LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSund, Sundlaug, Sundlaugamenning
Ártal1992-2013
Spurningaskrá119 Sundlaugamenning á Íslandi

Sveitarfélag 1950Hveragerði
Núv. sveitarfélagHveragerðisbær, Sveitarfélagið Árborg
SýslaÁrnessýsla (8700) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1986

Nánari upplýsingar

Númer2013-2-147
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið24.10.2013/29.11.2013
TækniTölvuskrift

(1).

Frá því að ég man eftir mér i sundi, 5 ára gömul. Sundlaugar um allt land.

 

Þeir sem það kjósa geta svaraðnafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.

 

Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).

Yfirleit fer ég í þægilegum fötum í sund, með hreinn föt með mér.. kannski fínni föt eftir því hvert ég er að fara eftir sundferðina. Ég varla get farið í sund ef ég gleymi flip-flops sundskónum mínum og vatnsbrúsa. Eftir því sem ég varð eldri þá hefur mér fundist ógeðslegra og ógeðslegra að labba á gólfinu í búningsklefunum og gólfunum í innisundlaugum.  Mikið að hárum, hætta á sveppasýkingu og svo framvegis. Vel skáp þar sem nokkir skápar eru lausir kringum, óþolandi að vera klesst upp við aðra manneskju þegr maður er að athafna sig eftir eða fyrir sund. Geymi alltaf sundtöskuna mína inni í skápnum vegna þess að ég hef of oft lennt í því að það sé búið að taka handklæðið eða sjampóið... ef það eru ekki skápar þá tek ég töskuna með út úr klefanum og geymi þar sem ég sé-ish. Fer á klósettið áður en ég fer í laugina. Ef ég ætla að fara synda þá fer ég alltaf beint út í sundlaugina því það er erfitt að fara út heita pottinum og í kaldari sundlaugina. Labba rólega að lauginni svo mér verði þegar orðið kalt áður en ég fer ofan í laugina, þá virkar hún aðeins heitari.

Vel svo góða braut til þess að synda á, helst þar sem sundhraðin er við mitt hæfi. Eldra fólk mætti vera tillitsamara þegar það er að synda á brautunum. “Hleypa frammúr” .. ekki leggja af stað frá bakkanum þegar ég er að koma inn í bakkann í snúning. Ég syndi annars upphitun..svo e-ð drillsund..fótasett..hendur..svo rólega aftur. Svo fer það bara eftir stað og stund hvort ég fari í gufu að teygja á, en alltaf gef ég mér að minnsta kosti 10 mín í heitapottinum. 10 min ef ég er ein. Ef ég er að fara í sund ekki til þess að synda þá er pottastundinn mun lengri og fer ég á milli potta. Byrja í kaldari..svo heitari..kannski út í laugina að busla/svamla.. gufu.. sturtu eftir gufu..svo kannski ofan í sundlaugina til að fá smá eftir-gufu-sjokk.. svo aftur í pottinn áður en farið er upp úr. Vel sturtu í sturtuklefanum þar sem ég get lagt frá mér sjampóið..sápuna..hárnæringuna. Helst ekki alveg í miðjunni og ef það eru margar sturtur lausar þá vel ég alls ekki sturtuna hliðina annari konu. Tala bara við þær konur sem ég þekki.. og vinkonurnar / fjölskylduna í sturtunni. Ef það er bráðþörf á rakstri undir höndum og ég er með sköfu þá hef ég nú skafa hárin í burtu.. held að það sé vegna þess að ég er fyrrverandi sundkona og á öllum sundmótum þá voru allar stúlkur með sköfuna uppi að raka öll hár af allsstaðar. Sitjandi.. standandi..fætur uppi.. og meira segja lennska að strákarnir rökuðu líka sín hár af svo þetta var bara Normið en í dag þá já bara undir höndunum og helst ekki þegar annað fólk í sturtuklefanum.

Svo sett ég bara krem á kroppinn, enga málningu í andlitið, passa að verða ekki kalt á hausnum þegar ég fer út úr lauginni á veturnar.

 

Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?

Mismununda eftir dögum, stundum til þess að synda, stundum til þess að leika við son minn eða litlu frænkur. Stundum í afslöppun með vinkonunum / unnusta. Það hefur komið fyrir að það að fara í sund “læknar” þynnku einkenni.

 

Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?

