Skip Navigation LinksForsíða > Sýningar
Deila

LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Heimarafstöðvar

Þjóðminjasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Kristín Halla Baldvinsdóttir
Fyrsta vatnsaflsrafsstöð á Íslandi var tekin í notkun í Hafnarfirði árið 1904. Það var gert fyrir tilstuðlan Halldórs Guðmundssonar sem þá var nýkomin úr verkfræðinámi í Kaupmannahöfn. Hann fór víða um í kjölfarið og á tiltölulega skömmum tíma eftir það rafvæðast margir þéttbýlisstaðir. Það var aftur á móti vandkvæðum háð að rafvæða dreifbýlið, því flytja þurfti rafmagnið um talsvert lengri veg og byggja upp dreifikerfi. Fyrstu rafstöð í dreifbýli setti Halldór upp á Bíldsfelli í Grafningi árið 1910. Rafstöðvar í dreifbýli þjónuðu oftast aðeins einum bæ með virkjun bæjarlækjarins. Snemma var...

Korriró og dillidó. Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Listasafn Íslands
02.02.2018 - 29.04.2018
Ævintýrin gerast enn! Myndheimur íslenskra þjóðsagna og ævintýra sem Ásgrímur Jónsson skapaði með verkum sínum er sannkallaður töfraheimur. Álfar, tröll og draugar, sem lifað höfðu með óljósum hætti í hugskoti þjóðarinnar í rökkri baðstofunnar, tóku á sig skýra mynd í verkum Ásgríms, en hann sýndi slík verk í fyrsta sinn á Íslandi árið 1905. Þjóðsagnamyndir Ásgríms fengu góðan hljómgrunn og í blaðaskrifum um sýninguna má lesa að menn fagna því að í fyrsta sinn hafi íslenskur listmálari tekist á við að túlka þjóðsögurnar. Mikil sátt virðist hafa ríkt um útlit álfa og trölla í meðförum...

Yfirlestur: Ævintýri

Nýlistasafnið
19.09.2017 - 12.2017
Sýningarstjóri: Heiðar Kári Rannversson
myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins ÆVINTÝRI Myndlist í bókaformi er mótsagnakennt fyrirbæri: Bækur sem líta þarf á sem myndlistaverk, myndlist sem lesa þarf sem bókmenntaverk. Bókverk krefjast óhefðbundins lesturs sem felur ekki aðeins í sér að lesa texta heldur einnig lestur á hinu sjónræna, áþreifanlega og hugmyndalega; greiningu á formi og tegund bókarinnar sjálfrar. Á sýningunni YFIRLESTUR má sjá myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins en þar er að finna um 800 titla sem mynda jafnframt stærsta bókasafn slíkra verka á Íslandi. Sýningin er í formi lesstofu...

Ambient

Nýlistasafnið
11.2017 - 11.2018
Sýningarstjóri: Maja Gomulska
Að þessu sinni hafa verið valin saman verk sem koma inn á þá óljósu hugmynd um það sem umlykur okkur. Þó að merking hugtaksins vísi upphaflega í hið óræðna sem umvefur okkur þá getur það einnig haft ákveðnar tilvísanir til tónlistar. Erik Satie notaði hugtakið „musique d’ameublement“, sem mætti þýða sem húsgagnatóna, þegar hann lýsti ákveðnum tónverkum sem spiluð voru sem bakgrunshljóð á viðburðum – án þess þó að vera sérstakir tónlistarviðburðir. Tilgangur þessara tóna var að láta utanaðkomandi hljóð, þar á meðal götuhljóð, sem og önnur náttúrulegri umhverfishljóð, renna saman við umhverfið....

Joan Jonas: Does the Mirror Make the Picture

Nýlistasafnið
06.10.2017 - 10.12.2017
Sýningarstjóri: Margot Norton
Joan Jonas er heiðurslistamaður Sequences myndlistarhátíða sem haldin verður í áttunda sinn í ár, víðsvegar um Reykjavík. Síðan á sjötta áratugnum hefur Joan Jonas (f. 1936, New York) skapað nýstárleg verk í marga miðla, sem rannsaka tímatengt skipulag og pólitískt mikilvægi áhorfandans. Í verkum sínum blandar hún saman leikhúsi, dansi, hljóði, texta, teikningum, skúlptúr og vídeó/myndvörpun. Stoðir þeirra eru flöktandi sjálfsmyndir, frásagnartákn og -þræðir sem hafna þó línuleika fyrir hina tvíræðu og brotakenndu sögu. Jonas er frumkvöðull á sviði vídeólistar. Hún notaði Portapak...

