Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurSvavar Guðnason 1909-1988
VerkheitiÍslandslag
Ártal1944

GreinMálaralist - Olíumálverk
Stærð88 x 100 cm
EfnisinntakAbstrakt

Nánari upplýsingar

NúmerLÍ-719
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá

EfniOlíulitur, Strigi
AðferðTækni,Málun
HöfundarétturMyndstef , Svavar Guðnason-Erfingjar 1909-1988

Sýningartexti

Svavar Guðnason ólst upp á Hornafirði þar sem birtan er einstök vegna endurskins frá hafi og jöklum og hefur það vafalaust haft áhrif á næmi hans fyrir litum. Svavar var að mestu sjálfmenntaður myndlistarmaður er tileinkaði sér óhlutbundna myndgerð og sjálfsprottna tjáningu í Kaupmannahöfn en afneitaði þó aldrei náttúrunni og leit á hana sem mikinn áhrifavald í sinni myndlist eins og heiti margra verka hans gefa vísbendingu um. Svavar dvaldi öll ár seinni heimsstyrjaldar í Danmörku og var þar í nánu samstarfi við framsækna listamenn er leituðust við að tjá óheftar tilfinningar í verkum sínum og sóttu sér innblástur í list barna, frumþjóða og eigin menningararf. Með framtaki sínu gerðust þeir frumkvöðlar abstrakt expressjónisma í norrænni myndlist. Með sýningu Svavars Guðnasonar í Listamannaskálanum árið 1945 má segja að abstrakt myndlist hafi náð fótfestu hér á landi. 

Verkið Íslandslag er málað árið 1944, sama ár og landið varð lýðveldi, og tilheyrir einu frjóasta tímabilinu á listferli Svavars, sem einkennist af tilfinningahlaðinni tjáningu þar sem hughrif frá náttúrunni eru áberandi í myndum hans og birtast bæði í efnisáferð og birtu litarins.

 

Svavar Guðnason grew up in Hornafjörður, where the light is unique on account of the reflection from the sea and the glaciers. This undoubtedly influenced his sensitivity to colour. As an artist, Svavar was mostly self educated, absorbing non-objective art and individual expression in Copenhagen, but he never turned his back on nature, which he regards, as suggested in the titles of many of his works, as a major influence on his art. Svavar lived in Denmark during the Second World War and worked with progressive artists looking to express unbound feelings in their works, finding inspiration in the art of children, indigenous peoples and their own cultural heritage. With their initiative, they became pioneers of abstract expressionism in Nordic art. With Svavar Guðnason´s exhibition in Listamannaskálinn in 1945 one might say that abstract art had taken root in this country.

Iceland´s Melody was painted in 1944, the year Iceland became an independent republic, and belongs to one of the most dynamic periods of Svavar´s artistic career. This period was characterized by emotive expression with impressions of nature prominent in his paintings, appearing both in the texture and brightness of the colour. 


© Höfundarréttur

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni, en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og viðkomandi safns. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting/eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef


© Copyright

National and international copyright laws protect the artwork here presented. Publishing of the artwork on this website is based on a Extended Collective License (ECL) between Myndstef and each museum, according to the Icelandic copyright bill. This ECL also permits the use of the artworks for research, educational or private use. The artworks may not be reproduced or made public in any other way. Please contact Myndstef for further information or in order to obtain a license.

Þetta aðfang er í Listasafni Íslands. Safnið varðveitir rúmlega 13 þús. listaverk eftir rúmlega 800 listamenn og er tæplega helmingur þeirra Íslendingar. Meirihluti verkanna er eftir innlenda listamenn eða um 12 þús. verk. Flest verkanna eru gjafir til safnsins en tæplega fjórðungur safneignarinnar er keyptur.

 

Öll verk í safneigninni eru skráð í stafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur í safninu. Unnið er að skráningu þeirra í Sarp og birtingu upplýsinga á vefnum Sarpur.is.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.