119 Sundlaugamenning á Íslandi
Spurningaskrá 119 ,haust 2013.
(1)
Allmennar upplýsingar um sundlauganotkun mína.
Nú orðið fer ég yfirleitt á hverjum degi í sund, og þá í sundlaugina í Laugardal um klukkan níu á morgnana. Syndi svona 200-300 metra í einum rykk, síðan í gufuna , raka mig og fær mér síðan kaffi með mínum sundfélögum. Kominn heim um klukkan 10:40. Ég fer í sund út af félagsskap og hreyfingu,og er endurnærður á sál og líkama eftir sundið og félagsskapinn.
Sundkennsla.
Mig minnir að hafa fengið mína fyrstu sundkennslu þá sex ára, á Flateyri og þá í þrjár vikur annað eða þriðja hvert ár að sumri allt til 14 ára aldurs. Það voru yfirleit farandsundkennarar sem sáu um þessa sundkennslu. Það voru vanalega þrír aldursflokkar saman í kennslu og af báðum kynjum. Eftir dauðaslys við bryggjuna á Flateyri árið 1950 var öllum ungum strákum og stelpum skylt að sýna sundskírteini sín í vigtarskúrnum sem var staðsettur við upphaf bryggjunnar. Þessvegna kepptist maður við að læra að synda svo að maður gæti komist niður á bryggju til að veiða eða horfa á fiskimennina og taka til hendinni, ef á þurfti að halda.
Samskipti og hegðun.
Ég á erfitt með að koma auga á óskráðar reglur , en þó,ef þú mætir einhverjum, þegar þú ert að synda í lauginni , þá víkur þú til hægri.??Í sambandi við aðrar laugar er lítill munur á hegðun fólks.
Líkami og hreinlæti.
Ferðir í sund hafa lítil áhrif á hugsun mína til líkamans. Eina sem ég hef að athuga er í sambandi við útlendinga, það er að sumir fara ekki úr sundfötunum og þvo sér ekki um vissa staði. Hreinlæti hjá þeim er ekki gott sumum hverjum.
Í sundlauginni.
Ég kann best við hreyfingu og félagsskap.
Venjur eru: sami metrafjöldi sundferða, kaffi, rakstur og almenn þrif á líkama.
Líðan í sundi sem ég tek sérstaklega eftir er: mjög næmt lyktarskin fyrstu mínúturnar eftir sundið.
Líkar best í útilaugum.
Árstíðir og tíðarfar hafa lítil áhrif á mínar sundferðir.
Heiti potturinn.
Fer sjaldan í heitu pottana nema í nuddið í pottinum,einungis í 3-5 mínútur.
Samræður í pottunum eru mest um veðrið , pólitík og það sem er mest á döfinni í það skiptið.
Sögur um sund,
Ég hef siglt um flest heimsins höf og komið til margra hafna út um heim og flestar hafnir á Íslandi .Þá hefi ég reynt að fara í sund í flestar sundlaugar þar sem ég hefi haft viðkomu.
Einu sinni sem oftar var ég staddur í höfninni Múrmansk í í fyrrum Sovétríkjunum. Það var kalt þennan dag og töluvert frost en stillur og ég var búin að fá vitneskju og staðsetningu á innisundlaug , ekki fjarri þar sem skipið ‚, mitt‘‘ lá í höfninni í Múrmansk. Svo ég arkaði af stað með mitt ,,sunddót‘‘. þó kalt væri í veðri um 25-30 gráður á celsíus, var ég vel klæddur og hlakkaði til að prufa þessa sundlaug í þessu framandi landi. Ég fann sundlaugina eftir smá göngutúr og arkaði inn í móttökuna. Er inn var komið var litið á mig undarlegum augum , sem ekkert var undarlegt því ég var öðruvísi klæddur en innfæddir og ekki mæltur á rússneska tungu. Það tók mig töluverðan tíma að skilja að ég þyrfti einhverfs konar pappíra eða skilríki til að framvísa við móttökuna. ‚ég framvísaði mínum landgöngupassa ,sem ég fékk við,, sértakan púltkassa‘‘ er vopnaður vörður gætti við landgang skips, en það dugði ekki til. Ég labbaði þá uppá sjómannaheimili sem var þar í grenndinni og við sjómennirnir höfðum góð samskipti við og sagði mínar farir ekki sléttar.??Á sjómannaheimilinu störfuðu mest konur og mig minnir að þær gengju flestar undir nafninu „Galína‘‘.Þær útskýrðu fyrir mér að ég þyrfti heilbrigðisvottorð til að geta fengið að fara í sund þar sem ég væri útlendingur. Ekki sætti ég mig við þetta og sagði þeim að þegar rússneskir sjómenn sæktu sundlaugar í Reykjavík þá þyrftu þeir ekki að framvísa einu né neinu og allir væru velkomnir af hvaða þjóðerni sem væri. Og svo sagði ég þeim að þegar ég kæmi heim til Íslands mundi ég tjá mig um þetta mál í blöðum á Íslandi. Þær blessaðar Galínunar skutu á fund og síðan var mér vísað upp í rútubíl á vegum sjómannaheimilisins og brunað niður í sundlaug og þær sögðu eitthvað við fólkið í afgreiðslunni , og inn fékk ég að fara í sund. Endir.
Kafli 1 af 9 - Persónuupplýsingar
Nafn, fæðingarár, sveitarfélag, starf, menntun/í hvaða námi, kyn, þjóðerni.
Við hvaða staði og tímabil eru svörin miðuð?
Þeir sem það kjósa geta svarað nafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.
Kafli 2 af 9 - Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína
Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).
Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?
Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?
Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?
Kafli 3 af 9 - Sundkennsla
Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?
Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?
Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?
Kafli 4 af 9 - Samskipti og hegðun
Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?
Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?
Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?
Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?
Kafli 5 af 9 - Líkami og hreinlæti
Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?
Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?
Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?
Kafli 6 af 9 - Í sundlauginni
Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?
Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?
Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?
Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?
Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?
Kafli 7 af 9 - Heiti potturinn
Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?
Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?
Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?
Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?
Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?
Kafli 8 af 9 - Sundgesturinn
Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?
Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?
Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?
Kafli 9 af 9 - Sundminningar og sögur úr sundi
Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?