LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


EfnisatriðiSund, Sundlaug, Sundlaugamenning
Ártal1982-2013
Spurningaskrá119 Sundlaugamenning á Íslandi

StaðurNúpur 1
ByggðaheitiDýrafjörður
Sveitarfélag 1950Mýrahreppur V-Ís., Sauðárkrókur
Núv. sveitarfélagÍsafjarðarbær, Sveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland), V-Ísafjarðarsýsla (4700) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1970

Nánari upplýsingar

Númer2013-2-145
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið24.10.2013/29.11.2013
TækniTölvuskrift

(1)

Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).

Í anddyri byrjar maður á þvi að heilsa þeim sem er að vinna og öðrum sem e.t.v. eru staddir þar. Skil eftir skó og jakka og fylgist með barni / börnum mínum ef þau eru með. Læt vita af mér til að hægt sé að merkja við komu mína og gata sundkort.  Í klefa og sturtu er þetta venjulega, afklæðast, finna dótið í töskunni, fara á klósett ef þarf, spjalla við þá sem eru inni, leiðbeina ef eru börn eða aðkomufólk. Nota aldrei skáp, bara hengi á snaga.  (Nota oftast skáp annars staðar).  Sturta mig án sundfata og fer svo í sundbolinn og athuga í spegli hvort sé í lagi með mig, miðað við aðstæður, sérstaklega hvort er mjög svart undir augunum eftir vatnið.  Fer oftast ofan í laugina í grynnri endanum, stekk ekki eða sting mér.  Syndi oftast nokkrar ferðir, er misdugleg, hef aldrei verið mikil sundmanneskja en finnst þetta mjög gott.  Lærði seint að synda og hef enn ekki fullkomin tök á að anda rétt í bringusundi. Er þó alltaf að koma til. Get synt bringu, bak og bakskriðsund. Náði aldrei tökum á fleiru.  Fer alltaf í pottinn líka. Stundum bara í hann en oftast fyrst í laugina. Spjalla ef einhver er, kaffiborðið áður en ég fer aftur í sturtu. Stundum stoppar maður stutt, stundum gleymir maður sér alveg á spjalli.  Fer stöku sinnum í gufubaðið.

 

Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?

Alltaf hressandi að fara í sund.  Oft þægilegra heldur en að fara í sturtu heima.  Þetta er líka oft gæðatími með börnunum. Að geta bara dundað sér saman.  Finnst líka gott að hitta aðra.

 

Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna? Tek tarnir í sundferðum. Ef það væri reiknað út er það kannski rúmlega aðra hverja viku, en stundum fer maður 3x í viku og ekkert í nokkrar vikur.  Sennilega meira þegar börnin eru lítil a.m.k. undir skólaaldri. Ég hef sótt þær laugar sem eru á mínum stað.  Lærði í sundlauginni á Núpi í Dýrafirði,  notaði sundlaug á Flateyri og á Sauðárkróki (1986 – 1994) og svo mest Breiðholts og Árbæjarlaug þegar ég bjó í Reykjavík.  Hef líka heimsótt margar sundlaugar á ferðalögum um landið. Partur af útilegum að skella sér í sund.

 

Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum? Fer oftast seinnipartinn í sund, nema á sumrin getur það verið hvenær sem er þegar maður er í fríi. Oftast eru börnin með mér, en líka gott að fara ein.

 

Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú? Fór á sundnámskeið tvö sumur á Núpi í Dýrafirði sennilega tólf og þrettán ára. Stundaði svo hefðbundið skólasund í 9. Og 10. Bekk á Núpi og áfram í framhaldsskóla á Sauðárkróki en mætti illa þar.

 

Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins? Námskeiðin voru bara 2 – 3 vikur hvort sumar.

 

Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar? Það var a.m.k. ekki kynjaskipt man ekki hvort aldursskipting.  Kennslan var held ég alveg ágæt, ég var bara alltaf frekar rög.

 

Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum? ÉG hef ekki pælt mikið í þessu. Eina sem mér dettur í hug er að ég hef reynt að minna mín börn á að detta ekki í það að glápa á aðra, sérstaklega í sturtunni og klefanum, því það er auðvitað allskonar fólk í ýmsum stærðum og gerðum.  Mér hefur aldrei þótt óþægilegt að vera nakin innan um aðra á þessum stað, fer bara í sturtu og geri það sem ég þarf.

 

Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)? Ekki sem ég man eftir.

 

Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað? Í Lauginni eða pottinum eru auðvitað allir saman og talað um hvað sem er en inn í sturtu eru bara konur og börn og frekar talað um það sem að þeim snýr. Börnin, krem, föt, og þh.

 

Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta? Hef ekki mikið um þetta að segja.  Veit þó helst að sumir fara ekki í sund af því þeim finnst þessi staða óþægileg, en þá teljast þeir varla sundgestir.

 

Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá? Já, hreinlætið er gott og eins og það hreinsi mann öðruvísi heldur en að fara bara í sturtu heima. Sennilega hugmynd um klórinn. Ég sleppi því frekar að fara í sund þegar ég er á blæðingum. Ég veit að öll hreyfing er holl og stundum ákveð ég að synda meira en annars því ég hafi gott af því.