1-2x í viku upp á síðkastið vegna meðgöngu / fæðingarorlofs. En áður og sérstaklega þegar ég var að æfa; allt að 10x. Sundlaugin á Selfossi fór ég oftast í vegna æfinga, í Hveragerði að jafnaði oftast yfir árin vegna þess að þar hef ég búið hvað lengst. En svo vegna náms fór ég á 5-6x í 3 ár í sundlaugina á Egilsstöðum og svo í 3 ár í Borgarnesi. Á báðum stöðum tók ég einnig að mér sundkennslu.

 

Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

Yfirleitt hef ég  reynt að fara ekki þegar það er mikið af fólki, sérstaklega þegar tilgangur sundferðarinar er að synda því þá er meira pláss í lauginni. Á sumrinn hef ég farið þegar sólinn er sem hæst á lofti, til þess að fá smá lit á kroppinn. Oftast fer ég ein þegar tilgangurinn er að synda um 1km eða meira en annars förum við unnustinn stundum saman á sund-date honum til mikila ama því hann er ekki eins mikill sundmaður og ég. Svo höfum við fjölskyldan (par og einn 8 mánaða) reynt að fara alltaf í sund 1 x í viku, annað hvort bara sjálf eða í ungbarnasundtíma. Höfum við gert það frá því að hann var 8 vikna. Þá förum við bara í innilaugar, Árbæjar, Heilsuhælið í Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfossi, Þórshöfn.

 

Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?

Byrjaði í skólasundi, þá ekki orðin 6 ára. Byrjaði svo að æfa sund 11 ára gömul og æfði þar til að ég varð 18 ára.. þá flutti ég austur og gerðist sundþjálfari þar í tæp 3 ár. Svo aftur gerðsit ég sundþjálfari í tæp 3 ár í Borgarnesi.

 

Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?

 

Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

Þegar við byrjuðum í 1 bekk þá var allur bekkurinn(kk og kvk) saman í sundi á skólatíma, 1x í viku allt skólaárið í 50m sundlauginni í Hveragerði.. Ég var nú rekin upp úr fyrsta sundtímanum mínum vegna þess að ég vildi ekki koma upp að bakkanum nógu fljótt svo miðað við fyrstu sundkennslustundina mína þá hefur það komið mörgum á óvart hvað ég varð mikill sundköttur. Þegar við vorum komin á elsta stig (8-10bekkur) þá var sundkennslan orðin kynjaskipt og afar léleg mæting hjá stelpunum en ég mætti alltaf og fannst mjög gaman sérstaklega þar sem ég var að æfa sund og skólasund var svo létt. Eiginlega bara allt alltof auðvelt. Svo fannst mér / finnst enþá í dag að sundkennsla í grunnskólum er mjög leiðinleg / ómetnaðarfull og kennarnrnir hafa sjálfir yfirleitt engan áhuga á sundi né hafa sjálfri einhverja getu til þess að synda almennilega. Séð þetta í bæjarfélagi eftir bæjarfélagi. Svo auðvitað smitast þessi ó-áhugi á sundi yfir til krakkana. Sundæfingar eru mun skemmtilegri og fjölbreyttari heldur en skólasundið og ekki furða að svo fáir æfi sund ef þetta er kynningin sem börnin fá  að sundi.  Það þarf að gera skólasundið að skemmtilegri tíma og setja meiri metnað í tímana, ekki bara 20 frjálsar ferðir og svo  allir í pottinn. Man að í hverjum einasta tíma þá var biðherbergið alltaf troðfullt af stelpum sem ekki gátu farið í sund vegna þess að þær voru á túr.. viku eftir viku eftir viku..og efaðist engin um það að þær voru á túr í margar vikur í röð. Á sundæfingum var það að vera á túr engin afsökun fyrir að mæta ekki á sundæfingu.

 

Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?

Ekki snýta þér ofan í sundlaugina, ég hef séð það og ég hef ekki orð yfir hvað það er ógeðslegt. Ef þú þarft þess nauðsynlega gerðu það þá ofan í rennuna.

Ekki vera of lengi í nuddtækinu. Það er fólk að bíða eftir tækinu og svo líka er hljóðið þreyttandi til lengdar.

Ekki kveikja aftur og aftur og aftur á nuddinu í sameiginlegum nuddpott sem er samt kaldasti potturinn á sundlaugar svæðinu (sjá Borgarnes).

Ekki fara að synda á einu brautinni þar sem það er manneskja fyrir að synda og synda svo ótrúlega hægt. Sjá allar sundlaugar landsins.

Ekki horfa á aðra manneskju óeðlilega lengi í sturtunni, klefanum eða í lauginni. Fínt að hafa svona klefa eins og eru í Laugardalslauginni / Vesturbæjarlauginni / Sundhöllinni,

Ekki vera í g-stengs buxum í sundi, á bæði við um kk og kvk. Það líður öllum illa yfir því.

Ekki tala um of persónulega hluti í pottinum, fæðingarsögur, meltingarvandræði o.fl. Hlustaði einu sinni í stykkishólmi á skelfinga fæðingarsögu sem ein vinkonan var að segja honum vinkonum sínum frá.

Ekki skvetta í pottinum, nema auðvitað að þetta sé barnalaug/pottur.

Gera pláss fyrir manneskju sem kemur ofan í pottinn, ef það er pláss. Ef það er ekki pláss þá máttu ekki setja ofan á aðra manneskju. (sjá gamalt fólk sem treður sér út um allt í yfirfullum pottum og skýlir sér bakvið það að vera gamalt). Ég borgaði mig líka ofan í.

Ekki pissa í laugina / sturtunni.

Ekki fara þurr ofan í sundlaugina! Og sápa vel án sundfata. Alltof algengt að unglingar / útlendingar fari ekki í sturtu fyrir sund og það er ógeðslegt.

 

Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?

 

Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?

 

Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

 

Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?

Já ég reyni að hugsa vel um líkamann en þegar sé fólk í rosa góðu formi þá langar mig að gera enþá betur og þegar ég sé fólk sem er í rosalega lélegu formi þá langar mig enþá meira að hreyfa miklu meira en ég geri.

 

Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?

Já ég skil ekki alveg fólk sem leyfir líkamhárunum að vaxa út í óendina, t.d. undir höndunum, í náranum og svona. Það er jahh..fallegar / snyrtilegra ef það eru ekki löng hár út um allt. 

 

Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

Gólfin mættu eiginlega alltaf vera mun hreinni og motturnar líka. Ég myndi vilja hafa svona síreynsli á vatni þar sem fólk þurrkar sér svo lógin og allt það myndi skolast jafnóðum í burtu. Klósettinn/settan oft frekar blaut og svona en alltaf er nóg af sápum alls staðar.

 

Veit ekki alveg hvar þetta á við en mér finnst afskaplega sorglegt þegar maður sér / hititr litlar stúlkur / börn í sundi og þegar þau koma hrein og fín upp úr sundlauginni og fara að þurrka sér með handklæðinu sínu þá gýs upp þessi stæka sígarettulykt af handklæðinu. Þá greinilega reykir einhver á heimilinu þetta er lyktin sem barnið þarf að þola alltaf.. meira segja þegar það kemur já eins og ég sagði svona hreint og fínt upp úr sundlaugin. Verður bara ill í hjartanum að hugsa til þess.

 

Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?

Best að vera svona fersk og hrein eftir sundferðina. Róandi, hef aldrei komið heim stressuð eftir sundferð. Kannski þreytt og svöng en aldrei stressuð eða full vanlíðan.

Síst kann ég við það þegar eyrun á mér eru full af vatni og ég næ því ekki út fyrr en löngu löngu seinna..það er líka óþægilegt að vera svona svöng eftir sund.

 

Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?

Já ég er alltaf í sundskóm, því ég vil ekki vera berfætt í laugarbökkunum og inn í klefanum. Hætta á sveppasýkingu. Svo verð ég alltaf að hafa með mér vatnsbrúsa eða flösku, verð svo svakalega þyrst í sundi og leiðinlegt að þurfa slíta sundferðina með því að fara inn að fá sér að drekka úr krananum. Svo klæði ég mig alltaf síðast í sokkana, nálægt útganginum úr klefanum, því maður má ekki alltaf fara í sundskónum að anddyrinu þar sem útiskórnir eru. Stundum tek ég úti skóna mína með inn í klef (og geymi inni í skáp) og þá laumast ég stundum til þess að klæða mig í þá við hurðina úr kvennaklefanum.

 

Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?

Mjög vel, mitt jóga að fara í sund.

 

Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?

Mér finnst ég alltaf frekar hrein eftir sund, finsnt klórlyktin vera merki um “hreinleika”.. en stundum verður húðin svolítið þurr eftir sund og puttarnir kannski skorpnir / rúsínaðir svo að snerting er óþægileg en þá er bara að muna eftir því að drekka nóg af vatni í lauginni ( vera með brúsa). Hljóðlega séð þá helst skerðist hún í stuttan tíma við sundiðkun þar sem að þegar ég tek snúning / í baksundi þá kemur oft vatn í eyrum og tekur stundum smá tíma að ná því út.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?

Ég er alltaf frekar meðvituð um sjálfa mig þegar ég er að ganga milli svæða í lauginni eins og t.d. þegar ég er ganga út úr klefanum í pottinn / laugina eða á milli potta. Þegar ég er komin ofan í pottinn/laugina þá er alltaf mun rólegri. Á sundbrautinni er ég frekar örugg með mig þar sem ég er fyrrum sundmaður og ágæt í sundi.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá

Allt á árið alltaf eftir sund þá er ég svöng/ þyrst... kannski er ég orkulítil/þreytt fyrir sundið en eftir sundið þá yfirleitt ég er orkumeiri nema ég hafi verið að synda langar vegalengdir þá er ég mjög þreytt og þarf að slappa af heima eftir sundið. Yfirleitt líður mér annars alltaf bara mjög vel í sundi / vatni sama hvaða árstíð er, veður eða tími dag. Þegar ég átti son minn (fyrsta barn) fyrir 8 mánuðum þá valdi ég meira segja að eiga í vatni vegna þess að ég vissi það að þar myndi mér líða vel. Gekk fæðgingin mjög vel og hratt fyrir sig og án allra deyfinga og vil ég meina að það hafi verið vatninu að þakka að einhverju leyti.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?

Þegar það eru fáir þá líður mér oft eins og þetta sér bara bara einkasundlaug / SPA og ef ég er ein í klefanum þá dreifi ég vel út mér/dótinu mínu J  Það er nú þægilegra þegar það eru fáir í pottinum svo maður geti t.d. snúið í áttina að sólinni og ekki verið að slást um pláss á sundbrautinni.

 

 Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

Gott ef að hún er hönnuð þannig að þú náir alltaf einhverri morgunsól, miðdegissólinni og kvöldsól. Ef útsýnið er fallegt skemmir það ekki; sjá sundlaugina á Hofsósi eða pottarnir í Drangsnesi. Góðar sturtur eru nauðsynlegar og helst læstir skápar. Svo verður að vera gott úrval af pottum; ekki bara heitir heitir pottar og svo ísköld busllaug. Sundlaugin má ekki vera of heitt en ekki of köld heldur. Þetta telst varla vera sundlaug ef það er ekki gufubað/sauna. Svo finnst mér starfsfólkið líka skipta mál, það þarf að vera vera þjálfað, alltaf tilbúið ef e-ð kemur upp á og hafa ríka þjónustulund.  Ef ekki eru myndavélar þá þurfa turnarnir að vera vel staðsettir svo verðirnir geti fylgst vel með. Gott ef það eru sólarbekkir fyrir sumartímann.

 

 Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?

Ég sækist eftir afslöppun þegar ég fer í pottinn, stundum ef ég er þreytt í líkamanum þá er ég líka að sækjast eftir því að líða betur. Ef mér er illt í bakinu fer ég í nuddið ef það er í boði. Á veturnar er stemning meira kozy, sérstaklega ef það er snjókomu og kalt í veðri.. svona gufu yfir öllu dimmu svæðinu og rólegt yfir öllu. Á sumrin er stemninginn alltaf meira hressandi, sól og líflegri stemning. Fleira fólk og fleiri börn svo það er meiri ærslagangur.

 

Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?

Allir sem fara í sund fara í heita pottinn held ég bara í mislangan tíma. Ég hef ekki tekið eftir mun á aðsókn milli kynja en það er kannski helst eldra fólkið sem ílengist í pottinum, hefur meira hitaþol heldur en ungu krakkarnir.

 

Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?

Samræðurnar fara eftir hópnum sem í pttinum hverju sinni, ef þetta er vinahópur þá eru samræðurnar kannski um persónuleg málefni en ef þetta er fólk sem ekki þekkist þá er bara um málefni sem brenna á fólk hverju sinni.. pólitík, einhvað í sambandi við bæjarfélagið.. samtök.. veðrið!.. tískubylgjur að einhverju tagi.. og er fólk mjög óhrætt við að segja sínar skoðanir. Mér finnnst síst að fólk sé að tala um ..jahh hvað á ég segja óþgæileg málefni og sérstaklega ef fólk er að ausa út úr sér einhver persónulegri reynslu sem er alls ekki viðeigandi að vera tala um fyrir framan annað fólk eða við annað ókunnugt fólk. Get ekki nefnt dæmi um mál en þegar maður heyri þessar umræður þá fer ekkert milli mála að það er frekar óviðeigandi að tala um það t.d. nálægt börnum. Kynþáttafordómar.. allt tala um holdafar..

 

Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?

 

Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

Mér finnst fólk ekki beint veljast saman í potta, pör / vinir fara saman í sund og eru því saman í pottinum. En kannski fer yngra fólk í setlaugarnar að sóla sig, eldra fólkið í nuddpottinn, fólk sem vill spjalla um dægurmálin í miðlungsheit pottinn (svo þú getur verið þar í smá tíma að spjalla). Sundmenn eru á sundbrautunum, og oftast eru þeir saman á braut sem synda hraðast og hafa því kannski sama áhugamál / fyrrum sundmenn t.d.

 

Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?

Sundtösku með handklæði, sundfötum, sundgleraugum, stundum blöðkur/spaðar, sjampó, hárnæring, krem, andlitskrem, kannski ilmvatn. Eyrapinna, bómull, augnhreinsi. Aukaföt stundum.

 

Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?

Kannski hugsanlega kreminn.. sjampó tegundinn.. eða sundfötin ef þau eru e-ð brand en ég get ekki sagt að ég taki eftir að e-ð annað getið gefið upp um stöðu persóna í sundi. Held að allir séu frekar jafnir í sundlauginni. En auðvitað tekur maður eftir einhverjum persónueinkennum þegar maður talar við fólk í pottinum eða heyrir það tala við aðra.

 

Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

Já eldri konur eru í sundbolum sem eru vel yfir mjaðmirnar, kannski beint snið yfir bringunni eða með smá stuðningsskálum. Yngri eru meira í bikiníum, þríhyrningabikiníum eða “tube-toppum” og litlum mjaðma buxum. Unglignsstúlkur finnst mér oft vera í semi brjóstahaldara bikiníi jafnvel með fyllingu. Það er alveg bannað núorðið fyrir karla að vera í Speedo sundskýlu, þeir sem æfa sund eru allir komnir í meiri svona stuttbuxna-speedo skýlur. Svo eru þeir svolítið töff karlanir í brimbretta sundbuxunum.

Meira um bikiní á vorin/sumrin svo skiptir fólk oftast yfir í sundboli á veturnar. Eða það gerir ég allavegana. Á sumrin þegar ég er að fara synda þá fer ég ofan í laugina í sundbol en þegar ég er búin að synda þá skipti ég í bikíní.

 

Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

 Hérna á aðfangadag er sundlaugin í Hveragerði opin frá kl 10-12 og er það orðin hefð hjá mörgum fjölskyldum að fara í jólabaðið þar. Hitta annað fólk, spjalla saman, taka kappasund og svona og ákvað ég eitt árið að leyfa unnustanum mínum að kynnast þessu. Við fórum frekar seint í laugina, um kl 11 og erum komin upp úr rétt fyrir kl 12. Hann situr á bekk og bíður eftir mér þegar ég kem út, situr þarna ber að ofan í úlpunni og sokkalaus í skónum. Ég spyr hvar fötin hans séu eiginlega og hann segir að þau hafi verið tekin og ég hlæ bara að honum og út göngum við. Svo erum við að koma að bílnum og ég spyr aftur; grínlaust afhverju fórstu ekki í bolin og það?!

Nú þeim var stolið!! Þá hafði einhver (það voru nú ekki margir í sundi) stolið frá honum hreina jólabolnum, hreinu jólasokkunum og hreinu nærbuxunum sem hann hafði lagt í körfuna sína og annars staðar í klefanum voru skítug notuð föt skilin eftir. Ég ætlaði ekki að trúa því að einhver hefði rænt hreinu jólafötunum hans á aðfangadag, ótrúlega illa gert. Stuttu seinna komu læstir skápar í klefana.


Kafli 1 af 9 - Persónuupplýsingar

Nafn, fæðingarár, sveitarfélag, starf, menntun/í hvaða námi, kyn, þjóðerni. Við hvaða staði og tímabil eru svörin miðuð? Þeir sem það kjósa geta svarað nafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.

Kafli 2 af 9 - Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).
Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?
Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?
Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

Kafli 3 af 9 - Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?
Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?
Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

Kafli 4 af 9 - Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?
Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?
Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?
Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

Kafli 5 af 9 - Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?
Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?
Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

Kafli 6 af 9 - Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?
Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?
Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?
Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?
Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

Kafli 7 af 9 - Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?
Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?
Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?
Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?
Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

Kafli 8 af 9 - Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?
Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?
Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

Kafli 9 af 9 - Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana