LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Alþýðlegar veðurspár og veðurþekking

ÞMS
Spurningaskrá 2009-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 110. Alþýðlegar veðurspár og veðurþekking

Spurt er um veðurspár og veðurþekkingu Íslendinga. Heimildafólk er beðið um að fjalla um veðurspámenn í víðu samhengi, veðurspár bæði á landi og úti á sjó, hegðun dýra með tilliti til veðurfars og veðurdrauma, veðurvísur, málshætti og margt fleira.

Mars 2009.

Spurningaskrá 110

Mars 2009

Spurningaskrá um alþýðlegar veðurspár og veðurþekkingu

Leiðbeiningar

Þú ert beðin(n) um að segja frá þinni eigin reynslu en ekki er nauðsynlegt að svara

spurningunum í réttri röð og má því frásögnin vera í samfelldu máli. Allar upplýsingar

eru mikils virði jafnvel þótt svör fáist ekki við öllum atriðum. Ýmis fróðleikur sem ekki

er spurt sérstaklega um mætti gjarnan fá að fljóta með. Ágætt væri ef þú svaraðir í

tölvupósti en það er alls ekki skilyrði. Ef að þú vilt fremur svara á pappír getum við

sent þér bréfsefni og umslag sem má setja ófrímerkt í póst.

Með því að svara samþykkir þú um leið eftirfarandi yfirlýsingu sem heimildamenn

þjóðháttasafns Þjóðminjasafns Íslands gera að öllu jöfnu:

Ég afhendi hér með þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands meðfylgjandi skrif til

varðveislu. Ég lýsi því jafnframt yfir að mér er kunnugt um og veiti samþykki mitt til

þess að gögnin tilheyri þjóðháttasafninu og að það nýti þau í þágu minjavörslunnar í

landinu og almennings samkvæmt lögum. Þetta þýðir að safninu er heimilt að skrá

gögnin í rafrænan gagnagrunn og gera þau aðgengileg öðrum söfnum, ein sér eða í

gagnagrunni, um tölvunet eða með öðrum aðferðum sem síðar kunna að tíðkast.

Einnig að gögnin séu afrituð í þágu annarra safna og almennings.

Persónulegar upplýsingar um heimildarmann

Nafn og heimilisfang.

Fæðingardagur og ár.

Hvar ertu fædd(ur) og uppalin(n), hvar hefur þú einkum dvalist á fullorðinsárum og við

hvað hefur þú starfað?

Nöfn, fæðingarár, fæðingarstaðir og atvinna foreldra.

2

Veðurspámenn og veðurspeki

Hversu algengt er að ræða um veðrið að þínu mati? Þjónar það einhverjum öðrum

tilgangi en að huga að veðurhorfum? Hefur þetta breyst á undanförnum árum?

Þekkir þú til fólks sem kann/kunni að spá í veður? Hversu algengur telur þú að þessi

hæfileiki sé eða hafi verið? Hvaða skýringar eða ástæður liggja helst að baki þessari

gáfu?

Spáir/spáði fólk saman í veðrið? Hversu algengt er/var það og við hvaða tækifæri

helst?

Hvernig er/var tekið mark á alþýðlegum veðurspám? Segðu frá spám sem ýmist

gengu eftir eða ekki.

Hvort eru/voru veðurspár og þekking á veðri fremur einstaklingsbundin eða

sameiginleg vitneskja hóps eða byggðarlags? Hve mikið af þessari hefð telur þú að

tengist einstaka persónum og hvað tengist hópnum?

Segðu frá verðurglöggu fólki sem þú kannast/kannaðist við. Hvort eru þetta fremur

konur eða karlar, eldri eða yngri persónur?

Gengur veðurgleggni í erfðir svo þú vitir til? Nefndu dæmi.

Hvernig spáir/spáðir þú í veður? Kanntu einhver dæmi um spár sem þú lærðir eða

heyrðir?

Hver kenndi þér að ráða í veðrið og undir hvaða kringumstæðum? Var þér sagt til

eða lærðir þú þetta á annan hátt? Hvað máli skiptir reynsla eða eftirtekt?

Kannast þú við að sömu fyrirbæri gagnvart veðri séu túlkuð á mismunandi eða

einstaklingsbundinn hátt?

Við hvaða tækifæri er/var helst spáð í veður? Hve oft er/var það gert og hvenær dags

helst (t.d. á morgnana, oft á dag)?

Hvar er/var helst skyggnst til veðurs á sjó eða landi? Eru/voru eyktarmörk notuð til

viðmiðunar? Greinið sérstaklega frá nafngiftum og örnefnum í þessu sambandi.

Hvernig finnur/fann fólk veðrabrigði á sjálfum sér (t.d. gigtarverkir, skaplyndi)?

Hvert er hlutverk alþýðlegra veðurspáa og veðurþekkingar í dag, á tímum veðurspáa

í fjölmiðlum og í vísindum? Hefur þú orðið var við miklar breytingar hvað þetta snertir

og hverjar telur þú vera helstu ástæðurnar fyrir því?

3

Hvernig telur þú að sú vitneskja sem felst í alþýðlegum veðurspám geti nýst í

framtíðinni, og þá hverjum?

Berðu saman styrkleika og veikleika alþýðlegra veðurspáa gagnvart vísindalegum

veðurspám sem gerðar eru til dæmis á Veðurstofu Íslands.

Himinn og haf

Hvernig er/var lesið í skýjafar á himni? Lýsið mismunandi gerðum og heitum bólstra

eða skýja og hvernig þau tengjast veðurspám.

Hvernig er/var spáð í ský á eða yfir fjallstindum og hlíðum, við jökla, og hvaða

merkingu hefur það?

Á hvern hátt vísar þoka til veðurs yfir dölum eða í fjallshlíðum? Hvað með hillingar

eða skýjaþykkni á himni eftir heitan dag?

Hvaða spágildi hafa regnbogi, norðurljós, rigning, þrumur eða eldingar?

Er/var tekið mark á stjörnumerkjum og einstökum stjörnum, t.d. miðað við hve mikið

þær blika eða titra? Hvaða veðri er þá von á?

Lýsið veðurteiknum tengdum sól og mána. Hvaða merkingu hefur morgun- eða

kvöldroði, litur tunglsins, í hvaða átt það kviknar, hvort það sé vaxandi eða

minnkandi, rosabaugur o.s.frv.?

Hvað merkja skýja- eða þokubakkar með hafi eða við hafsbrún?

Geta vindáttir, sjólag, straumar, brim eða litur á hafi sagt fyrir um veður og á hvaða

hátt?

Segið frá öðrum veðurspám eða veðurþekkingu í tengslum við fiskveiðar og sjósókn.

Land og veður

Hvernig eru/voru veðurspár í sambandi við slátt og heyvinnu? Kannastu við eitthvað

sem menn þurfa sérstaklega að varast í þessu sambandi?

Þekkirðu/þekktirðu til manna sem fyrstir fóru að slá tún, t.d. í óþurrkatíð, þannig að

nágrannarnir fylgdu í kjölfarið? Hvað hafa/höfðu slíkir menn fyrir sér?

Hvernig er/var tekið mark á gróðri, ástandi túna, berjasprettu o.fl. þess háttar?

4

Hvaða forspárgildi hefur fanndýpi, hve snemma snjóar í fjöll og hve skaflar liggja þar

lengi?

Hvernig getur árniður, fosshljóð, vatnsmagn í lækjum og vötnum sagt fyrir um veður?

Kannastu við náttúruhljóð sem tengdust sögum af yfirnáttúrulegum fyrirbærum á borð

við útburði, sbr. útburðarvæl?

Hvað segja vindáttir, veðurdynur og sjávarhljóð um komandi veðráttu?

Er/var tekið mark á ef frýs saman sumar og vetur? Þykir það góður eða slæmur

fyrirboði?

Nefndu örnefni sem tengjast veðri og vindum.

Dýr sem veðurboðar

Hvernig er/var ráðið í veður af hegðun húsdýra? Eru/voru slíkar ráðningar langtíma-

eða skammtímaspár?

