LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSund, Sundlaug, Sundlaugamenning
Ártal1950-2013
Spurningaskrá119 Sundlaugamenning á Íslandi

ByggðaheitiAkureyri, Eyjafjörður
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1944

Nánari upplýsingar

Númer2013-2-146
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið24.10.2013/29.11.2013
TækniTölvuskrift

(1).

Svörin miðast aðallega við Eyjaförð (Akureyri, Dalvík, Svarfaðardal, Þelamörk og fl.) og að auki Hveragerði, Reykjavík, (Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug, Sundhöllin og fl.) þegar ég bjó þar og Mosfellsbæjarlaug hef ég líka heimsótt oft á tímabili og fl. sundstaði á árunum frá 1950 ca. til dagsins í dag. Á ferðalögum eru sundfötin ofarlega í töskunni og alltaf farið í sund, þar sem laugar er að finna.

 

Þeir sem það kjósa geta svaraðnafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.

 

Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).

 

Dæmigerð heimsókn á sundstaði hjá mér er að drífa sig í laugina, fara hratt í gegn, en að sjálfsögðu að þvo sér vel (áhersla á það) í sturtunni bæði fyrir og eftir sundið. Þurrka sér vel áður en farið er aftur í fötin og gott að nota búningsklefann til að laga sig vel til, fara fínn og vel greiddur út í daginn.

 Ég hef alltaf synt reglulega og elska sund. Ég byrja á því að fara í heita pottinn, síðan syndi ég ekki minna en tíu ferðir,ýmist bringusund, baksund og aðeins skriðsund (ekki mjög góð í því) og læt mig gjarnan fljóta aðeins og anda þá djúpt að og vel frá nokkrum sinnum til að hreinsa lungun. Eftir sundið fer ég gjarnan í gufuna.

Í  gufunni  nýt  ég  þess  að  slaka  á  og  fer  gjarnan  þrisvar  inn  og  í  sturtu  á  milli.

Það er mjög gott að þvo sér áður en maður fer í gufuna í þriðja skiptið og setja næringu í hárið. Síðan að sápa sig ekki eftir gufuna, það er betra fyrir húðina að mínu áliti. Ef ég er með börn þá leik ég við þau í barnalauginni og þau fara líka gjarnan í rennibrautir o.s.frv. Þannig var það, þegar ég var með börnum mínum litlum í sundi. Það var auk þess lögð mikil áhersa á að kenna þeim að synda. Í eitt skipti í sundlaug í Þýskalandi fór einn sonur minn (ca. 3ja ára þá), ósyntur í mjög háa rennibraut án þess að við vissum og heppni að við sáum í hvað stefndi og honum var bjargað, þ.e. tekið á móti honum og bjargað. Það má ekki líta af litlum börnum (við Íslendingar kanski nokkuð glæfraleg í þeim efnum og börn fara frekar ung ein í sund).

 

 Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?

Ég fer í sund til að hreyfa mig og njóta þess að vera í vatninu. Mér finnst það gott fyrir líkama og sál, vellíðan.

 

Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði?  Einu sinni til tvisvar í viku, en ekki alltaf  samfleytt, það koma hlé t.d. þegar ég bjó í útlöndum. En þá saknar maður sundsins.

 

 Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina?  

Sundið hefur alltaf verið fastur liður í mínu lífi og móðir mín, (...), d. 1996 og hennar systur voru mikið í sundi. Þær höfðu fengið sundkennslu í elstu innilaug á Islandi, Laugahlíð í Svarfaðardal.

 

Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?

Ég hef mest sótt Sundlaug Akureyrar, þar sem ég er fædd og uppalin og þar með er sú sundlaug næst mér. Ég hef líka farið mikið í sund á Dalvík og í Svarfaðardal. Að auki hef ég farið þónokkuð í sund í Hveragerði með móðursystur minni, sem býr þar. Stórfjölskyldan í móðurætt hefur  nokkrum sinnum hittst í Hveragerði og aðalatriðið á dagskránni er þá að fara í sund, hittast þar og fara svo og borða saman á eftir.

 

Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

Ég fer núorðið oft ein í sund og yfirleitt eftir hádegi og ekki á reglulegum tíma. En eins og áður sagði, fer ég líka í sund  með börnum, barnabörnum, vinum og vandamönnum í.  Alveg hægt að tala um fjöslkyldusport.

 

Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?

Ég byrjaði að læra sund mjög snemma, kanski 4-5 ára, en síðan af alvöru 6 -7 ára í skólasundi. Við vorum í  skólasundi allan barnaskólann og líka á fyrstu tveimur árum í gagnfræðaskólanum. Á þriðja ári fór ég í heimavistarskóla og þar var ekki sundkennsla.

