LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurErla Stefánsdóttir 1935-2015
VerkheitiHafnarfjarðarkirkja
Ártal1993

GreinTeiknun - Blekteikningar, Teiknun - Vaxlitamyndir
Stærð15 x 10,5 cm
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerHb-919
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráHeildarsafn

EfniBlek, Pappír, Vaxlitur
AðferðTækni,Teikning

Lýsing

Erla Stefánsdóttir var þekktur sjáandi og eru verk hennar byggð á upplifunum hennar af ýmsum birtingarmyndum þeirrar orku er umlykur allar verur og fyrirbæri náttúrunnar. Hún hafði ríka þörf fyrir að miðla upplifunum sínum í myndverkum og veitti þannig innsýn í þá veröld sem hún skynjaði.  Hún sá orkubrautir við kirkjur landsins sem endurspeglast í þessari mynd hennar af Hafnarfjarðarkirkju.


Sýningartexti

Erla Stefánsdóttir var þekktur sjáandi en verk hennar eru byggð á upplifunum hennar af ýmsum birtingarmyndum þeirrar orku er umlykur allar verur og fyrirbæri náttúrunnar. Hún hafði ríka þörf fyrir að miðla upplifunum sínum í gegnum myndir og vildi þannig veita innsýn í þá veröld sem hún skynjaði. Hún sá til dæmis orkubrautir við kirkjur landsins sem endurspeglast í þessari mynd hennar af Hafnarfjarðarkirkju.

***

Árið 2013 voru verk Erlu sýnd í Hafnarborg á yfirlitssýningunni Skynjun mín, í sýningarstjórn Birtu Guðjónsdóttur. Þar mátti sjá verk sem hún hafði unnið allt frá áttunda áratug síðustu aldar. Þá var þar sýndur hluti teikninga Erlu, sem skipta hundruðum, ef ekki þúsundum. Erla er einnig mörgum Hafnfirðingum – jafnt sem innlendum og erlendum ferðamönnum – kunn fyrir álfakort sitt, sem sýnir hinar fjölmörgu álfabyggðir Hafnarfjarðar, en hún skrifaði að auki ýmislegt um sama efni.

Þetta listaverk er í safneign Hafnarborgar – menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Safneignin telur yfir 1500 verk, er þetta er skrifað. Í skráningunni er verkunum skipt í fjóra flokka sem eru: almenn listaverkaskrá, stofngjöf, verk Eiríks Smith og útilistaverk í Hafnarfirði. Ekki eru til birtingarhæfar ljósmyndir af öllum verkum, þó unnið sé að úrbætum í þeim efnum.

Afrit af safnkosti þeim er hér er birtur felur í sér höfundaréttarvarið efni en birtingin fer fram á grundvelli samningskvaðasamnings á milli Myndstefs og safnsins. Samningurinn veitir enn fremur leyfi til endurnotkunar verkanna til einkanota og í kennslu- eða í fræðsluskyni. Öll önnur endurbirting eða eintakagerð er óheimil. Ef spurningar vakna um forsendur samningskvaðasamningsins, eða ef einstaka höfundur vill ekki heimila notkun verka sinna undir ofangreindum skilmálum, skal hafa samband við Myndstef (myndstef@myndstef.is).


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.