Leiðangurinn á Töfrafjallið

Nýlistasafnið
21.08.2017 - 24.09.2017
Leiðangurinn á Töfrafjallið (2013-2020)* er tilraun með tíma og rúm sem kannar skynjun, þekkingu og vitundarsvið, fyrr og nú. Við viljum líta út fyrir mörk okkar sjálfhverfu tilvistarskilyrða, og samtímis viðurkenna og horfast í augu við öfl sköpunar og eyðileggingar í fortíð og samtíð. Við nálgumst þau með aðferðum myndlistar, bókmennta, samræðna, athafna. Við yfirgefum sviðið og erum þar samt, leitum og finnumst innan þess og utan. Við skynjum verkefnið í senn sem getnað og fæðingu margbrotins huga; verk einstaklinga renna saman og flæða í tímabundnu rými reynslunnar. Við gröfum upp...

Happy People

Nýlistasafnið
24.06.2017 - 29.07.2017
Sýningarstjóri: Arnar Ásgeirsson
A smoking lounge by Arnar Ásgeirsson  Let’s come together, let’s enjoy. Let’s inhale, deep into our lungs. Exhale into space, and then take a moment to contemplate.  Verið velkomin á sýninguna HAPPY PEOPLE sem býður upp á úrval listaverka sem hafa verið sköpuð fyrir þig til að eiga við og njóta.  Dularfullum skúlptúrum hefur verið komið fyrir í framúrstefnulegum vatnspípum og bíða þess að þú komir og reykir þá, neytir þeirra og andir þeim að þér með ávaxtakeim. Reykingaseremóníurnar eru tilraunir til að njóta listar á nýjan hátt.  Vikulega verður verkum í pípunum skipt...

Hvar stóð bærinn?

Þjóðminjasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Inga Lára Baldvinsdóttir

Við skráningu ljósmynda úr hinum ýmsu myndasöfnum koma fram myndir sem ekki tekst að bera kennsl á. Þetta á við bæði um sveitabæi, stök hús og auðvitað fólk. Hér er kastljósinu beint að ljósmyndum af sveitabæjum sem enn eru óþekktir í Sarpi í þeirri von að notendur Sarps geti bætt um betur og greint hverjir þeir eru. 

Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter: TAUGAFOLD VII / NERVESCAPE VII

Listasafn Íslands
26.05.2017 - 22.10.2017
Sýningarstjóri: Birta Guðlaug Guðjónsdóttir
Hrafnhildur Arnardóttir (f. 1969), einnig þekkt sem Shoplifter, er íslenskur myndlistarmaður sem búsett er í New York. Á undanförnum 15 árum hefur hún á umfangsmikinn hátt kannað notkun og táknrænt eðli hárs, og sjónræna og listræna möguleika þessarar líkamlegu afurðar. Í verkum sínum fæst hún við sögu þráhyggju mannsins gagnvart hári og hvernig má upplifa hár sem birtingarmynd sköpunar í nútíma menningu, sem tekst á við hugmyndir á mörkum þráhyggju eða blætis. List hennar hverfist að mestu um skúlptúra, staðbundnar innsetningar og veggverk, sem fjalla jafnan um hégóma, sjálfsmynd, tísku,...

Rolling Line

Nýlistasafnið
18.03.2017 - 11.06.2017
Sýningarstjóri: Þorgerður Ólafsdóttir, Becky E...
Sýningin Rolling Line spannar rúman áratug af verkum og listheimildum eftir myndlistarmanninn Ólaf Lárusson (1951 – 2014). Ólafur var afkastamikill listamaður og tók virkan þátt í að móta áherslur innan myndlistarsenunnar á Íslandi sem stóð á ákveðnum tímamótum um miðjan 8. áratuginn. Ólafur var í hópi þeirra myndlistarnema sem sögðu sig úr námi við Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1974 sökum stöðnunar og hélt út til Hollands í kjölfarið þar sem hann stundaði frekara nám við hinn virta Atelier ’63 í Haarlem. Ólafur útskrifaðist úr skólanum árið 1976 og flutti heim til Íslands sama...

Yfirlestur: Sjóndeildarhringur

Nýlistasafnið
22.04.2017 - 02.09.2017
Sýningarstjóri: Heiðar Kári Rannversson
YFIRLESTUR myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins Sjóndeildarhringur Myndlist í bókaformi er mótsagnakennt fyrirbæri: Bækur sem líta þarf á sem myndlistarverk, myndlist sem lesa þarf sem bókmenntaverk. Bókverk krefjast óhefðbundins lesturs sem felur ekki aðeins í sér að lesa texta heldur einnig lestur á hinu sjónræna, áþreifanlega og hugmyndalega; greiningu á formi og tegund bókarinnar sjálfrar. Á sýningunni YFIRLESTUR má sjá myndlist í bókaformi úr safneign Nýlistasafnsins en þar er að finna um 800 titla sem mynda jafnframt stærsta safn bókverka á Íslandi. Sýningin er í formi...

Fjársjóður þjóðar. Valin verk úr safneign

Listasafn Íslands
07.04.2017 - 31.12.2019
Sýningarstjóri: Birta Guðlaug Guðjónsdóttir
Í fórum Listasafns Íslands eru á tólfta þúsund verka af ýmsum gerðum, frá ýmsum löndum og ýmsum tímum. Á sýningunni Fjársjóður þjóðar er dágott úrval verka úr þessari safneign, sem gefur yfirlit yfir þróun myndlistar á Íslandi frá öndverðri nítjándu öld til okkar daga. Sýningin dregur fram, með aðstoð um áttatíu listaverka, fjölbreytni þeirra miðla og stílbrigða sem einkenna þessa stuttu en viðburðaríku sögu. Fyrstu áratugina byggðist safneign Listasafns Íslands einvörðungu upp á gjöfum, málverkum eftir höfðinglega erlenda listamenn, einkum danska og norræna, en upp úr þarsíðustu aldamótum...

Steina. Eldrúnir (Pyroglyphs)

Listasafn Íslands
04.03.2017 - 20.08.2017
Steina  (Steinunn Briem Bjarnadóttir Vasulka, f. 1940) er íslenskur myndlistarmaður og alþjóðlegur frumkvöðull á sviði vídeólistar. Hún hóf feril sinn sem fiðluleikari og lærði í Prag árin 1959 til 1964. Þar kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Woody Vasulka (f. 1937), verkfræðingi og kvikmyndagerðarmanni. Saman fluttu þau til New York árið 1965. Með tilkomu handheldu kvikmyndatökuvélarinnar hófu þau, 1969, að vinna með myndbandstækni. Árið 1971 stofnuðu þau fyrsta vettvang vídeó- og margmiðlunarlistar í heimi, The Kitchen, í New York, og tveimur árum síðar komu þau á fót fyrsta námi í...

Joan Jonas. Reanimation Detail 2010, 2012

Listasafn Íslands
26.10.2016 - 26.02.2017
Sýningarstjóri: Birta Guðlaug Guðjónsdóttir
Joan Jonas (f. 1936) er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistarmaður samtímans. Hún starfar enn ötullega að sköpun nýrra verka, nú um fimmtíu árum eftir að hún hóf að sýna verk sín í heimaborg sinni New York í Bandaríkjunum. Hún hefur haft víðtæk áhrif á samferðamenn sína, verk hennar hafa verið sýnd í helstu listasöfnum heims og hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Hún starfar sem prófessor við MIT; Massachussets Institute of Technology, og hefur kennt þar frá árinu 1998. Joan Jonas var fulltrúi Bandaríkjanna á...

Samskeytingar. Uppbygging verka Sigurjóns Ólafssonar

Listasafn Íslands
03.09.2016 - 17.09.2017
Sýningarstjóri: Birgitte Spur Ólafsson
Sigurjón Ólafsson er þekktur sem myndhöggvari af gamla skólanum. Auk þess að höggva í stein, tré og jafnvel málm, var hann ötull við að móta í leir og gifs og sjóða saman listaverk úr málmi. Einnig má segja að stóran hluta verka hans frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar megi flokka undir það sem kallað hefur verið samskeytingar, „assemblage“. Þá er viðarbútum, tilsniðnum eða eins og þeir koma fyrir, skeytt utan á tiltekinn kjarna svo úr verður heildstætt listaverk. Á þessari sýningu í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga gefur að líta úrval verka af þessum toga, sem...

Texti. Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur

Listasafn Íslands
15.09.2016 - 14.05.2017
Sýningarstjóri: Birta Guðlaug Guðjónsdóttir
Á sýningunni T E X T I eru sýnd textaverk um fimmtíu íslenskra og alþjóðlegra myndlistarmanna. Verkin á sýningunni eru valin úr um 1000 verka safneign listsafnaranna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur en þau hafa safnað íslenskri og erlendri samtímamyndlist frá því á 7. áratugnum. Stór hluti sýnenda á sýningunni telst til helstu myndlistarmanna samtímans og hafa margir þeirra tengst Pétri og Rögnu sterkum vináttuböndum. Þau tengsl hafa jafnframt leitt til frekari kynna íslenskra myndlistarmanna við erlenda kollega og hafa átt stóran þátt í að skapa grundvöll fyrir öflugu sýningahaldi á...

Valtýr Pétursson

Listasafn Íslands
24.09.2016 - 26.03.2017
Sýningarstjóri: Dagný Heiðdal
Valtýr Pétursson (1919-1988) var brautryðjandi abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, mikilvirkur gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi listamanna. Sýningunni sem opnar í Listasafni Íslands í september 2016 er ætlað að gefa yfirlit yfir fjölbreyttan listferil Valtýs. Síðasta yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar var haldin í Listasafni Íslands árið 1986 og er því löngu tímabært að kynna þennan fjölhæfa myndlistarmann fyrir nýjum kynslóðum og veita þeim sem eldri eru tækifæri til að endurnýja kynnin, en margt í verkum Valtýs kallast á við samtíma okkar og gefur...

Heimilið

Byggðasafn Reykjanesbæjar
11.11.2016 - 23.05.2017
Sýningarstjóri: Sigrún Ásta Jónsdóttir
sýningin: Heimilið   Hvert heimili á sína sögu, sitt fólk, atburði og tímaskeið, upphaf og endi. Engin tvö heimili er eins en þó eru þau öll byggð á sama grunni. Það má nota mörg orð og ólík til að lýsa heimilum og hvað þau eru fyrir hvert okkar en eitt sameinar þau öll, heimilið er alltaf mikilvægt. Saga heimila er samofin því samfélagi sem umlykja þau. Þau endurspegla tíðarandann, tæknistigið og söguna. En það sem er kannski áhugaverðast er að heimilið segir persónulega sögu; sögur um áherslur, smekk, viðhorf, drauma, martraðir, gleði og sorgir. Heimilið er eins og efnisleg gátt inn í...

Ralph Hannam

Þjóðminjasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Inga Lára Baldvinsdóttir
Ralph Hannam var einn af fremstu áhugaljósmyndurum á Íslandi um miðbik 20. aldar. Sjálfur lýsti hann myndatökum sínum svo:  „Hvaða verkfæri hefur maður til þess að vinna með við ljósmyndun? Það er fyrst og fremst lýsing. Gráskalinn frá hvítu yfir í svart. Sjálfur var ég hrifinn af því að hafa hvítan bakgrunn og svart mótíf á móti. Síðan er það myndbyggingin, gullinsniðið, að það sé jafnvægi í myndinni. Loks er það myndefnið. Mannlegur áhugi, form mannsins eða viðfangsefni hans. Sérstaklega þegar þetta myndar skemmtileg form. Og skurður á myndum hefur mikið að segja. Helmingur af góðri...

Ógnvekjandi náttúra

Listasafn Íslands
02.10.2016 - 14.09.2017
Sýningarstjóri: Rakel Pétursdóttir
Í stórbrotnum verkum Ásgríms Jónssonar er sýna menn og dýr á flótta undan náttúruhamförum má skynja innri átök listamannsins sem tengir okkur við líf hans og starf, sælu og þjáningar sem fylgja sköpunarferlinu þar sem slegið er á nýja strengi. Saga fátæks bóndasonar sem verður einn dáðasti listmálari þjóðarinnar er ævintýri líkust. Fjölbreytt efnistök vitna um stöðuga leit listamannsins að tjáningarformi sem hæfði ólíkum viðfangsefnum, allt frá staðbundnum landslagsmyndum til túlkunar á sagnaarfinum, íslenskum þjóðsögum og ævintýrum auk náttúruhamfara. Eldgosamyndirnar svonefndu eru byggðar á...

