LeitaVinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurÞóra Sigurðardóttir 1954-
VerkheitiÁn titils
Ártal1994

GreinSkúlptúr - Blönduð tækni
Stærð50 x 200 cm
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerN-615
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá


Lýsing

Dýna sem er klædd gráu pelslíki á hliðunum. Dýnan liggur á 10 blýsívalningum sem virka sem fætur fyrir dýnuna. Sívalningunum er raðað með jöfnu bili undir lengri hliðum dýnunnar. Horn úr leir, hol að innan, beygjast aðeins í aðra áttina. Fimm hornum er raðað í röð eftir miðri dýnunni (2 auka horn, annað brotið)

Verkið var fyrst sýnt 1994 í Aarhus Kunstbygning í Danmörku á sýningunni KROKADE. Árið 2015 var verkið sýnt í Nýlistasafninu á sýningunni Prýði í sýningarstjórn Becky Forsythe.

Þetta aðfang er í Nýlistasafninu í Reykjavík. Safnkostur safnsins telur um 2.000 verk, þar af um 700 bókverk. Heimildasöfn safnsins eru þrjú; Heimildasafn um gjörninga, Heimildasafn um listamannarekin rými og frumkvæði listamanna og skjalasafn um Nýlistasafnið sem Borgarskjalasafnið tók til varðveislu. Unnið er nú að skráningu allra verka í Sarp og er markmiðið að heimildasöfnin verði þar einnig aðgengileg. archive@nylo.is


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.