 

Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?

Sundkennsla var aðallega yfir veturinn á skólagögnunni, en þó stundum á vorin minnir mig. Það voru líka keppnir og á sumrin var meira um að æfa sig sjálfur. Ég stefni á að fara á námskeið í skriðsundi, en það er algengt að fullorðið fólk fari á námskeið í skriðsundi hér á Akureyri. Sonur minn, f.1972 er nýbúinn að ljúka einu námskeiði og eitt barnabarnið mitt 11 ára æfir sund.

 

Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

Sundkennslunni var skeitt inn í stundatöfluna, eftir því sem mig minnir. Það var alltaf ánægjulegt og kennslan góð. Held að bekkurinn hafi verið saman, sem sagt kennt eftir aldurshópum, ekki kyni. Mér finnst sundkennslan hafi verið til fyrirmyndar og maður hafði metnað til að fá góða einkunn 9-10. Við lærðum bringu-, bak, skrið og björgunarsund og var þórnokkuð mikil áhersla lögð á það síðastnefnda.

 

Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?

 

Reglur um að þvo sér vel fyrir sundið eru helst brotnar að mínu mati og síðustu ár eru útlendingar þeir, sem eru ekki vanir að afklæðast  og fara í bað. Það mætti bæta eftirlit með því, krárlega.

 

Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?

Ég tek ekki eftir mismun á reglum eftir svæðum á Íslandi.

 

Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?

Er ekki með það á hreinu, en kanski. Þar sem ég hef verið er rætt um daginn og veginn, alla vega ekki mikið um pólitík (helst í Reykjavík).

 

Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

Það er eitthvað svo sjálfsagt að hlutirnir sé eins og þeir  eru, þar sem ég er svo vön þessu frá því ég var barn. Haga mér bara eðlilega miðað við aðstæður og tek ekki sérstaklega eftir því að fólk er kanski án klæða. En eins og áður sagði, þá eru útlendigar helst utangátta og  vandræðalegir. Ég bjó í Þýskalandi og þar huldi fólk sig gjarnan með handklæðinu á meðan var skipt um föt.

 

Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?

 

Já, vissulega – ég hef orðið meðvitaðri um líðanina og finnst sundið góð næring fyrir  líkama og sál, sérstaklega finnst mér heilnæmt að fara í  útisundlaugar þar sem ferska loftir leikur um líkamann í leiðinni og maður andar að sér fersku lofti.

 

Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?

Ég tek eftir því, ef einhver þvær sér ekki nógu vel um leið og ég er í sturtunni. Hef séð fólk fara  t.d. illa baðað útí laugina og einnig beint úr gufu í heita pottinn án þess að fara í sturtu á milli, mér finnst það virkilega sóðalegt.

 

Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

Oftast alveg ágætt með örfáumfáum undartekningum.

 

Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?

Mér finnst allt gott við sundferðina, met mikils ef gufan er heit og góð og auðvitað er frábært ef pottarnir og laugin eru passlega heit. Síst, þá get ég nefnt að sums staðar  er dýrt að fara í sund.

 

Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?

Sjá hér fyrir ofan: Almennar upplýsingar um sundnotkun...  - alveg fastar venjur með undantekningu ef sólin skín glatt, þá er gott að setjast í sólina auk alls hins.

 

Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?

Virkilega vel, góð næring fyrir líkama og sál. Það er gott að fá sér eitthvað hollt og gott  í gogginn og vatnsþörfin lætur á sér kræla.

 

 

Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?

Fallegt umhverfi,  þar sem falleg náttura er gefur plús á sundferðina sbr. Dalvík, Þelamörk og fl. Ef klórlykt er of mikil er það ekki gott.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?

Það er óneitanlega heilnæmara að fara í útilaug, en innilaug og verra að synd ef sundlaugin er of heit (Þelamörk), en það er notalegt að busla í þannig sundlaug og yndislegt fyrir litla krakka og ungbarnasundið. Innilaugar sennilega betri í því tilfelli.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?

Eiginlega ekki, alltaf sama rútínan,  en kanski er tekinn meiri tími í sundi, ef sólin skín glatt og þá gjarnan lagst í sólbað og ef til vill frekar spjallað.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?

Mér finnst betra að ekki séu mjög margir í lauginni og stundum sleppi ég sundi, ef ég álit að mjög margir munu koma (t.d. á sumrin, þegar margt ferðafólk er og á veturna, ef skíðamót er nýbúið eða mikið af ferðafólki t.d. um helgar ) og ég reikna með að þröngt sé á þingi).

