LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÁsgrímur Jónsson 1876-1958
VerkheitiNátttröllið á glugganum
Ártal1950-1955

GreinMálaralist - Vatnslitamyndir
Stærð67 x 100,5 cm
EfnisinntakBorð, Gluggi, Kertalogi, Kerti, Kona, Tröll

Nánari upplýsingar

NúmerLÍÁJ-311/122
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá, Safn Ásgríms Jónssonar

EfniPappír, Vatnslitur
AðferðTækni,Málun,Vatnslitamálun
HöfundarétturListasafn Íslands , Myndstef

Merking gefanda

Gjöf frá listamanninum


Sýningartexti

Þjóðsöguna Nátttröllið túlkaði Ásgrímur með áþekkum hætti gegnum

tíðina, bæði með olíulit og vatnslitum. Í sögunni segir frá

stúlku sem situr heima á jólanótt ásamt litlu barni og

gætir bæjarins meðan heimilisfólkið sækir messu. Þar sem

hún situr í baðstofunni heyrir hún rödd úti fyrir sem talar til

hennar frá glugganum: „Fögur þykir mér hönd þín, snör mín en snarpa, og dillidó.“ Svaraði stúlkan alltaf fyrir sig og kváðust þau á alla nóttina eða þar til dagur reis í austri og allir vita hvað verður þá um nátttröll. Á þessu spennuþrungna augnabliki sögunnar má segja að sólarljósið komi til bjargar en öllu skipti hugrekki og staðfesta stúlkunnar.

 

Ásgrímur portrayed the folktale of the Night Troll repeatedly in much the same way over the years, in both watercolour and oils. The story tells of a girl who is home alone on Christmas Night taking care of a baby while the family attend Midnight Mass. As she sits in the farmhouse she hears a voice at the window, praising the beauty of her hand. She keeps her head, exchanging verses with the troll all night long, until the sun rises – and according to tradition a night troll caught in the sun’s rays is turned to stone. At that nerve-racking moment, the sun itself comes to the rescue; but the girl has saved herself by her courage and steadfastness.


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.