119 Sundlaugamenning á Íslandi
(1).
Byrjaði að stunda gömlu laugarnar, eins og þær eru gjarnan kallaðar, við þriggja ára aldur með afa mínum sem var mikill sundmaður, í fyrstu synti hann með mig en kenndi mér síðar að synda. Var síðar í skólasundi í gömlu laugunum og man ennþá hvernig lyktin var þar og hvað mér fannst konurnar strangar en það er önnur saga. Flutti níu ára í sveit með foreldrum mínum og var þar í tæplega tvö ár fjarri sundlaugum en eftir að ég flutti aftur til Reykjavíkur fór ég að stunda laugarnar aftur og hef gert meira og minna síðan. Langar að geta þess til gamans að ég var ásamt mörgu prúðbúnu fólki að sýna þjóðbúning við vígslu Laugardalslaugarinnar.
Þeir sem það kjósa geta svaraðnafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.
Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína
Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).
*Þegar ég kem inn í anddyrið geng ég beint að hliðinu, set árskortið mitt í “skannann” og í gegn, fer inn í klefann og reyni að fá stærri gerðina af skáp helst ávallt á svipuðum stað í klefanum eða fremst við innganginn (margir fastagestir sundlauga mjög vanafastir og er ég engin undantekning þar). Síðan fer ég í sturtu og þvæ mér eins og vera ber, fer svo út í djúpu laugina og syndi 500 m, ýmist skriðsund, bringusund og bakskrið eða bakkrol eins og afi kallaði það. Eftir það fer ég í heita pottinn með nuddstútunum og er þar góða stund og nýti mér nuddið sem best, síðan fer ég inn um dyrnar þar sem eimbaðið er en fer ekki inn í það heldur vinstra megin þar sem eru rimlar sem hægt er að gera æfingar við sem ég geri og hangi sem er mjög gott fyrir bakið mitt. Að því loknu fer ég í sjópottinn sem kallaður er og slaka á góða stund. Og svo fer ég aftur í laugina til að kæla mig svolítið og svamla að tröppunum í horninu sem er næst innganginum og svo inn í sturtu. Þegar ég er búin að þvo mér hárið og skola af mér fer ég í útiklefann sem er fyrir ofan sturturnar og þurrka mér og ber á mig krem o.s.frv. því maður verður svo frísklegur af að þurrka sér úti. Síðan fer ég aftur inn í búningsklefann og klæði mig og svo út.
*Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?
Ég hef mjög gott af því að fara í sund, bæði líkamlega og andlega og eiginlega er það mér nauðsynlegt. Það að synda er fyrir mér eins konar jóga, maður er eins og einn í sínum heimi þann tíma sem maður syndir og best finnst mér ef mér tekst að hvíla hugann líka og njóta þess að láta vatnið leika um líkamann meðan ég syndi. Öndunin veitir mér líka orku og eftir sundið finnst mér ég svo fersk. Æfingarnar sem ég geri styrkja líkamann þó þær séu hvorki margar né erfiðar, þegar maður er kominn á minn aldur finnur maður hvað það getur skipt miklu máli.
*Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?
Ég fer annan hvern dag og hef gert undanfarin ár, þegar ég var ung og barnlaus fór ég iðulega daglega. Eins og áður segir hef ég stundað Laugardalslaugarnar í gegnum tíðina, bæði er að búseta mín hefur lengst af verið næst þeim og svo er fólk sem stundar sundlaugar mjög vanafast eins og ég sagði hér að ofan, margir halda sig við sína laug þótt þeir flytji í annað bæjarfélag, þekki dæmi þess.
*Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?
Fer yfirleitt eftir vinnu, á bilinu kl. 15 – 16 en á öllum tímum dags um helgar og ávallt ein.
Sundkennsla
*Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?
Afi minn byrjaði að kenna mér þegar ég var 5-6 ára, síðan var ég í skólasundi í Gömlu laugunum í 9 ára bekk að mig minnir, flutti svo í sveitina og þar var ekkert skólasund en eftir að ég fór í gagnfræðaskóla var einhver sundkennsla, man ekki alveg hvaða vetur en fram eftir aldri fór ég oft með afa í sund og hann kenndi mér mikið, t.d. hvað það er mikilvægt og gott að slaka vel á þegar maður syndir.
*Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?
Sjá svarið við fyrri spurningu.
*Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?
Það var bæði kennt eftir aldurhópum og kyni, sundkennslan var fín en mér finnst í dag of mikil áhersla hafa verið lögð á hraða sem kom niður á tækninni.
Samskipti og hegðun
*Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?
Mér dettur aðallega í hug þessi vanafesta í sundlaugagestum, margir eru t.d. alltaf með sama skápinn eða sama snagann. Hef heyrt að fólk hafi látið óánægju í ljós ef það fær ekki „sitt“ en hef ekki orðið vitni að því. Svo hef ég líka séð menn drekka í laumi, bera fyrir sig sundtösku eða eitthvað slíkt, mjög fyndið finnst mér, þetta er hlutur sem sjálfsagt er ekki skráður sem regla að megi ekki, það liggur bara í hlutarins eðli.
*Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?
Held að þau gildi á flestum stöðum nema kannski ekki á þeim svæðum sem ætluð eru fyrir börn.
*Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?
Ég hlusta lítið á fólk tala í sundlauginni sjálfri, held að það séu helst eldri borgarar sem koma á morgnanna sem spjalla saman upp við bakkann, hef stundum séð það þegar ég hef farið fyrir hádegi sem gerist þó sjaldan, helst um helgar. Heyri þó eldra fólkið oft tala í pottunum og þá er veðrið vinsælt umræðuefni og hverjir af vinunum séu á Kanarí sem manni finnst oft eins og það sé þeirra annað heimili skv. Umræðunni. Karlarnir tala líka mikið um hvað þeir störfuðu við, mér finnst þeir sumir tala mikið um sjálfa sig og mér finnst þeir líka tala miklu meira og hærra en konurnar og getur það verið þreytandi stundum, t.d. þegar þeir tala um pólitík eða einhver hitamál, vil gjarnan vera laus við þau mál þegar ég fer til að láta mér líða vel og slaka á í sundi. Svo tala þeir líka um annað fólk eins og konurnar, gefa þeim ekkert eftir í því.
*Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?
Það hefur aldrei truflað mig, væri samt kannski ekki spennandi að hitta gamlan huggulegan skólafélaga eða jafnaldra með sundhettuna klessta á höfðinu, ekki mjög klæðilegt! Eins og ljóst er að framan eru sundlaugaferðir mínar mjög rútíneraðar og maður hagar sér bara svona í sundi, hef aldrei verið feimin þar enda vön staðnum. En það er ljóst að sérstaklega útlendingar eru feimnir við að láta annað fólk sjá sig bera.
Líkami og hreinlæti
*Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá? Ég held ekki, mér er þetta orðið svo eðlilegt.
*Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?
Já, það fer verulega í taugarnar á mér þegar fólk þvær sér ekki áður en það fer í laugina og hef oft skipt mér af því, bæði við það sjálft og konurnar sem vinna þar, vil hafa laugina eins hreina og kostur er.
Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?
Mjög misjafnt.
Í sundlauginni
*Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?
Best er sundið, nuddið í heita pottinum, æfingarnar og svo slökunin og að þurrka mér undir berum himni. Stundum hitti ég líka skemmtilegt fólk. Síst finnst mér þegar karlarnir tala um leiðinleg mál í pottunum, sérstaklega stjórnmál eða sjálfa sig.
*Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?
Er búin að svara til um venjurnar sem eru í mjög föstum skorðum, ólíkt mörgu öðru í mínu lífi en ég held að margir hafa mjög fastar venjur á sundstöðum, bæði sé ég það sjálf og hef heyrt aðra tala um mikla vanafestu sundlaugagesta. Ég syndi t.d. alltaf þessa 500 m vegna þess að það tekur ekki of langan tíma, vil ekki fara að synda meira því þá þætti mér e.t.v. að ég þyrfti að halda því áfram sem tæki þá lengri tíma en vegna þess að ég á son sem er ekki nema 12 ára finnst mér ég ekki geta verið mjög sein heim þessa daga sem ég fer í sund eftir vinnu.
*Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?
Mjög vel, finnst ég bæði sterkari og ferskari eftir á.
*Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?
Mér finnst dálítið erfitt að svara þessu, fer ekki mikið fyrir sérstöku bragði þar sem ég borða ekki þar, drekk bara vatn ef eitthvað er, finnst gaman að sjá konur í fallegum sundbolum, mjög margar eru reyndar í svörtum í dag, skrautlegir bolir minna mig á gamla daga, að sjá fallegan karlmann er líka augnayndi. Varðandi hljóð þá finnst mér gaman þegar fólk segir skemmtilega frá eða jafnvel syngur, einn fullorðinn maður gerir það gjarnan í útisturtunum en þreytandi að hlusta á karlagrobb og leiðindamál eins og áður segir. Lyktin er yfirleitt fersk og fín, einstöku sinnum finnst bílalyktin af götunni og það er miður en verð lítið vör við snertingu.
*Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?
Hef ekki mikla reynslu af öðrum laugum og fer ekki í innilaugar.
*Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?
Finnst best að fara þegar ekki er of heitt og ekki of margir, annars hegða ég mér yfirleitt mjög svipað en stundum þegar heitt er og sól ligg ég í smástund á bekk og slaka á eftir sundið.
*Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?
Já, ég finn mun, finnst miklu betra þegar fáir eru, þá er betra að synda og líka þá fæ ég „minn nuddstút“ í pottinum og minni hávaði.
*Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?
