Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiSund, Sundlaug, Sundlaugamenning
Ártal1964-2013
Spurningaskrá119 Sundlaugamenning á Íslandi

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavíkurborg
SýslaGullbringusýsla (2500) (Ísland)
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1956

Nánari upplýsingar

Númer2013-2-143
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið24.9.2013/26.11.2013
TækniTölvuskrift

(1)

 Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).

Í anddyrinu þá lítu maður í kringum sig og fer að afgreiðluborði.

Ég fer oftast er sundlaugin í Borgarnesi Þar kaupi ég árskort, það er lyklaborð sem ég skrái kennitöluna og geng síðan til búningsklefans.  Fremst í búningsklefanum þar fer ég úr útiskóm og finn mér síðan skáp eða körfu. Fer úr og síðan í sturtu.  Ég byrja alltaf á að synda syndi frá 600 m. til 1.200 m. í hvert skipti.  Eftir sundið fer ég í nuddpottinn og fer í nuddstútinn.  Um helgar þá fer ég í gufu á eftir heita pottinum.

Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?

Sund er mín leið til að hafa líkamann í lagi.  Með því að synda þá styrkist líkaminn og síðan er þetta góð leið til að hafa þrifnaðinn í lagi

Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?

Frá 1990 hef ég farið að jafnaði fimm sinnum í viku í sund í Borgarnesi.  Ef ég er á ferðalögum þá reyni ég að komast í sundlaug því meður verður háður sundinu.

Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

Ég fer í sund frá kl 06:15 til 07:00 og syndi í 30 til 40 mín.  Um helgar fer ég á örðum tímum og þá oft síðdegis.  Ég fer á morgnana því sá tími er allaf laus.  Ég fer undanteknigarlítið einn í sund.

 

Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?

Í barnaskóla í innilauginn á Akureyri byrjaði ég á sundnámskeiði. Síðar fór ég í sundkennslu í gölu lauginni sem var í Borgarnsei.  Þetta voru stutt námskeið líklega í sex skipti

Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?

Sundkennslan var utan skóla og vour þetta líklega fjögurra til sex vikan námskeið.

Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

Sundkennslan var miðuð við að ná ákveðnum stigum.  Þetta var gott og bara í anda þess tíma.  Kennari á bakkanum, byrjað með kút og kork, verið við bakkann til að byrja með og síðan að ná fótatökunum, síðar komu hendurnar.

Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?

Það er það löng og mikil sundlaugar menning á Íslandi að þar er ekki stór munu á því og þeir sem fara mikið í sund eru mjög vanafastir og t.d. þrífa sig fyrir og eftir sundið.  Maður tekur eftir því þegar koma útlendingar þá eru þeir ekki vanir að fara í sturtu fyrir sundferðina.

 

Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?

Mín reynsla er að fólk tekur tillit til hvors annar og ég hef ekki upplifað árekstar né ágreining í samskiptum fólks í sundlaug.

Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?

Sundgestir eru öllu jöfnu ekki á spjalli í sundlauginni.  Það er þó en undantekning þegar ég er í sundleikfimi þá er mikið spjallað þeir tímar eru líka félagslegir.

Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

Þetta er hluti sem ég er löngu hættur að taka eftir. Þegar þetta er nefnt þá er líklega eina óskrfaða reglan að þú  horfir (strir) ekki á aðra sundgesti.

Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?

Sundið er besta hreyfingin fyrir mannslíkamann og er því styrkjandi.

Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?

Undantekningarlítið þá fara sundgestir eftir settum reglum, frekast útlendingar og unglinar sem sleppa þvottinum.

Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

Á sundstöðum á Íslandi er það mjög gott.

Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?

Synda og reyna á líkamann.  Notalegt að fara í heitan pott.  Gott að fara í gufubað.  Hlaupa út í sundlaug ef það er mjög kalt.

Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?

Byrja á að synda, ef ég byrja á að fara í heitan pott þá verður maður hálf latur við að synda á eftir. Vera alltaf á sama tíma, þá hittir þú sama fólkið.  Hafa reglu á öllu til að þetta verði að vana.

Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?

Það er mjög góð tilfinning að vera búinn að reyna á sig í sundi, fara í heitan pott og komin í hein föt.

Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?

Ég er farinn að nota sundgleraugu þegar ég syndi því það er betra fyrir augun, vildu verða rauð og pirringur.  Lykt, hljóð og barað er eitthvað sem ég tek ekki sérstaklega eftir.  Varðandi snertinguna þá er það óskrifuð regla að sundlaugargestir snerta ekki hvorn annann á það við um allt ferlið frá búningsklefa, sundlauginn og í pottunum.

Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?

Það er frískari tilfinning að synda úti, loftið er öðru vísi, í innilaugum þá reyni ég ekki eins mikið á líkamann.

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?

Á morgnana og ef veðrir er vont þá er meiri einbeiting við sundið.  Í góðu veðri og þegar tíminn er nægur þá er meiri ró yfir öllu og meira afslappandi.

 

Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?

Það hefur ekki allt að segja þetta er rútína.  Eina sem hægt er að segja þegar margir synda á sömu braut þá þarf að taka tillit til annarra.

Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

Sundlaugin í Borgarnesi er mjög góð bæði inni og úti. Í útilauginni er frábært útsýni en er líka mjög vindasamt. 

Búningsklefarnir eru mjög litlir sem verður til þess að á helgum yfir sumartímann er það margt fólk í sundi að búningsklefarnir bera það ekki. Á þeim dögum vanta starfsmenn til að sinna traffíkinni. 

Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?

Eftir sundferð er það nuddstútarnir og hitinn.  Á veturnar er gott að fara þegar lítil traffík er og slaka á.

Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?

Þeir sem fara í sund fara undantekningarlítið í pottana.  Það er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri sem sækja sundlaugarnar.

Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?

Það er þjóðmálin og samfélagsmálin sem eru rædd og nokkuð almenn þátttaka. 

Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?

Í heitapottinum vil ég meina að allir séu jafnari og hlustað á skoðanir annarra

Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

Ég held að það sé hrein tilviljun nema að þú mætir með kunningja eða í hópi

Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?

Sundskýlu, sundgleraugu, sundhettu yfir kaldasta tímann, hrein föt.

Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?

Í sundlauginni og í pottunum eru allir jafnir, sá sem er raddmestur og frakkastur hefur hugsanlega einhverja yfirburði

Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

Það er mjög mikil fjölbreytni í sundfötum og ekki hægt að tala um tísku. Þó er annað sem ég hef tekið eftir og líkar mjög illa það er hvað margir eru komnir með tattu, þetta á við um mjög stóran aldurshóp og þetta virðist fara ört vaxandi.  Þetta er órúleg þróun eða blinda.

Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?


Kafli 1 af 9 - Persónuupplýsingar

Nafn, fæðingarár, sveitarfélag, starf, menntun/í hvaða námi, kyn, þjóðerni. Við hvaða staði og tímabil eru svörin miðuð? Þeir sem það kjósa geta svarað nafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.

Kafli 2 af 9 - Almennar upplýsingar um sundlauganotkun þína

Segðu frá dæmigerðri heimsókn á sundstað og lýstu því hvað þú gerir á hverju svæði fyrir sig (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.).
Hvers vegna ferð þú í sund? Eftir hverju ert þú að sækjast?
Hvað ferð þú oft í sund að jafnaði? Hefur það verið breytilegt í gegnum tíðina? Hvaða laugar hefur þú mest sótt og hvers vegna?
Er eða hefur verið regla á því á hvaða tíma dagsins þú ferð í sund? Hvers vegna? Ferð þú að jafnaði ein(n) í sund eða með öðrum?

Kafli 3 af 9 - Sundkennsla

Á hvaða aldri byrjaðir þú að læra sund? Í hve mörg ár lærðir þú?
Var sundkennsla hluti af skólagöngu þinni eða fór hún fram utan skóla? Hvar var kennt og hve stóran hluta ársins?
Hvernig var sundkennslu háttað? Var kennt eftir aldurshópum eða kyni? Hvað finnst þér um sundkennsluna og hverjar voru áherslurnar?

Kafli 4 af 9 - Samskipti og hegðun

Hvaða óskráðar reglur eða viðmið gilda um samskipti og hegðun sundgesta? Getur þú nefnt dæmi um að brotið sé gegn þessum óskráðu reglum?
Hvaða munur er á þessum óskráðu reglum eftir svæðum (anddyrinu, klefanum, sturtunni, sundlauginni, djúpu lauginni, barnalauginni, heitu pottunum, gufunni o.s.frv.)?
Tala sundgestir um mismunandi hluti á ólíkum svæðum í lauginni? Um hvað?
Hvaða áhrif hefur það á líðan þína eða samskipti við aðra sundgesti hvað allir eru lítið klæddir? Hagar þú þér öðruvísi en þú myndir gera fullklædd(ur) úti á meðal fólks? Hvernig? Hvaða dæmi þekkir þú um að þetta hafi áhrif á líðan og hegðun annarra sundgesta?

Kafli 5 af 9 - Líkami og hreinlæti

Hafa ferðir í sundlaugina áhrif á það hvernig þú hugsar um líkamann? Hvernig þá?
Hefur þú skoðanir á líkamsumhirðu annarra sundgesta? Getur þú nefnt dæmi?
Hvað finnst þér um hreinlæti á sundstað?

Kafli 6 af 9 - Í sundlauginni

Hvað kannt þú best að meta við sundferðina? En síst?
Hefur þú komið þér upp föstum venjum í sambandi við heimsóknir þínar á sundstað? Hvaða venjum? Hvers vegna?
Hvernig líður þér þegar þú ert búin(n) í sundi (líkamlega, andlega)?
Með hvaða hætti hafa sjón, lykt, hljóð, bragð og snerting áhrif á líðan þína í sundi?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður og hvernig þú hegðar þér á ólíkum svæðum eða í ólíkum tegundum lauga (t.d. í innilaug, útilaug eða heitri laug)? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir árstíðum, veðri eða tíma dags? Hvernig þá?
Finnur þú mun á því hvernig þér líður í sundi og hvernig þú hegðar þér eftir því hve margir eða fáir eru í lauginni á sama tíma og þú? Hvernig þá?
Hvað í hönnun og umhverfi þeirrar sundlaugar sem þú sækir mest ert þú ánægð(ur) eða óánægð(ur) með?

Kafli 7 af 9 - Heiti potturinn

Hverju ert þú að sækjast eftir þegar þú ferð í heita pottinn? Er upplifunin breytileg eftir árstíðum, tíma sólarhringsins eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum?
Hverjir eru það sem sækja heita pottinn? Er munur á aðsókn eftir kyni eða aldri?
Hvaða samræður fara fram í heita pottinum og hverjir taka þátt í þeim? Er eitthvað umræðuefni frekar rætt en annað? En sem þykir síður við hæfi að ræða?
Hafa aðstæður og umhverfið í heita pottinum áhrif á samræðurnar á einhvern hátt? Finnast þér samræður svipaðar í heita pottinum og annars staðar þar sem fólk kemur saman?
Hvernig veljast menn saman í potta (tilviljun, kunningsskapur, menntun)?

Kafli 8 af 9 - Sundgesturinn

Hvaða búnað tekur þú með þér á sundstað og í hvaða tilgangi?
Getur sundbúnaður eða aðrir þættir í fari sundgestsins gefið vísbendingar um stöðu eða persónuleika viðkomandi? Með hvaða hætti?
Tekur þú eftir mismunandi sundtísku eða tískusveiflum, t.d. eftir aldri sundgesta, sundstöðum eða tímabilum? Hvernig lýsir þetta sér?

Kafli 9 af 9 - Sundminningar og sögur úr sundi

Er einhver saga eða minningar úr sundi sem þú myndir vilja segja frá í lokin?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana