LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Nafngjöf og skírn

ÞMS
Spurningaskrá 2003-2
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 105. Nafngjöf og skírn

Spurt um val á nafni, ættarnöfn, að vitja nafns, “að láta heita í höfuðið á”, veraldlegar nafngiftarathafnir, breytingar á nafnavenjum, skírn, guðforeldra, skírnarvatn, skírnarveislur, skírnargjafir, heimaskírn, kirkjuskírn, skemmri skírn o.fl.
Nóvember 2003. 94 svör. Tölvusett.

ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS

Þjóðháttasafn

Spurningaskrá 105. Nóvember 2003.

Nafngift og skírn

Um leið og heimildarmönnum Þjóðminjasafns er þakkað fyrir framlag sitt

á liðnum árum viljum við enn biðja þá um liðsinni, í þetta skipti til að

safna fróðleik um nafngift og skírn. Fyrst og fremst er verið að leita eftir

persónulegri reynslu og viðhorfum, en sóst er eftir fróðleik bæði úr

nútímanum og frá eldri tíð. Menn eru beðnir að gera grein fyrir því við

hvaða tímabil er átt í frásögnum. Með fylgir sérstakur pappír, og umslag

sem setja má ófrímerkt í póst, en einnig er hægt að senda svör á netfangið

hallag@natmus.is.

Með bestu kveðjum

f.h. Þjóðháttasafns

Hallgerður Gísladóttir

I NÖFN

1.1 Segðu frá vali á nafni. Eru venjur um það í fjölskyldunni hvort faðir

eða móðir ræður fyrsta nafni? Segðu frá reglum sem þú þekkir um þetta.

Segðu frá sérvisku varðandi nöfn – að vera á móti tvínefnum eða

biblíunöfnum t.d.

1.2 Var tilvonandi nafni barnsins haldið leyndu þar til á

skírnar/nafngiftardag? Hvað voru börn kölluð fyrir skírn/nafngift?

Hvernig gekk að losna við slík nöfn?

1.3 Segðu frá ættarnöfnum sem þú þekkir. Tengjast þau einhverju

sérstöku, staðarnöfnum t.d.? Hvert er viðhorf þitt til ættarnafna?

1.4 Eru til sögur af frásagnarverðum nafngiftum í ættinni? Kanntu sögur

af skrýtnum nöfnum og samsettum nöfnum, t.d. þar sem börn eru látin

heita eftir mörgum einstaklingum, stöðum eða atburðum (t.d. Hekla eftir

Heklugosi)? Hvaða eftirnöfn voru ófeðruðum börnum gefin? Veistu til

þess að varpað hafi verið hlutkesti um nöfn á óskírðu barni, eða flett

blindandi upp í nafnaskrá? Hvernig var það gert?

1.5 Þekkir þú dæmi um að heilum systkinahópi (eða t.d. tvíburum) séu

gefin sambærileg nöfn – t.d. dverganöfn (Máni, Frosti, Fjalar ...) eða eins

seinna nafn (Jón Þór, Gunnar Þór ...)? Eða nöfn með sama fyrri eða seinni

hluta (Eydís, Þórdís, Sveindís/Þorkell, Þorbjörn, Þorlákur ...)?

1.6 Hvað var það kallað er barni var gefið nafn lifandi manns (‘að láta

heita í höfuðið á’ eða annað)? Var algengt að biðja manninn um nafnið?

Var talað um ‘að láta barn njóta nafns’? Hvað felst í því? Hafði sá sem

látið var heita í höfuðið á einhverjar skyldur gagnvart barninu? Kanntu

sögur um að látið hafi verið heita í höfuðið á einhverjum í von um ábata

fyrir barnið, eða um vinskap sem til varð vegna nafnatengsla? Var

hneigð til að gefa barni nafn ógifts/barnlauss ættmennis? Þekktist að gefa

barni nafn eftir lækni eða yfirsetukonu sem hjálpaði til við erfiða

fæðingu, prestinum sem skírði barnið eða frægu fólki? Nefnið dæmi.

 

1.7 Hvað var það kallað ef barn fékk nafn látins manns (skíra eða heita

eftir t.d.)? Var ótrú á því að láta heita eftir látnu barni eða manni sem

hafði dáið í æsku? Voru ákveðin nöfn í fjölskyldum sem menn höfðu ótrú

á, t.d. vegna þess að margir með því nafni í ættinni höfðu dáið ungir eða

voveiflega? Þekktist að gefa barni nafn manns sem nýlátinn var í

nágrenninu, er það fæddist? Var það þá skírt við líkkistu hans? Hvar?

Heima eða í kirkjunni?

1. 8 Hvað var það nefnt ef konu dreymdi látinn mann, einn frekar öðrum

um meðgöngutímann (að hann vitjaði nafns t.d.)? Var það yfirleitt tekið

til greina og því trúað að barnið yrði gæfusnautt að öðrum kosti? Segðu

sögur af þessu.

1.9 Létu foreldrar barn heita nöfnum sínum til að koma í veg fyrir að

þeir eignuðust fleiri börn?

 

1.10 Var því trúað að barn líktist nafna sínum og hvað var það nefnt (að

líkjast nafni t.d.)? Hvað var það nefnt ef þetta brást (að kafna undir nafni

t.d.)?

1.11 Segðu frá veraldlegum nafngiftarathöfnum. Að hvaða leyti eru þær

frábrugðnar venjulegum skírnarathöfnum (val á degi, athöfn, veisla, gjafir

t.d.)? Eru einhverjir í fjölskyldu eða vinahópi sem hafa haft það hlutverk

oftar en einu sinni að gefa börnum nafn? Hvers vegna velja menn að gefa

nafn á óhefðbundinn hátt? Hvert er viðhorf þitt gagnvart því að sniðganga

kirkjulega skírn?

1.12 Hvert er viðhorf þitt gagnvart því að tengja saman skírn inn í

samfélag kirkjunnar og nafngjöf eins og venja er?

1.13 Hvað finnst þér um breytingar á nafnavenjum í seinni tíð? Hvernig

nöfn finnast þér falleg? En miður falleg? Nefndu dæmi.

1.14 Kannt þú nafnavísur? Eru einhverjar slíkar til í þinni fjölskyldu?

2. SKÍRN

2.1 Hvernig var skírnardagur valinn? Hvað líður yfirleitt langur tími frá

fæðingu til skírnar/nafngiftar? Hefur þetta breyst á undanförnum

árum/áratugum? Þekkir þú dæmi um að systkinum sé gefið nafn/skírð í

‘kippum’, þ.e. mörg saman þar sem stutt er á milli barna í systkinahópi?

2.3 Lýstu undirbúningi skírnar. Lýstu skírnarfötum (skírnarkjóll,

skírnarhúfa t.d.). Hvernig var skírnarhúfa notuð? Hvernig litir áttu

að/máttu vera á skírnarfötum? Eru til skírnarföt með sögu í fjölskyldunni?

Hafa börn sérstaka gripi með sér til skírnar? Hverjum var boðið í

skírnarathöfn/skírnarveislu? Var nauðsynlegt að bjóða ákveðnu fólki?

2.4 Hvernig eru guðforeldrar/skírnarvottar valdir og hvert er hlutverk

þeirra? Hvernig var sambandi fólks við guðforeldra sína háttað þegar

fram í sótti? Hverjir halda barni undir skírn og tilkynna nafn þess?

Þekkist að ljósmóðir haldi börnum undir skírn?

2.5 Nefndist úrfelli eða regn, er barn var flutt til skírnar, skírnarskúr?

Þekkir þú nokkra trú varðandi skírnarskúr? En annarskonar veðurlag á

skírnardegi? Er eitthvað sérstakt sem á að gera eða þarf að varast á undan

eða eftir skírn (t.d. á leiðinni að og frá skírnarkirkju)?

2.6 Er venjulega skírt í kirkju í þinni fjölskyldu? Ef ekki, hvar er þá skírt

(heima, kapellu, sjúkrahúsi, úti)?

2.7 Hvernig ílát var haft undir skírnarvatn þegar skírt var í heimahúsum?

Mátti nota ílát í hvað sem var eftir að búið var að skíra upp úr því? Segðu

frá merkilegum skírnarfontum. Mátti skíra fleira en eitt barn upp úr sama

skírnarvatni? Var sérstakur klútur til taks til að þerra höfuð barnsins eftir

skírnina (skírnarklútur)? Hvað var gert við skírnarvatnið eftir á? Var því

hellt niður á sérstökum stað? Var höfð trú á því til lækninga? Hvernig?

2.8 Var tekið mark á því ef barn grét mikið við skírn?

2.9 Voru sérstök ‘skírnarkerti’ látin loga við athöfnina?

2.10 Lýsið skírnarveislu. Í hverju er skírnarveisla frábrugðin öðrum

fjölskylduveislum, t.d. fermingarveislum eða jólaboðum? Segðu frá því

sem var/er við hæfi að bjóða fólki í skírnarveislu fyrr og nú.

2.11 Segðu frá skreytingum í skírnarveislu. Hvernig eru skírnarkerti og

hvenær fóru þau að tíðkast? En borðar í bleikum eða bláum lit eftir því

hvers kyns skírnarbarnið er? Hvernig eiga skírnarblóm að vera? Þekkja

menn til þess að útbúnir séu borðar með nafni skírnarbarns til að skreyta

með í skírnarveislunni?

2.12 Voru börnum gefnar skírnargjafir? Hvað helst? Kort, kveðjur og

skeyti – hvenær fór slíkt að tíðkast? Fengu foreldrar, guðforeldrar eða

prestur gjafir eða kveðjur á skírnardegi?

2.13 Var algengt að klippa lokk úr hári barns eftir skírnina og geyma?

Hvað nefndist hann (skírnarhár t.d.)?

2.14 Hver er munurinn á heimaskírn og kirkjuskírn (annar en húsnæðið)?

Hefur þú skoðun á því hvort sé heppilegra?

2.15 Hver skírði skemmri skírn, ef þörf krafði (ljósmóðirin t.d.)? Var því

trúað að veikt barn myndi öðlast bata við skírn? Þekkir þú þá trú að barn

sé berskjaldaðra gagnvart ýmsum hættum fyrir skírn – t.d. að ekki megi

fara út með barnið fyrir skírn?

2.16 Var nokkur trú varðandi börn sem skírð voru milli pistils og

guðspjalls í messu, eða um skírnardag og skírnarstund?

2.17 Hvert er viðhorf þitt til skírnarinnar og staðfestingar skírnarheitsins

við fermingu?

2.18 Segðu frá eftirminnilegum skírnarathöfnum. Segðu frá

skírnarathöfnum þar sem stálpuð börn eða fullorðnir voru skírðir.

Kannast menn við orðið skírnarpeli? Í hvaða merkingu? Kannast menn

við málsháttinn: ‘Það er ekki vandskírt fátækra barn’? Upplýsingar um

myndir, gripi og annað efni sem skírn og nafngift tengist eru vel þegnar.

/