Er/var talið að sauðfé, t.d. forystukindur séu veðurglöggar? Hvernig lýsir það sér?

Geta mýs, rottur, refir eða heindýr sagt fyrir um veðrabrigði? Á hvaða hátt?

Hvaða veðurspár eru fólgnar í flugi land- eða sjófugla, hljóðum eða hátterni? Við

hvað er/var miðað? Er eitthvað lagt upp úr mismunandi komutíma farfugla?

Teljast sumir fuglar hafa meiri spágáfu en aðrir? Hverjir helst?

Á hvern hátt spá selir, hnísur, höfrungar og stórhveli fyrir veðri?

Hefur hegðun fiska eða sjávarafli gildi gagnvart veðráttu? Hvað með marglyttur og

krabba?

Hvernig er/var hægt að ráða í fiskigöngur út frá veðri eða vindáttum?

Segðu frá veðurspám sem taka/tóku mið af hegðun ýmissa smádýra á borð við

köngulær, ánamaðka og flugur?

Draumar

Dreymir þig fyrir veðri? Á hvaða hátt? Hvað er t.d. fyrir brælu, góðviðri, harðindum,

regni, snjókomu, sólskini, þurrki?

5

Hversu algengt er að dreyma fyrir veðri, bæði hjá þér persónulega og af öðrum? Er

þessi eiginleiki hugsanlega bundinn við störf, kyn eða aldur?

Hvaða atriði er vert að hafa í huga þegar draumur fyrir veðri er ráðinn, s.s. dýr, litir,

fjöldi, stærð?

Hvort dreymir fólk fyrir veðri fremur til lengri eða skemmri tíma, t.d. fyrir heilli vertíð,

vetrar- eða sumarveðri?

Er þér kunnugt einhverja sem eiga draumkonu eða draummann? Hvernig fékk maður

hana/hann eða missti? Um hvaða persónu er að ræða, lifandi eða látna?

Heldur þú að fólk trúi fremur á drauma sem það dreymir á ákveðnum nóttum ársins

eða vikunnar? Hvaða nóttum?

Notar þú eða aðrir sem þú þekkir draumaráðningarbækur? Hvaða bækur helst?

Veðurvísur og málshættir

Þekkirðu einhvern kveðskap sem tengist veðurboðum, t.d. minnis- eða

veðurfarsvísur?

Greindu frá þeim málsháttum, orðatiltækjum eða spakmælum tengdum veðri sem þú

þekkir

Nefndu dæmi um orð sem höfð eru um mismunandi gerðir veðurs, skýjarfar, þoku

o.fl. (t.d. bræla, hvítalogn, strekkingur, Maríutása). Hvað merkja þessi orð?

Ýmislegt

Hafa/höfðu menn trú eða ótrú á ákveðnum dögum í vikunni eða almanaksárinu í

sambandi við veður? Hvaða daga er helst um að ræða?

Hvernig geta/gátu dauðir hlutir, s.s. húsakynni, skip eða önnur farartæki sagt fyrir um

veður?

Segðu frá notkun loftvogar við veðurspár. Lýstu því hvernig hún er/var notuð til að

spá fyrir um veður.

Segðu frá fleiri tegundum veðurspáa sem þú kannast við, svo sem að spá í spil,

bolla, innyfli dýra o.fl.

6

Telur þú að hægt sé að hafa áhrif á veður með einhverju hátterni eða athöfnum?

Hvað þarf að gera til að veðrið verði gott og hvað þarf helst að varast í þessu

sambandi, hvort sem það er á sjó eða landi?

Kannastu við frásagnir um fyrirboða gagnvart veðri eða náttúruhamförum? Að menn

hafi fengið hugboð eða aðvaranir á yfirnáttúrulegan hátt? Bresti í fjöllum eða

undarleg hljóð á undan vondum veðrum?

Hvaða breytingar hafa helst orðið á alþýðlegum veðurspám og verðurþekkingu á

síðustu árum?

Annað sem þú vilt taka fram.

7

/