 

Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi? Mér leiðist að sjá fólk fara í sturtu án sundfata, en það gerist ekki oft. Helst ef um útlendinga er að ræða og ég veit að margir eru ekki eins vanir þessu eins og við Íslendingar.

 

Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað? Þar sem ég hef stundum hjálpað til við að þrífa eftir lokun og fylgst með ýmsu í gegnum fjölskyldumeðlimi sem hafa unnið þar, þá sé ég ef þrif eru ekki eins og ég myndi vilja hafa þau. En það er ekki oft.

 

Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst? Best hvað maður verður hress. Síst á veturna þegar maður þarf að fara út í kuldann á eftir.

 

Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna? Fer alltaf í heita pottinn og sest við kaffiborðið til að fá mér vatn eða kaffi.

 

Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)? Mjög vel.

 

Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi? ?

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?  Ég er alltaf óörugg í nýrri laug, bæði að finna út hvernig aðstæður eru í klefanum og hvernig laugin er. Nenni helst ekki í útilaugar um hávetur.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá? Helst munur á vetri og sumri, eins og ég hef bent á hér að ofan.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?  Skiptir ekki máli, nema þá kannski ef það eru mjög margir ofan í og ég ætlaði mér að vera voða dugleg að synda, en ég læt það ekkert pirra mig.

 

Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með? Þar sem laugin okkar á Þingeyri er innilaug finnst mér mjög gott hvað hún er björt, það eru góðir gluggar svo mér finnst ég njóta umhverfisins líka þó ég sé inni.  Óánægð er kannski helst að það er oft ólag á tækjunum, sturturnar kaldar eða potturinn kaldur, en ég þekki allt stússið í kringum þetta og læt það ekkert pirra mig, því það breytir engu. En auðvitað vill maður að allt sé alltaf í lagi.

 

Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum? Mér finnst best að komast í heitt vatnið og nota nuddið í honum líka, þá líður úr manni þreyta, hvort sem er líkamleg eða andleg.

 

Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri? Það fara allir í pottinn.

 

Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða? Samræðurnar eru oftast bara um það sem hver og einn er að gera, eða eitthvað sem allir tóku þátt í eða er framundan, að ég tali nú ekki um þjóðmálin. Ef bæði heimamenn og gestir eru saman er oft verið að ræða um Þingeyri og nágrenni og sumir gestir spyrja mann hvernig er að búa hér o.s.frv.

 

Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman? Aðstæður hafa held ég engin áhrif.  Oftast er þetta kannski eini samkomustaðurinn svona dags daglega hjá íbúum hér.

 

Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)? Tilviljun ræður því hverjir eru saman í pottinum, en stundum langar mann ekki til að vera um leið og einhver annar og það er þá kannski vegna umræðuefnis sem getur skapast hjá viðkomandi.

 

Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?

Sundföt, handklæði, hrein föt, snyrtivörur.

 

Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti? Já, já, ef maður er að pæla í því.  Auðvitað eru sumir með flottar töskur og þ.h. og aðrir bara með plastpokann sinn.  Mér leiðast pokar og reyni alltaf að hafa dótið mitt í þokkalegri tösku en ekki af dýrustu merkja gerð.

 

Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?  Já, það er bara eins og annars staðar með tískusveiflur.

 

Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

 

Mér dettur helst í hug að þar sem ég hef alltaf verið frekar óörugg með sjálfa mig í sundi (vegna óþæginda við að kafa og ná ekki til botns) þá hefur mér þótt alveg nóg að bera ábyrgð á mínum  eigin  börnum. Þær (dæturnar) hafa náð góðum tökum á sundi snemma og eru öruggar. En ég hef alltaf sagt að ég myndi frjósa ef ég þyrfti að bjarga einhverjum þó ég hafi aldrei staðið frammi fyrir því, ég myndi t.d. ekki treysta mér til að vinna við sundlaugarvörslu þar sem maður þarf að geta ýmislegt.  En einu sinni var ég með miðdótturina sennilega 4 ára og hún var með armkúta að sulla í lauginni og ég sat við kaffiborðið og fylgdist stöðugt með henni. Á augnabliki, rennur annar kúturinn af henni og hún sekkur. Maður sem sat við hliðina á mér var snöggur út í en ég fraus,  og kippti henni upp úr.  Þetta gerðist allt mjög snöggt og ég var honum og er afskaplega þakklát. En ég hætti ekkert að fara í sund, sem betur fer. Veit bara að það þarf alltaf að fylgjast með.

 

Engin er verri þó hann vökni, allir í sund.


Kafli 1 af 9 - Persónuupplýsingar

Nafn, fæðingarár, sveitarfélag, starf, menntun/í hvaða námi, kyn, þjóðerni. Við hvaða staði og tímabil eru svörin miðuð? Þeir sem það kjósa geta svarað nafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.

Kafli 2 af 9 - Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).
Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?
Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?
Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

Kafli 3 af 9 - Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?
Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?
Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

Kafli 4 af 9 - Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?
Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?
Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?
Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

Kafli 5 af 9 - Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?
Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?
Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

Kafli 6 af 9 - Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?
Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?
Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?
Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?
Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

Kafli 7 af 9 - Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?
Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?
Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?
Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?
Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

Kafli 8 af 9 - Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?
Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?
Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

Kafli 9 af 9 - Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana