LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Minnisvísur

ÞMS
Spurningaskrá 2000-2
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 99a. Minnisvísur

Spurt um vísur sem menn hafa gert til minnis um margvíslega hluti, svo sem námsgreinar í skóla, bæjanöfn, örnefni, innkaup eða annað. 
Apríl 2000. 141 svör. Tölvusett.

Minnisvísur
Um minnisvísur eru til bækurnar Landfræðilegar minnisvísur, Stærðfræðileg formúluljóð og Stafsetningarljóð eftir Einar Bogason frá Hringsdal, Íslandssöguljóð eftir Örn Snorrason og Latnesk - íslenskar vísur eftir Björn Halldórsson. Alþekktar minnisvísur eru til dæmis Abcd, Ap, jún, sept, nóv og Í Dóná falla Ísar Inn... Minnisvísur geta líka verið ærnafnavísur, bæjanafnavísur eða vísur um örnefni á ákveðnum stöðum, um það hvernig þekkja skuli vaxandi tungl, innkaupalistar, mataruppskriftir og margt margt fleira. Hér eru dæmi um minnisvísur:
Þessi mun vera eftir Ragnar Þorsteinsson sem var skólastjóri á Eskifirði:
Ef radíus þú reikna skalt
þú ritar flatarmálið allt,
deilir í það djarft með pí
og dregur kvaðratrót af því.


Þessi sem greinilega er gerð fyrir vorprófin, er eftir Hjörleif Hjartarson:
Bráðum fæðast lítil lömb
lifna blóm í görðum
-keppur, laki, vinstur, vömb
og verða að lambaspörðum.

Hér er beðið um minnisvísur sem menn kunna að þekkja, gamlar eða nýjar. Einnig ábendingar um menn sem eru að gera eða hafa gert minnisvísur. Minnisromsur eða aðferðir af ýmsu tagi til að muna ákveðna hluti eru einnig vel þegnar svo og fróðleikur sem tengist þessu efni.

/