Þá er hreinlætið heldur ekki eins gott.

 

Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

Eiginlega ekki hægt að kvarta yfir neinu, nem a rennibrautir og leiktæki voru sett þar sem vinsælt var að sitja og maður hafði góða yfirsýn yfir laugina, líka ef börn voru  með í för.

 

Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?

Aðallega vellíðan og stundum er nudd og gott að nota það. Fer helst ekki í pottinn ef margir eru fyrir í hornum.

 

Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?

Það held ég ekki, nema ef vera skyldi að karlarnir séu duglegri að fara í pottinn og spjalla?

 

Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?

Eins og áður sagði, þá er mest talað um daginn og veginn, kanski eitthvað pólítík.

 

Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?

Held að aðstæður og umhverfi geti haft áhrif. Í smærri bæjum sé frekar talað um náttúrulega hluti, heyskap, sprettu, færð á vegum á veturna  o.s.frv. En meira pólítík og þannig í borginni.Og örugglega svipað og annars staðar þar sem fólk hittist.

 

Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

Held tilviljun.

 

Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?

Sundföt og handklæði að sjálfsögðu, þá snyrtivörur eins og sjampó, hárnæringu, krem til að bera á líkamann og snyrtivörur og krem fyrir andlit. Síðan hárbursta og kanski hárþurrku (þær eru núna víða á sundstöðum).

 

Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti? Kanski, en ég tek ekki eftir því.

 

Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

Aðeins má sjá það eftir tímabilum svo sem sundskýlur karlmanna sem voru á tímabili frekar síðar niður að hnjám og víðar. Fór í sund í Frakklandi og þar var einn af okkur rekinn upp úr, hann mátti ekki vera í þannig sundbuxum, bara þröngri skýlu.Smávægilegar breytingar má sjá á sundfötum kvenna., líka eftir tímabilium finnst mér. Stundum er bikini meira og stundum sundbolir alls ráðandi og síðan má nefna tvískipt sundföt fyrir konur  þ.e. efri hlutinn nær niður að sundbuxum , sem er algegnara núna en áður.

 

Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

 

Ég á margar góðar sundminningar og mér fannst og finnst enn í dag, sérstaklega  tilkomumikið að fara í sund i elstu innilaug landsins, þar sem mamma mín og móðurfjöldkyldan lærði sund og þótti merkilegt á þeim árum. Ég sá líka myndir frá vígslu hennar og yfir þessu var mikill ljómi, líka vegna fallegra frásagna mömmu og systra hennar. Þær höfðu sýnt sund, þegar laugin var vígð o.s.frv. Voru alltaf svo stoltar yfir góðri sundkunnáttu og áttu svo góðar minningar.

Einu sinni var samt atvik, sem ég man alltaf eftir. Pabbi minn var með í sundlauginni þar, þá orðinn ansi fullorðinn (ca. 70 ára) , og var að synda bringusund. Allt í einu hélt hann sér ekki uppi á sundinu og fór að sökkva. Við vorum fljót til og ég var nálægt og þá kom góð sundkunnátta sér vel, en hann varð svo þungur. Fleiri komu strax að og allt fór þetta vel. Minningin er samt erfið og ég gleymi þessu aldrei, varð svo hrædd um pabba minn (hann var ekki eins mikill sundmaður og mamma, alinn upp í Skagafirði).

Snorri Hallgrímsson hafði kennt mömmu og systrum hennar sund og báru þær honum vel söguna og elskuðu sund, sem smitaði alla fjölskylduna.

Síðasti frænkuhittingur var í sundlauginni í Hveragerði og er mjög eftirminnilegur (og skemmtilegur með sameiginlegri máltíð hjá móðursystur minni á eftir).

Ómetanleg minning, því ein besta frænkan, (...) d.2010  verður ekki aftur með okkur. Hún hafði oft frumkvæðið að  góðum sundferðum.

 - Blessuð sé minning hennar-. 


Kafli 1 af 9 - Persónuupplýsingar

Nafn, fæðingarár, sveitarfélag, starf, menntun/í hvaða námi, kyn, þjóðerni. Við hvaða staði og tímabil eru svörin miðuð? Þeir sem það kjósa geta svarað nafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.

Kafli 2 af 9 - Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).
Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?
Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?
Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

Kafli 3 af 9 - Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?
Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?
Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

Kafli 4 af 9 - Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?
Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?
Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?
Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

Kafli 5 af 9 - Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?
Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?
Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

Kafli 6 af 9 - Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?
Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?
Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?
Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?
Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

Kafli 7 af 9 - Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?
Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?
Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?
Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?
Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

Kafli 8 af 9 - Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?
Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?
Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

Kafli 9 af 9 - Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana