LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiSkór
Ártal1920-1940

StaðurBergstaðastræti 86
ByggðaheitiÞingholt
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland

GefandiÁgústa Jóhannsdóttir 1922-2013
NotandiMagnea Dagmar Þórðardóttir 1901-1990

Nánari upplýsingar

Númer2012-85-134
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð25 cm
EfniTextíll
TækniSkósmíði

Lýsing

Kvenskór, gylltir og glansandi, með hæl, lokaðir í tána. Á ristinni eru áfestir skrautsteinar (semalíusteinar) sem mynda blóm. Merktir að innan: GIOSUE` ALTA MODA. BOLOGNA ITALY. Einnig merktir undir: Made in Italy, ásamt ólesanlegum stöfum sem liggja í hring. Þar er einnig skónúmerið sem er að hluta til afmáð en talið er að þar standi: 38 ½. Sennilega frá 1920-1940.

Gripirnir nr. Þjms. 2012-85 eru allir úr fórum Magneu D. Þórðardóttur, eiginkonu Jóhanns Þ. Jósefssonar, kaupmanns, útgerðarmanns, alþingismanns og ráðherra. Gefandi er dóttir þeirra hjóna. Sjá einnig nr. Þjms. 1991-60.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana