LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiKlósög

ByggðaheitiSiglunes
Sveitarfélag 1950Siglufjörður
Núv. sveitarfélagFjallabyggð
SýslaEyjafjarðarsýsla

Nánari upplýsingar

Númer161/2012-24
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð162 x 10 x 69 cm
EfniJárn, Viður
TækniJárnsmíði

Lýsing

Klósög í fastri ferkantaðri grind sem smíðuð er úr tré. Lýsing á klósög er að finna í bókinni Íslenzkir sjávarhættir, 1. bindi, bls. 285: ,,Gaflar hennar voru sterklegir, en hliðarkjálkar grannir og liðlegir, og var hvorttveggja greypt saman á hornunum. Handfang kom út úr hverju horni. Blaðið var faststrengt á þann hátt, að á hvorum enda blaðsins var hnoðaður fastur tangi, er var boraður gegnum gaflkjálkana og skrúfrær hafðar á endanum. Eftir því sem á þeim var hert strengdist á blaðinu. Tveir menn höfðu sögina á milli sín. Efnið, sem saga átti, var oft haft í framtöng á hefilbekk. Klósögin var helzt notuð, þegar saga átti þunn borð." (Lúðvík Kristjánsson: 1980: 285). Samkvæmt Íslenskri orðabók er klósög flettisög, stór gróftennt sög í trégrind (blað í miðju) og saga tveir með henni (2007: 529).   Sögin kemur úr Hafnarhúsinu á Siglufirði. Hafnarhúsið stóð þar sem síðar varð eitt mesta athafnasvæði Siglufjarðarhafnar. Hafnarhúsið, gamla hafnarbryggjuhúsið var vöruafgreiðsluhús og skipaafgreiðsla fyrir strandferðaskipin og Drang. Þar var einnig aðsetur hafnarvarðanna og tollþjónanna, þar sem þeir höfðu yfirsýn yfir skipakomur. Húsið var rifið á árunum 1980-1990. Skráð í spjaldskrá Síldarminjasafnsins númer 161, þann 6. ágúst 1977.

Þetta aðfang er hluti af safnkosti Síldarminjasafns Íslands. Safnkosturinn nær til alls sem tengist sögu síldarútvegs og síldariðnaðar Íslendinga, ásamt gripum og munum sem snerta líf hins dæmigerða íbúa í síldarbænum Siglufirði. Safnkosturinn er gríðarlega stór og má ætla að rúmlega helmingur hans sé skráður í aðfangabækur og spjaldaskrár en stór hluti er enn óskráður.


Síldarminjasafnið hefur haft aðild að Sarpi frá árinu 2012 og vinnur markvisst að skráningu safneignar


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.