LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiTrefill
Ártal1935

StaðurElliðaey
Sveitarfélag 1950Stykkishólmshreppur
Núv. sveitarfélagStykkishólmsbær
SýslaSnæfells- og Hnappadalssýsla
LandÍsland

Hlutinn gerðiKristín Pálsdóttir
GefandiRakel Lind Svansdóttir 1991-

Nánari upplýsingar

NúmerBSH/2011-2-1
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
EfniUllargarn
TækniVefnaður

Lýsing

Trefill sem byrjað er að vefa á spjald. Kristín Pálsdóttir húsfreyja í Elliðaey á Breiðafirði óf og ætlaði sem jólagjöf handa manni sínum Jóni Níelssyni bónda og vitaverði en hinn 14. desember 1935 gerðist sá hörmulegi atburður að Jón fórst í róðri frá Elliðaey og lauk því Kristín aldrei við trefilinn. 


Heimildir

Rakel Lind Svansdóttir

Þetta aðfang er í Norska húsinu. Safnkostur safnsins er um 6000 gripir, myndir og skjöl. Flest gögnin eru skráð í Sarp en eftir er að skrá nokkuð af ljósmyndum og skjölum. Markmið safnsins er að allur safnkostur verði orðinn rétt skráður og með mynd innan fimm ára. Í skrá BSH má finna þrenns konar einkenni á færslum: BSH (munir byggðasafnsins), BÓV (munir Pakkhússins í Ólafsvík) og SGH (munir Sjómannagarðsins á Hellissandi).


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.