Er að mestu leyti ánægð með alla hluti en fataskáparnir mættu vera öðruvísi hannaðir, þeir lokast alltaf ef maður heldur þeim ekki opnum, fullorðin kona sýndi mér um daginn marbletti sem hún er með á handleggnum sem hún hefur fengið af því að reka sig í enda hurðanna þegar hún er að reyna að halda þeim opnum, hún er reyndar viðkvæm að þessu leyti eins og gjarnan er með fullorðið fólk en þetta er galli á skápunum.
Heiti potturinn
*Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?
Hitanum og nuddinu þar sem það er og slökuninni í saltpottinum eins og fram hefur komið. Upplifunin er breytileg eftir því hve margir eru, eins og fram hefur komið finnst mér betra að fáir séu í pottinum.
*Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?
Yfirleitt flestir fullorðnir helg ég megi segja eða þeir sem eru komnir um og yfir tvítugt, börnin fara frekar í „diskinn eða steinapottinn“ sem kallaður er svo, þeir eru nær barnalauginni og ekki eins heitir. Bæði kynin sækja pottana.
En sú hefð hefur skapast hjá mörgum þegar þeir koma í nudd pottinn að bjóða góðan dag en ekki þegar þetta sama fólk fer í saltpottinn, kannski vegna þess að hann er stærri en oft er þetta sama fólkið sem fer á milli.
*Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?
Sjá fyrri svör, veit ekki hvort það þykir ekki við hæfi að ræða einhver mál frekar þarna en annarsstaðar.
*Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?
Ég er viss um að aðstæður og umhverfi skipta máli, er ekki viss um að ef þetta sama fólk sem þekkist eingöngu í laugunum mundi tala jafn ófeimið saman ef það hittist annarsstaðar.
*Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?
Með fastagesti er það vanafestan að mestu leyti er ég viss um og sumir sækjast örugglega eftir samvistum við ákveðna aðila en líka tilviljun og þá sérstaklega með þá sem ekki koma oft eða koma sjaldan.
Sundgesturinn
*Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?
Sundbol að sjálfsögðu og sundhettu, svo eru hreinlætis- og snyrtivörur og krem líka með, ber alltaf krem í andlit og háls eftir sundið, bursta svo húðina á líkamanum sem er mjög hressandi og á að vera gott fyrir húðina og blóðstreymið og svo finnst mér gott að bera á mig krem með góðri ferskri lykt, sérstaklega á handleggi og bringu enda hættir húðinni gjarnan til að þorna þegar maður er mikið og lengi í heitu vatni.
*Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?
Örugglega, mér finnst t.d. margar konur sem synda með sundblöðkur á fótunum mjög hnarreistar og öruggar og ákveðnar í fasi og sumir karlmenn líka. En mjög áberandi er hvað margar konur eru í svörtum eða dökkum sundbolum en þannig eru íslenskar konur gjarnan klæddar dags daglega eða eins og Auður Haralds sagði einhvern tíma að það mætti halda að Kölski búi í klæðaskápum íslenskra kvenna! Mér finnst þetta miður því fallegir litríkir sundbolir finnst mér augnayndi, ég hef m.a.s. fengið hrós fyrir minn einlita en skær rauða sundbol frá tveimur konum.
*Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?
Tískusveiflurnar eru aðallega hjá unga fólkinu og þá tek ég frekar eftir stúlkunum, oft í fallegum sundfötum en tek ekki svo mikið eftir breytingum á milli árstíða, tek ekki mikið eftir sundskýlum karlmannanna.
Sundminningar og sögur úr sundi
*Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?
Engin sérstök, á bara margar góðar minningar frá laugunum í gegnum tíðina og man eftir mörgum fastagestum sem eru hættir og/eða dánir, margar skemmtilegar týpur í gegnum tíðina. Fannst alltaf gaman að fara með afa og man reyndar alltaf eftir þegar ég var 15 ára og mjög hugguleg kona spurði hann hvort ég væri dóttir hans og játti hann því, hefur ekki viljað láta hana vita að hann ætti svona stóra afaselpu : )
Kafli 1 af 9 - Persónuupplýsingar
Nafn, fæðingarár, sveitarfélag, starf, menntun/í hvaða námi, kyn, þjóðerni.
Við hvaða staði og tímabil eru svörin miðuð?
Þeir sem það kjósa geta svarað nafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.
Kafli 2 af 9 - Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína
Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).
Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?
Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?
Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?
Kafli 3 af 9 - Sundkennsla
Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?
Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?
Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?
Kafli 4 af 9 - Samskipti og hegðun
Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?
Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?
Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?
Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?
Kafli 5 af 9 - Líkami og hreinlæti
Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?
Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?
Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?
Kafli 6 af 9 - Í sundlauginni
Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?
Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?
Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?
Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?
Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?
Kafli 7 af 9 - Heiti potturinn
Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?
Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?
Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?
Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?
Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?
Kafli 8 af 9 - Sundgesturinn
Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?
Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?
Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?
Kafli 9 af 9 - Sundminningar og sögur úr sundi
Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?