Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
ListamaðurMagnús Pálsson 1929-
VerkheitiBestu stykkin
Ártal1965

GreinSkúlptúr - Gifsmyndir
Eintak/Upplag1

Nánari upplýsingar

NúmerN-277
AðalskráMyndlist/Hönnun
UndirskráAðalskrá


Lýsing

Þrír skúlptúrar - uppistaða vír, gifsi, pappi og fatnaður, allir holir að innan. Eining 1: Tveim flíkum skeytt saman - önnur hallar sér fram en hin stendur upprétt. Báðar flíkur málaðar gráar, önnur þó dekkri en hin. Frá uppréttu flíkinni hangir hvít gifs-legin tuska. Eining 2: Minnir á karlmann - skúlptúr valltur. Þarf að halla upp að vegg til að standa uppréttur. Samansettur af buxum og skyrtu, málaður grár og dökkgrár. Eining 3: Minnir á kvenmann, nokkuð minni en hinar tvær einingarnar, stendur svo til upprétt. Uppistaðan er undir-eða silkikjóll, máluð dökk. Stuttar ermar.

Þetta aðfang er í Nýlistasafninu í Reykjavík. Safnkostur safnsins telur um 2.000 verk, þar af um 700 bókverk. Heimildasöfn safnsins eru þrjú; Heimildasafn um gjörninga, Heimildasafn um listamannarekin rými og frumkvæði listamanna og skjalasafn um Nýlistasafnið sem Borgarskjalasafnið tók til varðveislu. Unnið er nú að skráningu allra verka í Sarp og er markmiðið að heimildasöfnin verði þar einnig aðgengileg. archive@nylo.is


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.