Leita



Vinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Bertel Thorvaldsen 1770-1844
MyndefniKonferensráð
Nafn/Nöfn á myndJón Eiríksson 1728-1787

LandÍsland

Nánari upplýsingar

NúmerMms-1537
AðalskráMynd
UndirskráSýningarskrá, Mannamyndasafn (Mms)
GerðMyndlist - Höggmynd
GefandiSteinunn Thorsteinsson 1886-1978

Lýsing

Andlitslíkneski af Jóni Eiríkssyni konferensráði (1728-1787), steypt úr gipsi, hluti af brjóstlíkneski eptir Bertel Thorvaldsen. Frumsmíðið sjálft, gert að líkindum snemma á árinu (fyrir 29. marz) 1787. Í eðlilegri stærð. Um mynd þessa sjá grein í Eimreiðinni XXVI, 177-85.

Brjóstmyndina gerði Bertel Thorvaldsen sem ungur maður, áður en hann hélt til Rómar. Brjóstmyndin var lengi í eigu Gríms Thorkelíns í Kaupmannahöfn en árið 1825 var myndin í eigu Bjarna Thorsteinssonar amtmanns sem sendi hana til Íslands. Við flutninginn vildi svo illa til að brjóstmyndin brotnaði og aðeins andlitið var heilt á eftir. Árið 1920 gaf Steinunn Thorsteinsson (1886–1978), sonardóttir Bjarna, Þjóðminjasafni Íslands andlitsmyndina.


Heimildir

Aðfangabók Þjóðminjasafnsins, Mannamyndasafn nr.1-5235 [1908-1931].
Sjá grein í Eimreiðinni XXVI, 177-85.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana