LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Ljósvakinn. Útvarp og sjónvarp

ÞMS
Spurningaskrá 1999-4
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 98. Ljósvakinn. Útvarp og sjónvarp

Spurt er um hvenær útvarp kom fyrst á heimilið, hvar fólk heyrði fyrst í útvarpi, um erlendar útvarpsstöðvar, fyrstu útvarpstækin og hvað þau voru nefnd. Spurt er um sérstaka útvarpsþætti sem ekki mátti missa af, um einstaka liði dagskrár s.s. fréttir, auglýsingar, sögulestur, útvarpsleikrit, barnatíma, erindi, tónlist, tungumálakennslu, stjórnmálaumræður og guðsþjónustur og um jarðarfarir í útvarpinu. Spurt er um breytingar á vinnulagi eða stundaskrá. 
41 svör. Tölvusett.

Skrá 98. Ljósvakinn. Útvarp og sjónvarp

Hljóðvarpið

1. Minnist þú þess þegar útvarpið kom á bæinn/heimilið?

2. Hvar og hvenær heyrðir þú fyrst í útvarpi?

3. Hlustaðir þú á erlendar stöðvar í æsku?

4. Hvernig voru fyrstu útvarpstækin?

5. Hvað voru útvarpstækin nefnd (radíó, radíotor, viðtæki t.d.)?

6. Voru komin rafhlöðutæki áður en rafmagnið kom?

7. Útvarpsrafhlöður og rafgeymar. Hvað nefndust þau tæki í daglegu tali? Lýsing á þeim og

hleðslu þeirra (þar á meðal ferðir milli bæja og/eða byggðarlaga til þess að fá hlaðið). Sögur

og endurminningar tengt þessu.

8. Hvernig voru fyrstu útvarpsnotin? Var útvarpið "sparað" t.d. vegna hleðslunnar?

9. Koma rafmagnsknúinna útvarpstækja - hverju breytti hún?

10. Hvaða þýðingu hafði útvarpið fyrir a)heimilislífið, b)félagslífið í sveitinni?

11. Minnist þú einhverra sérstakra útvarpsþátta eða "fastra liða" sem ekki mátti missa af?

12. Einstakir liðir í dagskrá. Hversu mikið var á þá hlustað? Atvik og minningar tengd

flutningi einstakra dagskrárliða. Fréttir: Erlendar og innlendar. Fréttaskýringar (frá útlöndum).

Áhrif þessa á afstöðu manna til ýmissa málefna jafnvel heimsmyndina. Auglýsingar: Hvaða

gildi höfðu þær fyrir fólk utan Reykjavíkur? Sögulestur. Útvarpsleikrit. Barnatímar. Erindi.

Tónlist, létt og sígild. Hlutverk þessa efnis í tónlistaruppeldi landsmanna. Tungumálakennsla -

notfærðir þú þér hana við nám? Stjórnmálaumræður. Hvaða áhrif höfðu þær á afstöðu til

einstakra stjórnmálamanna? Jafnvel skoðanir fólks. Guðsþjónustur - sunnudagsmessurnar,

jólamessurnar. fylgdi þeim tiltekinn hátíðleiki við hlustun, eða voru þær eins og hvert annað

útvarpsefni?

13. Um tíma var siður að útvarpa jarðarförum. Minnist þú þessa og ef svo er, var almennt

hlustað á þetta útvarpsefni eða hlustuðu menn einkum á jarðarfarir einhverra nákominna eða

kunnugra. Telur þú að það hafi einhverju ráðið um það hvort fólk mætti til jarðarfara að þeim

var útvarpað? Saknaði fólk þess þegar þessu var hætt?

14. Breytti útvarpið vinnulagi eða "stundaskrá" á þínu heimili (mjaltatíma, matmálstímum,

hvenær gengið var til náða, farið á fætur og svo framvegis)?

15. Áhrif útvarps og sjónvarps á tómstundir fólks (t.d. föndurkennsla í sjónvarpi,

tungumálakennsla o.fl.).

16. Einstakir útvarpsmenn sem eru sérstaklega minnisstæðir.

17. Áður fyrr vildi það koma fyrir að útvarpssendingar rofnuðu t.d. vegna rafmagnsleysis, eða

þegar endurvarpsstöðvar fóru úr sambandi, t.d. í illviðrum. Gerðist þetta oft, og við hvaða

aðstæður? Er eitthvert sérstakt atvik þér minnisstætt sem tengist þessu?

18. Rás-2, manstu eftir komu hennar?

19. Hvaða áhrif hafði hún á útvarpshlustun á sínum tíma?

20. Nýju útvarpsstöðvarnar, hlustaðir þú á þær? Geturðu lýst áhrifum þeirra?

21. Er hlustað á erlendar útvarpsstöðvar á þínu heimili? Ef svo er, hverskyns efni þá helst?

Sjónvarpið

1. Hvar og hvernig kynntist þú sjónvarpi fyrst?

2. Hafðir þú aðgang að sjónvarpi annars staðar en á þínu eigin heimili?

3. Horfðir þú á sjónvarpið frá Keflavíkurflugvelli ("Kanasjónvarpið")? Hver var afstaða

almennings til þeirra útsendinga, og telur þú að hún hafi á einhvern hátt tengst

stjórnmálaskoðunum fólks (t.d. afstöðu þess til varnarliðsins)? Eru einhverjir sérstakir þættir

úr "kanasjónvarpinu" svokallaða þér sérlega minnisstæðir (Bonanza, Gun-Smoke t.d.)?

4. Hvenær kom sjónvarp á þitt heimili?

1

5. Hvaða þýðingu hafði sjónvarpið fyrir heimilislífið, þáttöku fólks í félags- og

skemmtanalífi?

6. Minist þú einhverra sérstakra sjónvarpsþátta eða "fastra liða" sem ekki mátti missa af?

7. Sérstakir sjónvarpsþættir. Hve mikið var á þá horft? Fréttir og fréttaskýringaþættir.

Innlendir þættir. Erlendir fræðsluþættir. Framhaldsmyndaflokkar. Kvikmyndir. Barnaefni.

Innlent fræðsluefni (t.d. tungumálakennsla, föndur og handverk).

8. Breytti sjónvarpið vinnulagi, matmálstímum, hvíldarvenjum eða félagslífi heimilisfólks?

9. Áhrif sjónvarpsins á almenna stjórnmálaumræðu og ímynd stjórnmálamanna.

10. Nýjar sjónvarpsstöðvar. Hve mikið horfir þú á þær?

11. Er horft á erlendar sjónvarpsstöðvar á þínu heimili?

12. Viltu leggja mat á það hvernig hlutverk/þýðing útvarps og sjónvarps hefur breyst sem

liður í heimilislífi almennings nú á dögum frá því sem áður var?

13. Samkeppni sjónvarpsstöðva - hvaða áhrif (ef einhver) hafði hún að þínu mati á íslenskt

sjónvarpsáhorf almennt? En heimilishætti (t.d. ágreining við yngri kynslóðina á heimilinu um

það hvað skuli horft á) eða jafnvel fjölda sjónvarpstækja á heimilinu?

Ríkisútvarpið sem öryggistæki

1. Minnist þú einhvers sérstaks atburðar þar sem Ríkisútvarpið hefur gegnt sérstöku miðlunar-
og upplýsingarhlutverki?

2. Hvernig myndir þú meta hlutverk Ríkisútvarpsins í almannavörnum þegar válegir atburðir

verða, t.d. vegna náttúruhamfara?

3. Útvarpið á miðunum. Hlutverk þes fyrir sjófarendur.

2

/