Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
MyndefniBiskup, Farþegaskip, Fornfræðingur, Hópmynd, Karlmaður, Kona, Póstmeistari, Prestur, Sýslumannshúfa
Nafn/Nöfn á myndAndreas Peter Hovgaard 1853-1910, Friðrik Hallgrímsson 1872-1949, Hallgrímur Sveinsson 1841-1909, Helga Þorvaldsdóttir Stephensen 1871-1951, Jón Finnsson 1865-1940, Magnús Stephensen 1836-1917, María Jónsdóttir 1823-1909, Oddur Vigfús Gíslason 1836-1911, Óli Pétur Finsen 1832-1897, Pálmi Pálsson 1900-, Sigfús Sveinsson 1875-1935, Sigurður Vigfússon 1828-1892
Ártal1890

StaðurThyra m/s
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMms-17025
AðalskráMynd
UndirskráMannamyndasafn (Mms)
GerðSvart/hvít pósitíf
GefandiFriðrik Hallgrímsson 1872-1949

Lýsing

Ljósm. á spjaldi, í brúnum, útskornum mahogni ramma. Stærð 33 x 28,5 cm: 1. Sigurður Vigfússon, fornfræðingur; 2. Ole P. Finsen, póstmeistari; 3. Magnús Stephensen, landshöfðingi; 4. Hallgrímur Sveinsson, biskup; 5. séra Oddur Vigfússon [fyrir ofan Vigfússon stendur "V. Gíslason"], Stað í Grindavík; 6. Kristín tengdamóðir Þórarins Guðmundssonar, Seyðisfirði; 7. Friðrik Hallgrímsson, stud. art., Reykjavík; 8. A. P. Hovgaard, kapteinn; 9. Jón Finssson, cand. theol. (vígður í sept. '90 [1890] að Hofi í Álftafirði); 10. Helga Þorvaldsdóttir (dóttir Þorvaldar Jónssonar, læknis á Ísafirði); 11. Pálmi Pálsson, adjunkt; 12. móðir Pálma Pálssonar; 13. Sigfús (Sveinsson?), stud. art.

Myndin er tekin á þilfari „Thyra“ á Akureyrarhöfn 6. ágúst 1890. Nafnaskrá fylgir. Sjá nafnaskýringablað undir Fylgiskjöl.

„Fremsta röð frá vinstri: Sigurður Vigfússon fornfræðingur, Oli (Ole) B. Finsen póstmeistari, Magnús Stephensen landshöfðingi, Hallgrímur Sveinsson biskup, séra Oddur V. Gíslason á Stað sem var þá nýkominn úr fyrirlestraferð sinni sunnan og austur um björgunarmálefni og nýtingu síldar sem beitu, en hann hafði þá nýverið gefið út þrjá bæklinga um þau efni. sbr. Lýður 2.ár, 13. tbl. bls. 52.“ (PBB 2017)

 


Heimildir

Aðfangabók Þjóðminjasafnsins Mannamyndasafns nr. 5236-17842 [1932 - 1948].

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana