LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Innileikir

ÞMS
Spurningaskrá 2000-3
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 100. Innileikir

Leitað er eftir persónulegum minningum heimildarmanna um innileiki og leikföng í eigin bernsku svo og barna og barnabarna ef um þau er að ræða. Spurt er um leikföng, bækur, hverjir helst gáfu leikföng og af hvaða tilefni, hvaða orð voru notuð um leikföng, heimatilbúin leikföng, fjöldaframleidd leikföng, eftirminnilegustu leikföngin, geymslu á leikföngum, leggi, skel, horn, kjálka, söfnun á myndum, hvar og hvenær var leikið sér, að segja sögur, spil, tafl, leiki með blað og blýant, orða- og þululeiki, gátur, skrítlur, skondnar vísur, söngleiki, hringdansa, hlutverkaleiki, myndbönd, tölvuleiki, jólaboð, afmæli, einelti o.fl. 
Nóvember 2000. 126 svör. Tölvusett.

Skrá 100. Innileikir

Þjóðminjasafn Íslands

Þjóðháttadeild

Nóvember 2000.

Hér kemur út önnur af tveimur fyrirhuguðum spurningaskrám um leiki. Þjóðminjasafn sendi

út spurningar um svipað efni á áttunda áratugnum en nú er spurt um nýrra tímabil og

jafnframt gert ráð fyrir að heimildarmenn á öllum aldri svari. Menn eru fyrst og fremst beðnir

að setja á blað sínar persónulegu minningar um efnið og gjarnan hvernig leikirnir og

leikföngin hafa breyst þar sem þeir þekkja best til – í þeirra bernsku, svo og barna og

barnabarna ef um þau er að ræða. Ekki er endilega ætlast til að spurningunum sé svarað einni

af annarri, heldur má nota þær til að styðjast við þegar eigin reynsla er rifjuð upp.

LEIKFÖNG

Hvað fékkst þú margar jólagjafir/afmælisgjafir/sumargjafir? Hverjir gáfu helst leikföng og af

hvaða tilefni? Var algengt að gefa bækur? Hvað var mest spennandi að fá í gjafapökkunum,

bækur, kubba, tölvuleiki eða “mjúka pakka” t.d.? Segið frá uppáhalds barnabókunum ykkar?

Hvaða orð voru notum um leikföng (leikföng, dót, gull)? Var talað um dúkkur eða brúður?

Voru notuð önnur orð en hér er gert um einhver leikföng?

Bjuggu börn sér sjálf til leikföng, t.d. báta og bíla úr tré og blikki; dúkkulísur, blævængi, báta,

skutlur, smellur eða gogga úr pappír? Voru einhverjir nærhendis sem bjuggu til leikföng fyrir

krakka – t.d. flautur úr tvinnakeflum eða tálguð dýr?

Segðu frá eftirminnilegustu leikföngum þínum á hverju aldursskeiði. Manstu eftir: upptrektum

eða rafknúnum leikföngum, kubbum (myndakubbum, stafakubbum, SÍBS-kubbum, lego-
kubbum) púsluspilum, bílum, bátum, flugvélum, járnbrautalestum, byssum, sverðum,

dúkkum, dúkkufötum, dúkkurúmum, dúkkuvögnum, dúkkuhúsum, bollastellum, böngsum,

saumadóti, smíðadóti, litabókum, dúkkulísum, playmó, barbí, póní o.s.frv.? Manstu eftir

leikföngum sem keypt voru í útlöndum og ekki fengust hér? Segðu frá atvikum sem tengjast

tilteknum leikföngum.

Hvar voru leikföngin geymd? Hvað var sú hirsla kölluð? Voru einhver leikföng svo fín að

ekki mátti leika sér með þau hversdags? Var sumum stillt upp til húsprýði?

Notaðir þú eða einhverjir sem þú þekktir “gömlu” leikföngin: horn, kjálka, leggi, völur,

skeljar, tvinnakefli, þeytispjöld úr tölum o.s.frv.?

Safnaðir þú einhverju sem barn, t.d. servíettum, glansmyndum, leikaramyndum, frímerkjum,

star-wars körlum? Segðu frá safninu þínu, ef svo var. Hvernig var það geymt? Hvað varð um

það?

LEIKIR

Hvar og hvenær léku heimildarmaður og félagar hans sér helst í innileikjum? Var sérstakt

barnaherbergi á heimilum sem miðað var við – eitt eða fleiri? Hvað voru mörg börn um

herbergi ef svo var?

1

Að segja sögur. Söfnuðust krakkar saman í dimmt herbergi að kvöldi til að segja hvert öðru

drauga- eða hryllingssögur? Segið frá slíkum tilvikum og/eða sögum ef svo er.

Spil. Hvaða spil voru helst spiluð á 52 spil? Hvaða spil af öðru tagi (mylla, refskák, matador,

lúdó, fótboltaspil o.þ.h.)? Áttir þú eða spilaðir slík spil?

Tafl. Tefldir þú í bernsku? Hvenær lærðirðu það og af hverjum?

Leikir með blað og blýant (t.d. sjóorrusta og “að hengja mann”). Lýsið slíkum leikjum. Hvar

voru þeir helst leiknir?

Orða- og þululeikir (t.d. Frúin í Hamborg, Skip mitt kom af hafi í gær). Hvaða slíkum

leikjum manst þú eftir? Lýsið þeim.

Gátur, skrítlur og skondnar vísur. Látið gjarnan fljóta með eitthvað af slíku sem ykkur er

eftirminnilegt, ekki síst það sem krakkar höfðu fyrir sig en voru ekki að flíka við fullorðna

fólkið. Ortu krakkar sjálfir vísur? Kváðust menn á?

Söngleikir – hringdansar (t.d. Fram fram fylking, Í grænni lautu). Hvaða leikjum manst þú

eftir af því tagi? Hvernig voru söngtextarnir? Voru einhverjir þeirra frekar strákaleikir en

stelpuleikir eða öfugt? Hvar var helst farið í þá og af hvaða tilefni?

Hlutverkaleikir. Segið frá hlutverkaleikjum t.d. mömmuleik, bófaleik, læknisleik o.s.frv.

Léku krakkar sér í auðum bátum, bílum eða húsum í slíkum leikjum eða öðrum?

Aðrir leikir. Lýsið öðrum innileikjum sem þið þekktuð t.d. að heilsa, að leika bókatitla, að

pottloka, að fela hlut/pant eð leikjum sem ekki eru nefndir hér.

Barnamyndbönd, tölvuspil, tölvuleikir. Hvar og hvenær muna menn fyrst eftir slíku?

Jólaboð, afmæli. Voru sérstakir leikir leiknir í slíkum boðum eða öðrum? Hvaða leikir?

Hvernig hefur þetta breyst á síðustu árum og áratugum?

Einelti. Muna menn dæmi þess að krakkar sameinuðust gegn einum í leikjum, t.d. að láta

einhvern tapa sem var sérstaklega tapsár?

2