1867-1889

StaðurBráðræði
Annað staðarheitiTúngata 49
ByggðaheitiEyrarbakki
Sveitarfélag 1950Eyrarbakkahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Árborg
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

GefandiBjarnfinnur Ragnar Jónsson 1942-, Byggðasafn Skagfirðinga
NotandiBjarnfinnur Ragnar Jónsson 1942-, Guðrún Ingibjörg Oddsdóttir 1899-1999

Nánari upplýsingar

Númer2014-12-21
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð37 x 5,5 x 1,5 cm
EfniMálmur

Lýsing

Vasaúr úr málmi af gerðinni ROSKOPT patent. Lengd keðju 30 sm, úrið sjálft 5,5 x 5,5 sm.

Framleitt í Sviss af Georges- Frédéric Roskopf (1813-1889) fyrstu úrin af þessari gerð voru framleidd 1867. Guðmundur Thorgrímsen kaupmaður á Eyrarbakka flutti þessi úr inn og voru þau kölluð Bakkaúr. Þessi úr voru kölluð "úr öreiganna" í Evrópu. Þetta var síðast í eigu Ingibjargar Oddsdóttur í Bráðræði á Eyrarbakka, hún var dóttir Odds Oddssonar, hún gaf úrið Bjarnfinni Ragnari Jónssyni á Eyrarbakka. Gefandi er Bjarnfinnur Ragnar Kónsson, Fossvegi 4 Selfossi. Hann gaf úrið Minjasafni Kristjáns Runólfssonar en þar fekk það númerið 2430.

Byggðasafn Skagfirðinga gaf safninu muninn.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2010 sem hér segir: Fornleifar 996, munir 6055, myndir í mannamyndaskrá 2771 og myndir í þjóðlífsmyndaskrá 3141.

 

Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp. Eftir er að yfirfara öll innfærð gögn en fullyrða má að villur séu fáar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.