Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu


Landfræðileg staðsetning


HeitiSkyrkolla

StaðurKálfsstaðir
ByggðaheitiHjaltadalur
Sveitarfélag 1950Hólahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla (5700) (Ísland)
LandÍsland

GefandiSveinn Allan Morthens 1951-

Nánari upplýsingar

NúmerBSk-5116/2013-176
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð33 x 37 cm
EfniJárn, Viður
TækniTækni,Trésmíði

Lýsing

Skyrkolla úr tré, járngyrt. H. með eyrum er 37 cm, án eyrna er 30 cm. Þv. 33 cm. Á henni eru 2 eyru, 1 gat á hvoru. Girt er með tveimur gjörðum sem hvor um sig er hnoðuð saman með einu hnoði. Gjarðirnar eru úr járni og hafa einhverntímann verið fleiri. Kollan er orðin mjög sundurlaus. Árni H. Árnason frá Kálfsstöðum sagði að skyrkolla þessi hefði verið notuð frá því hann myndi eftir sér og fram að þeim tíma er skyrgerð var hætt. Á botninum er útskorið merki "M" sem Kristján Runólfsson telur vera búmark.

Þetta aðfang er í Byggðasafni Skagfirðinga. Í árslok 2014 voru 5140 munir skráðir í aðfangabækur safnsins og í Sarp. Munir eru skráðir í Sarp um leið og þeir eru skráðir sem safngripir í aðfangabækur safnsins. Unnið er við skráningu ljósmynda í Sarp.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.