LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Jólaboð

ÞMS
Spurningaskrá 2000-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 99. Jólaboð

Spurt um jólaboð í fjölskyldu og kunningjahópi heimildarmanns, um undirbúning slíkra boða, tímasetningu og tilhögun, verkaskiptingu, húsnæði, ferðir, mat, fatnað, drykki, leiki og spil. 
Apríl 2000. 141 svör. Tölvusett.

Skrá 99. Jólaboð 
 
Jólaboð 
 
Flestir sækja einhver jólaboð þar sem fjölskyldur og kunningjar hittast og njóta veitinga. Oft 
 
tengjast þeim fastar hefðir í mat, leikjum, klæðnaði og fleiru. Markmiðið með þessari 
 
spurningaskrá er að safna upplýsingum um slíkar hefðir, ekki síst um það hvernig þær hafa 
 
breyst á undanförnum árum og áratugum og hvernig þær eru í dag. Því er skránni ekki 
 
einvörðungu beint til eldra fólks, heldur til allra þeirra sem hafa vilja og getu til að svara, á 
 
hvaða aldri sem þeir eru. 
 
Er haldið jólaboð í þinni fjölskyldu þar sem öll stórfjölskyldan kom/kemur saman? Hvernig er 
 
þetta skipulagt? Fer fjölskyldan ef til vill í fleira en eitt jólaboð á ákveðnum tímum? 
 
Segðu frá undirbúningi jólaboða þegar þú varst barn. Var alltaf sama fólkið ár eftir ár í 
 
boðunum? Hvernig var veislan boðuð? Undirbjó alltaf sama fjölskyldan boðið eða skiptust 
 
menn á um að halda það? Þekktust jólaboð þar sem allir boðsmenn lögðu sinn skerf til 
 
veislunnar? Ef þetta hefur tekið breytingum, t.d. þannig að farið sé að leigja húsnæði eða 
 
kaupa tilbúinn mat segið þá frá því hvenær og hvers vegna það gerðist. 
 
Voru ákveðin jólaboð alltaf á sama tíma? Segið frá ferðalögum í jólaboð, farartækjum, 
 
vandkvæðum vegna veðurs og færðar, eða öðru sem þessu tengist. 
 
Fjölskyldumenn eru beðnir að segja frá því hvernig tilhögun jólaboða breyttist við að stofna 
 
fjölskyldu. Fóru menn þá frekar til foreldra karlsins eða konunnar í jólaboð? Hvenær snérist 
 
þetta við og foreldrarnir fóru að koma til heimildarmanns í jólaboð, ef slíkt gerðist? Þekkja 
 
menn til vandræða sem urðu í fjölskyldum vegna jólaboða? Hefur verkaskipting kynjanna 
 
breyst varðandi jólaveisluhöld þar sem þú þekkir til? 
 
Var spilað eða farið í leiki? Lýsið því, ef svo var? Var gengið í kring um jólatré? 
 
Voru jólaboðin matar- eða kaffiboð? Á hvaða tíma dags og hvað stóðu þau lengi? Lýsið því 
 
sem á borð var borið og hvernig það hefur breyst? Hvenær fór til dæmis eftirfarandi að sjást í 
 
jólaboðum: smurt brauð, salöt af ýmsu tagi, brauðtertur, þeyttur rjómi, ávextir í sykurlegi, 
 
austurlenskir réttir? Segið frá meðlæti og frá því hvaða réttir heyrðu saman? Hvaða réttir hafa 
 
átt sérstakan sess í jólaboðum í ykkar fjölskyldu eða kunningjahópi og þá á hvaða tímabili? 
 
Eru sumir réttir keyptir tilbúnir? Búa sömu manneskjurnar alltaf til ákveðna rétti? Höfðu 
 
menn áfengi um hönd í jólaboðum? Hvernig hefur það breyst? Hvernig var borðið dekkað? 
 
Var sérstakur borðbúnaður notaður í jólaboðunum, dúkar, servíettur, borðskraut eða annað? 
 
Hvenær heyrðu menn orðið jólahlaðborð og hvað merkti það þá? 
 
Tilheyrði að bjóða fólki sem var á einhvern hátt öðruvísi í jólaboð þó að það væri að öllu 
 
jöfnu ekki í boðum hjá fjölskyldunni - t.d. einstæðingum eða andlega fötluðu fólki? 
 
Voru/eru menn sérstaklega fínir í jólaboðum? Hafa/höfðu t.d. einhverjar konur það fyrir sið að 
 
klæðast þá íslenska búningnum? 
 
Segið frá myndum eða munum sem þið kunnið að eiga og tengjast þessu efni. Væru menn 
 
tilbúnir að lána slíkt á sýningu, ef um væri beðið? 
 
1