Skip Navigation LinksForsíða > Þjóðhættir > Samkynhneigð á Íslandi - 2013-1
Deila

LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Samkynhneigð á Íslandi - 2013-1

ÞMS
Spurningaskrá 2013-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Kæri heimildarmaður.

Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna upplýsingum um samkynhneigð á Íslandi og er henni ætlað að höfða jafnt til gagnkynhneigðra sem samkynhneigðra einstaklinga. Sumar spurninganna eiga hugsanlega ekki við þína reynslu en þá svarar þú aðeins eftir því sem þú telur við eiga. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þínar eigin minningar, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum.

Spurningaskráin er samin af Þorvaldi Kristinssyni, fyrrum formanni Samtakanna 78, í samvinnu við Þjóðminjasafnið og byggir hún að hluta til á sænskri spurningaskrá um sama efni.

Leiðbeiningar

Nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þú svarar spurningunum átt þú að hafa fengið í tölvupósti og vísast til þeirra hér. Þægilegt er að svara hverri spurningu fyrir sig en einnig er möguleiki að svara hverjum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Hægt er að svara spurningaskránni í áföngum, t.d. einum kafla í einu, og halda áfram seinna. Nauðsynlegt er að vista textann við hverja spurningu.

Ekki er nauðsynlegt að svara spurningunum í réttri röð og má því frásögnin vera í samfelldu máli og algerlega frjáls, ef að þér finnst það þægilegra.

Vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan ef að einhverjar spurningar kynnu að vakna.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel að svara
Ágúst Ólafur Georgsson
fagstjóri þjóðhátta
Þjóðminjasafni Íslands
Suðurgata 43
101 Reykjavík
Sími 5302200/ 5302246
Netfang agust@thjodminjasafn.is

 

 

 

Á forsíðu er klippimynd eftir danska rithöfundinn H.C. Andersen (1805-1875).