Valtýr Pétursson í safneign Listasafns Íslands

Listasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Dagný Heiðdal
Valtýr Pétursson (1919-1988) var í hópi þeirra listamanna sem settu svip á eftirstríðsárin á Íslandi. Valtýr var meðal brautryðjenda abstraktlistar hér á landi, afkastamikill listmálari, gagnrýnandi og virkur þátttakandi í félagsstarfi myndlistarmanna.1919–1945. UPPHAFIÐ.Til eru nokkur æskuverk eftir Valtý og eru þau elstu ársett 1932. Valtýr hóf listnám árið 1934 í teikniskóla Björns Björnssonar (1886–1939) í Reykjavík. Teiknitímana sótti hann fram á mitt ár 1936 er hann gerðist sjómaður í fullu starfi. Teikningar frá þessum tíma eru til að byrja með nostursamlega unnar en fljótlega fer að...

Konur í Nýló

Nýlistasafnið
09.09.2016 - 30.09.2017
Sýningarstjóri: Þorgerður Ólafsdóttir, Becky E...
Konur í Nýló: Verk úr safneign Nýlistasafns Sýningarstaður:  Réttir-Aðalsteinsson & Partners ehf. Klapparstig 25-27  Mynd: Vigfús Birgisson   Sýningin sem hér er til sýnis hjá Rétti er samantekt á sýningarröð Nýlistasafnsins 2015 – 2016 sem varpaði ljósi á hlut kvenna í sögu og safneign Nýló. Verkin á sýningunni fjalla um hvað hefur áunnist frá því að konur hlutu kosningarétt árið 1915 og varpa fram ótal hugmyndum um ýmsar tegundir valds, mismunandi baráttumál, innri og ytri átök sem og samhengi hlutanna. Listakonurnar sem eiga verk á sýningunni eru Svala Sigurleifsdóttir, Róska,...

101 spurning til kvenna / 101 questions to women

Nýlistasafnið
19.04.2016 - 19.08.2016
Sýningarstjóri: Þorgerður Ólafsdóttir
Sýningin 101 spurning til kvenna er sú þriðja í röðinni Konur í Nýló sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á hlut kvenna í safneign og sögu Nýlistasafnsins. Titill sýningarinnar vísar í hvað hefur áunnist frá því að knour hlutu kosningarétt árið 1915. Verkin á sýningunni hverfast um ólík baráttumal kvenna og mismunandi birtingarmyndir innri og ytri átaka. Verkin varpa fram viðbrögðum gegn hugmyndum um vald, (ó)jafnvægi, kúgun og viðteknum samfélagsvenjum - og meinum, gegnum tíðina, þá og nú.  Listamenn /Dorothy IannoneEirún SigurðardóttirFreyja Eilíf LogadóttirGuðrún Hrönn...

Skrælnun / Desiccation

Nýlistasafnið
29.04.2016 - 29.06.2016
Sýningarstjóri: Inga Björk Bjarnadóttir, Birki...
Hvernig varðveitir maður hugmynd? Hvernig eiga söfn að takast á við varðveislu listaverka sem átti hugsanlega aldrei að varðveita? Hvert er framhaldslíf verka sem snúast um ferli frekar en lokaafurð - ferðalagið frekar en áfangastaðinn. Eru skammlíf listaverk minna virði þeirra sem ætlað er að endast um ókomna tíð og auðvelt er að forverja? Verkin á sýningunni hafa sumhver tekið á sig nýja mynd eftir langa dvöl í geymslum safnsins og illmögulegt að sýna þau í upprunalegu samhengi sínu. Eru þetta enn sömu verk? Ætti frekar að geyma slík verk sem forskrift að ferli í stað efnislegra leifa...

Ásgrímur Jónsson. Undir berum himni - með suðurströndinni

Listasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Rakel Pétursdóttir
Að loknu námi við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn hraðar Ásgrímur sér heim til Íslands, frelsinu feginn með tilhlökkun í hjarta. Helsti ásetningur hans var að tengjast landinu á nýjan leik og nýta áunna þekkingu til að mála náttúru landsins og tjá þannig ást sína á landi og þjóð. Fanga augnablikið, hina síhvikulu birtu og mála úti við að hætti „plein air“-málaranna frönsku og gullaldarmálaranna dönsku, en flestir kennarar Ásgríms, svo sem Frederik Vermehren, Otto Bache og Holger Grønvold, voru af Eckersberg-skólanum. C.W. Eckersberg (1783–1853) var einn dáðasti listmálari Dana og um...

Þríund

Hönnunarsafn Íslands
09.03.2016 - 29.05.2016
Sýningarstjóri: Auður Harpa Þórsdóttir
Aníta Hirlekar fatahönnuður Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður   Samhljómur þriggja hönnuða á HönnunarMars 2016 Helga Ragnhildur Mogensen skartgripahönnuður, Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker og Aníta Hirlekar fatahönnuður hafa vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum fyrir verk sín. Hönnuðurnir eiga það sameiginlegt að fara sínar eigin leiðir til að kanna til hlítar takmörk efnisins sem þau vinna með og er niðurstaðan oft mjög kröftug þar sem yfirborð og áferð er í aðalhlutverki. Í tilefni af HönnunarMars verður opnuð sýning á nýjum...

Ísland er svo keramískt

Hönnunarsafn Íslands
09.01.2016 - 28.02.2016
Sýningarstjóri: Auður Harpa Þórsdóttir
Steinunn Marteinsdóttir er einstakur leirlistamaður í íslenskri hönnunar- og listasögu. Hún hefur á 55 ára ferli skapað afar persónulegan stíl með verkum sínum sem hún hefur mótað og unnið með krefjandi hætti. Steinunn hefur aldrei numið staðar í sinni vinnu. Afköstin hafa verið mikil og sköpunarþátturinn oft á tíðum dirfskufullur. Sé horft yfir feril hennar á þessum tímamótum má líkja honum við endalausa könnunarferð, þar sem öllu því sem má líkja við vanafestu og stöðnun er storkað. Strax á fyrstu einkasýningu Steinunnar árið 1975 var ljóst að hún er hamhleypa til verka. Nokkur hundruð...

Ámundi:

Hönnunarsafn Íslands
11.03.2015 - 31.05.2015
Verk Ámunda eru mörg hver margslungið sjónrænt táknmál. Upplifunarþátturinn í verkum hans er stór og í þeim felast leiðir til ákalls, til margræðrar túlkunar en síðast en ekki síst felst í þeim krafa, um frjálsa leið. Ýmsar þversagnir einkenna vinnu Ámunda. Krafan um frjálsa leið rímar til að mynda ekki alltaf við staðsetningu hönnuðarins, með viðskiptavininn sér við hlið og óskir komandi þaðan. Ámundi er fæddur árið 1959 og er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í...

Un peu plus

Hönnunarsafn Íslands
06.02.2015 - 31.05.2015
Sýningarstjóri: Helga Björnsson, Auður Harpa Þ...
UN PEU PLUS eða...aðeins meira   Sýningin UN PEU PLUS, á skissum og teikningum Helgu Björnsson tískuhönnuðar sýnir einn mikilvægasta þáttinn í sköpunarferlinum, þegar hugmynd er fest á blað. Heiti sýningarinnar, Un peu plus fundum við á litlu minnisblaði sem leyndist í stóru teikningasafni Helgu sem við fórum í gegnum, við undirbúning sýningarinnar. Á blaðinu voru rituð, með handskrift Helgu, tólf stikkorð á frönsku. Það var greinilegt að hún hafði valið orðin í þeim tilgangi að skerpa sýn fyrir næsta áhlaup í vinnu sinni sem tískuhönnuður í einu af hátískuhúsi Parísarborgar. Un peu...

Passaglös á Bessastöðum

Þjóðminjasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Guðmundur Ólafsson, Anna Rut G...
Bessastaðir á Álftanesi voru höfðingjasetur og ein helsta valdamiðstöð landsins öldum saman. Þar var líka aðsetur umboðsmanna konungs á Íslandi og má ætla að þeir hafi búið við nokkuð annan kost en allur almenningur í landinu. Á árunum 1987-1996 fóru fram umfangsmiklar fornleifarannsóknir í sambandi við viðgerðir og endurreisn staðarins, og þá fundust ýmsir áhugaverðir gripir. Þar á meðal 53 brot úr svonefndum passaglösum. Þá höfðu ekki áður fundist leifar af slíkum glösum annars staðar á Íslandi, en við nýlegar rannsóknir á biskupssetrunum á Hólum í Hjaltadal og í Skálholti hafa fundist...

Nína Sæmundsson. Málverk

Listasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Dagný Heiðdal
Jónína Sæmundsdóttir (1892-1965) eða Nína Sæmundsson, eins og hún kallaði sig, var fyrsta íslenska konan sem gerði höggmyndalist að ævistarfi. Hún fór ung til Danmerkur þar sem hún kynntist leir og mótaði sína fyrstu mynd. Árið 1915 hóf hún undirbúningsnám við Teknisk Selskabs Skole í Kaupmannahöfn og árið eftir fékk hún inngöngu í höggmyndadeild Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster en kennarar hennar þar voru Julius Schultz og Einar Utzon-Frank. Lauk hún námi árið 1920 og sama ár keypti Listasafn Íslands verk eftir hana sem hafði verið á Vorsýningunni í Charlottenborg 1918. Vegna...

Spegilmyndir Ásgríms Jónssonar

Listasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Rakel Pétursdóttir
Í safneign Listasafns Íslands er að finna 29 verk eftir Ásgrím Jónsson með heitinu Sjálfsmynd en þá eru ótaldar þær sjálfsmyndir sem er að finna í skissubókum listamannsins. Á vefsýningunni Spegilmyndir Ásgríms Jónssonar eru allar þær 29 myndir sem listamaðurinn málaði af sjálfum sér. Aðalsteinn Ingólfsson hefur sagt að flestar „sjálfsmyndir íslenskra myndlistarmanna, eins og raunar starfsbræðra þeirra í öðrum vestrænum löndum, snúast auðvitað um sjálft andlitið; eru tilraunir til að komast til botns í eigin persónuleika, tilfinningalífi og hæfileikum, skrásetningar á tímanum eins og hann...

Grafíkverk eftir Edvard Munch í Listasafni Íslands

Listasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Steinar Örn Atlason
Edvard Munch var ekki einungis frábær málari heldur var hann einnig einn fremsti grafíklistamaður allra tíma. Munch bjó í Berlín þegar hann steig fyrstu spor sín í grafíkinni. Það var töluverður áhugi fyrir grafík meðal myndlistarmanna í Evrópu á þessum tíma og margt bendir til þess að Munch hafi m.a. séð í grafíkinni möguleika á að koma list sinni á framfæri við miklu stærri hóp en þann sem að jafnaði kom á málverkasýningar. Það sem styrkir þessa skoðun er margítrekuð viðleitni Munchs til að lengja opnunartíma sýninga sinna fram á kvöld og um helgar til að vinnandi fólk gæti einnig notið...

Prýði / Adorn

Nýlistasafnið
14.05.2015 - 31.08.2015
Sýningarstjóri: Becky Elizabeth Forsythe
Þegar við prýðum í hefðbundnum skilningi orðsins, skreytum við einstakling eða hlut til fegrunar og áhersluauka. Verkin hér á sýningunni eiga það sameiginlegt að hverfast um orðið prýði. En ekki þannig að líta ætti á þau sem skraut eða að tilgangur þeirra sé að vera einhvers konar glingur. Í hverju verki á sýningunni má finna eiginleika prýðis sem tekur á spurningum um fegurð í samhengi hversdagsleikans. Verkin geyma hugmyndir um ákveðna afbyggingu og draga fram mótsagnir sem tengjast heimilisstörfum eða eiga uppruna í hinu skipulagða og fyrirfram ákveðna heimilisumhverfi. Hér bergmálar rýmið...

Gott hús er gestum heill

Þjóðminjasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Sigurlaug Jóna Hannesdóttir
Þegar sperrur hafa verið reistar er algengur siður að haldið sé svokallað reisugildi. Ekki er ólíklegt að siðurinn hafi borist hingað til lands frá Norðurlöndunum þar sem sterk hefð er fyrir slíkum hátíðahöldum. Í Danmörku má til að mynda finna heimildir um reisugildi í tengslum við nýbyggingu við Kaupmannahafnarháskóla frá árinu 1543. Samkvæmt orðabók Háskóla Íslands er elsta ritaða heimild um reisugildi á Íslandi frá síðari hluta 19. aldar og er hana að finna í Dægradvöl Benedikts Gröndals. Þar segir hann frá að reisugildi hafi verið haldið þann 16. júlí 1881 til að fagna byggingu...

Benedikt Gröndal - brot úr lífi og verkum

Þjóðminjasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Þorvaldur Böðvarsson, Steinar ...
Benedikt Gröndal rithöfundur og kennari við Lærða skólann er þekktastur fyrir ritstörf sín af ýmsu tagi, en hann átti líka langan feril sem skrautskrifari og teiknari og hefur þeim verkum ekki verið gefinn neinn sérstakur gaumur gegnum tíðina. Hér í þessari vefsýningu gefur að líta ýmis verk Benedikts sem mörg hver lítið hafa sést opinberlega en eiga fullt erindi við nútímann, enda gefa þau sérstaka innsýn í andlegt líf íslensku þjóðarinnar á sínum tíma. Einnig eru hér myndir úr lífi og starfi Benedikts sem sumar hverjar gefa vel til kynna stöðu hans meðal skáldjöfra 19. aldarinnar. Verkin og...

Súrrealisminn lifir / Surrealism lives

Nýlistasafnið
01.01.2015 - 31.03.2015
Sýningarstjóri: Eva Ísleifsdóttir
Já sýnum tilþrif og leggjum áherslu á undirmeðvitundina og brúkum litla skynsemi í lestri á myndum. Kannski verpir nýtingin hagnýtum tækifærum, óvarðar birtingar, óvæntar stöður. Ég tek sem dæmi meginstefnu markmiða súrrealista, en hún var einmitt með stofnfótinn í því að losa menn úr viðjum skynsemishyggju og smáborgarlegra lífshátta og gildismats. Máttur draumanna kom fram að degi til og ímyndunaraflið gat tengt saman hluti í daglegu lífi og sett í samhengi. Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Valdís Óskarsdóttir, Sara Björnsdóttir, Óþekktur listamaður, Óþekktur listamaður, Ragna...

Stofngjöf Listasafns Íslands

Listasafn Íslands
Vefsýning
Sýningarstjóri: Steinar Örn Atlason, Dagný Hei...
Stofngjöfin spannar langt tímabil og eru elstu verkin frá fjórða áratug 19. aldarinnar en þau yngstu frá um 1890. Flest verkin eru dönsk að uppruna og gefa þau breiða en nokkuð hefðbundna mynd af danskri myndlist frá þessum tíma. Eftir mikinn uppgang danskrar myndlistar fram undir miðja öldina, tók við einangrun og stöðnun í dönsku menningarlífi. Nokkrir listamannanna hafa verið valdir vegna tengsla þeirra við Ísland. Listamenn eins og Christian Blache, F. Th. Kloss, Emanuel Larsen og August Schiøtt máluðu íslenskt landslag. En einnig eru í stofngjöfinni verk eftir listamenn sem eru þekktir í...

Blind Stefna / Blind Navigation

Nýlistasafnið
18.10.2014 - 20.12.2014
Sýningarstjóri: Anna Ihle
Fyrsta safneignarsýning Nýlistasafnsins í nýju heimkynnum sínum í efra-Breiðholti bar yfirskriftina BLIND STEFNA og náði yfir valin verk sem áttu það sameiginlegt að hverfast um frásagnarformið. BLIND STEFNA var framlag Nýló til Lestrarhátíðar 2014 sem var helguð ritlist og smásögum og bar yfirskriftina Tími fyrir sögu. Nýló bauð myndlistarkonunni Önnu Ihle (SE) til samstarfs og vann hún að sýningunni í samtali við Evu Ísleifsdóttur og Kolbrúnu Ýr Einarsdóttur en þær starfa hjá Nýlistasafninu. Verkin sem valin voru úr safneigninni kallast á við áherslur Önnu í eigin verkum en hún hefur verið...

Þyrping verður að þorpi

Byggðasafn Reykjanesbæjar
29.05.2014 - 05.2024
Sýningarstjóri: Sigrún Ásta Jónsdóttir
Tilgangur sýningarinnar er að gefa innsýn í merka sögu svæðisins. Sögu sem segir af fólki sem þurfti að hafa fyrir lífinu með vinnu sinni en sá tækifærin við sjávarsíðuna. Fólki sem kom og fór, ys og þys einkenndi byggðirnar. Hér var ekki einangrun eða langt á milli bæja. Hér bjó fólk saman og þurfti að finna út hvernig málum væri best háttað.Í ár er því fagnað að 20 ár eru liðin frá því að þrjú sveitarfélög sameinuðust, Hafnir Njarðvík og Keflavík. Þótt saga hvers þeirra sé sérstök þá eiga þau mikið sameiginlegt.  Hafnirnar og Njarðvík uxu upp í kringum útvegsjarðir og í Keflavík var aðsetur...