LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSund, Sundlaug, Sundlaugamenning
Ártal1962-2014
Spurningaskrá119 Sundlaugamenning á Íslandi

Sveitarfélag 1950Húsavík, Reykjavík
Núv. sveitarfélagNorðurþing, Reykjavík
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland), S-Þingeyjarsýsla (6600) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1954

Nánari upplýsingar

Númer2013-2-164
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið24.10.2013/27.7.2014
TækniTölvuskrift

(...) 

 Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).

 

Fyrstu skiptin sem ég fór í sund var í nýja sundlaug í Sundlaug Húsavíkur sem var reist 1962 þá var ég 8 ára um sumarið.

 

Við þurftum að bíða oft eftir því að fá lykil, því ekki var of mörgum hleypt inn í einu, ef það var ekki skápur, þá komumst við ekki í sund. Það var bara yfirleitt bara einn starfsmaður en stundum hafði hún aðstoð sem sat þá í afgreiðslunni.

 

Við fórum úr skónum frammi, fórum úr fötunum í skáparýminu en allir höfðu skápa og svo fóru allir í sturtu.

 

Við máttum ekki fara út í djúpu laugina fyrr en við kunnum að synda en sundkennsla hófst um hjá mér að mig minnir þarna um vorið eftir.

 

Við notuðum svarta uppblásna gúmmíkúta sem voru reyrðir um okkur, það voru engir heitir pottar þá, og ég fór aldrei í gufuna, sem var bara fyrir fullorðna.

 

 

Ég var einmitt að rifja þetta atriði upp fyrir mér um daginn og fór á netið og fann þá þetta um laugina:

 

Sundlaugin á Húsavik var vígð á þessum árum.

Sundlaugin á Húsavík var byggð þegar hér var komið við sögu en laugin var vígð 6. Ágúst 1960. Að vísu var sagt að Beggi Salla hafi tekið sundsprett kvöldið áður. Mér fannst það stór og mikil laug en hún var ekki nema 16,67 metrar á lengd, fyrir mér voru það langir metrar, sérstaklega djúpu megin, þegar ég var að læra að synda. Þegar sól var og aðsókn var í laugina, þurftum við að bíða til að fá snaga, en það fengu ekki fleiri að fara en teygjurnar töldu.

 

[Hér var ljósmynd af veraldarvefnum af sundlauginni á Húsavík, myndir birtist ekki þegar texti er afritaður í Sarp.]

 

Við fórum síðar í heimsókn í sundlaugina á Laugum þegar ég var í sumarbúðum við Vestmannsvatn. Það var innilaug og allt var svipað þar, nema ég man ekki fataklefann.

 

Síðar eftir að ég flutti suður 1967 og bjó á Seltjarnarnesi að við fórum í sund í sundlaug Vesturbæjar. Við fórum í hvaða veðri sem var en frostið mátti ekki vera meira en - 8° þótt vindurinn væri oft mikill og oft fraus á hausnum á okkur.

 

Oft komu túristar að horfa á okkur í sundi, og fannst þeim við vera kúl að veltast um í kuldanum, fórum við oft í það velta okkur upp úr snjónum til að sýnast vera kallar,  

 

 

Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?

 

Ég fer oft í sund með konunni, en það hefur verið minna eftir að það kom upp umræða um það að fólk pissaði í laugina. Síðan hafa tvö síðustu sumur verið lítið spennandi þar sem veðrið er ekki að ýta manni út í laug.

 

Við keyptum líka nokkur sundkort í stað þess að kaupa í íþróttastöð fyrir íþróttastyrk, en þá var 10 miða sundkort í Reykjavík orðið rafrænt og gert með þeim annmörkum að duga aðeins í eitt ár. Það er að vísu engin laga heimild til þess að selja svona miða sem eru líka með tímamörkum. En það þvælist ekki fyrir þeim sem reka sundstaðina í Reykjavík að þurfa að fara að lögum. Ég ræddi þetta við Steinþór sem sér um þetta, en honum finnst þetta vera í lagi. Starfsmenn Reykjavíkurborgar þurfa ekki fara að lögum. Þetta hefur orðið til þess að kaupi ekki kortið lengur og þá einhvern veginn er sundlaugarferð ekki eins inn í myndinni eins og áður þegar ég var með kort í veskinu og gat farið í sund þegar mig listi.

 

Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?

 

Ég fór á tímabili daglega í Vesturbæjarlaugina, þegar ég vann í miðbænum, en hef síðustu ár ekki drifið mig í laugina eins og ég gjarnan vildi. En það hafa komið tímar sem ég fer oftar og síðan minna.

 

Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

 

Mér fannst gaman að fara með öðrum og hefur það verið frekar tilviljanakennt að

 

Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?

 

Lærði sund fyrst sumarið sem ég varð 9 ára. Var í sundi til 14 ára.

 

Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?

 

Var alltaf hluti af skólagöngu en sundkennslan var utan skólatíma yfir daginn.

 

Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

 

Kennt eftir aldurshópum en ekki kynskipt. Aðaláherslan var á bringusund, baksund og björgunarsund.

 

Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?

 

Það var að þvo sér vel og er það gert nær undantekningarlaust.

 

Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?

 

Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?

 

 

Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

 

Hefur engin áhrif

 

Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?

 

Já mér finnst það afskaplega róandi að fara í sturtu.

 

Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?

 

Enga skoðun

 

Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

 

Undantekningalaust mjög gott.

 

Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?

 

Andleg og líkamleg vellíðan. Í dag er ég fúll út í sundkortin með tímastillinguna

 

Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?

 

Nei

 

Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?

 

Yfirleitt líður mér afskaplega vel og hressandi.

Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?

 

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?

 

Nei

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?

 

Nei mér er sama, oft sit ég þó við bakkann ef það er sól

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?

 

Nei sama

 

Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

 

Ég er mjög ánægður með Grafarvogslaugina, að vísu nota ég ekki gufuna, mér finnst þessi vatnsgufa þægileg fyrir öndun

 

Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?

 

Mér finnst alltaf eins að koma og sama hvort það er sumar eða vetur fólk eða ekki, tek vanalega ekki þátt í samræðum þar.

 

Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?

 

Oft eldra fólk en stundum fjölskyldufólk með börn

 

 

Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?

 

Ég tek ekki þátt, oft er þetta einhverjar ferðasögur og um dagleg atburði, tek ekki þátt

 

Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?

 

Já yfirleitt svipað og annars staðar

 

Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

 

Tilviljun, búseta, mögulega kunningsskapur, en frekar aðstæður, morgunhanar, eða eftir vinnu

 

Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?

 

Sundskýlu og handklæði

 

Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?

 

Velti mér ekki upp úr því, en þessir föstu eru oft með tösku um dótið og oft með aukadót eins og rakgræjur

 

Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

 

Tek ekki eftir því.

 

Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

 

Ein komin að ofan


Kafli 1 af 9 - Persónuupplýsingar

Nafn, fæðingarár, sveitarfélag, starf, menntun/í hvaða námi, kyn, þjóðerni. Við hvaða staði og tímabil eru svörin miðuð? Þeir sem það kjósa geta svarað nafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.

Kafli 2 af 9 - Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).
Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?
Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?
Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

Kafli 3 af 9 - Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?
Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?
Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

Kafli 4 af 9 - Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?
Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?
Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?
Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

Kafli 5 af 9 - Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?
Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?
Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

Kafli 6 af 9 - Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?
Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?
Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?
Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?
Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

Kafli 7 af 9 - Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?
Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?
Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?
Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?
Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

Kafli 8 af 9 - Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?
Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?
Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

Kafli 9 af 9 - Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana