LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Vegavinna

ÞMS
Spurningaskrá 1996-3
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 90. Vegavinna

Spurt m.a. um tilhögun ráðningar, vinnutíma, vinnubrögð, föt og aðbúnað, hreinlæti, matarhætti og tóbaksneyslu, samskipti í vinnunni, veikindi og slys, vélvæðingu, vinnuflokka, stjórnendur, ráðskonur, tómstundir, dularfull fyrirbæri, myndir og gripi. 
Mars 1996. 112 svör. 92 tölvusett.

Skrá 90. Vegavinna
 
Heimildaöflun um vegavinnu, sem þessi spurningaskrá er hluti af, er samvinnuverkefni 
 
Vegagerðarinnar og þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands. 
 
Þeir sem kunna að fá þessa skrá en hafa ekki verið í vegavinnu eru beðnir að segja frá því sem 
 
þeim er minnisstætt varðandi vegavinnu, mannvirki, vegavinnumenn og atburði sem tengdust 
 
vegavinnuflokkum. Eigi menn engar minningar varðandi þetta efni eru þeir beðnir að koma 
 
skránni til einhverra sem efnið þekkja eða endursenda hana í meðfylgjandi umslagi sem merkt 
 
er Þjóðminjasafni Íslands og má láta ófrímerkt í póst. 
 
Engin von er til þess að menn geti svarað öllu sem um er spurt, en spurningarnar eru fyrst og 
 
fremst til þess að létta upprifjunina. Menn eru beðnir að velja það úr sem þeir þekkja, og láta 
 
annað ekki rugla sig. Ekki er endilega nauðsynlegt að fara nákvæmlega eftir tölusettum 
 
spurningum, frásögn getur verið í samfelldu máli, ef mönnum finnst það betra. 
 
I RÁÐNING 
 
1. Hvernig atvikaðist að þú hófst störf við vegagerð og hvenær byrjaðir þú fyrst að vinna þar? 
 
Hvernig fór ráðningin fram?
 
2. Var þetta eitthvað sem þig langaði til að gera? Hvers vegna/hvers vegna ekki? Var það 
 
skýrt frá byrjun hvaða starfi þú áttir að gegna? 
 
3. Þurftir þú að ferðast langt til að komast á vinnustað? Hvað hafðir þú meðferðis í 
 
vegavinnuna? 
 
4. Hvernig voru fjölskylduhagir þínir á þessu tímabili? Kom sér vel eða illa fyrir fjölskylduna 
 
að þú færir í vegavinnu? 
 
5. Var vegavinnan árstíðabundin hjá þér? Hversu margir mánuðir á ári? Hvað gerðir þú á 
 
veturna ef vegavinnan var sumarvinna? Hvaða áhrif höfðu þau umskipti á fjölskyldu þína og 
 
búsetu? 
 
6. Hvenær hófst vegavinnan á vorin og hvenær lauk henni á haustin? 
 
II VINNUTÍMI 
 
1. Hvenær og hvernig vaknaðir þú til vinnu. Hvenær áttir þú að byrja að vinna á morgnana? 
 
Vakti einhver einn alla hina, þegar menn voru að vinna í flokkum? Byrjaði einhver að vinna á 
 
undan öðrum við að undirbúa dagsverkið?
 
2. Hvenær lauk vinnu á daginn? Hvað hafði mest áhrif á lengd vinnudagsins? 
 
3. Hvernig var frídögum háttað? 
 
4. Á hvaða tíma voru matar- og kaffihlé tekin og hversu löng voru þau? Hvert var farið? Hvað 
 
var gert annað en að borða? Varð breyting á kaffi- og matartímum á því tímabili sem þú 
 
þekktir til vegavinnu? Voru gerð önnur vinnuhlé yfir daginn? 
 
5. Kom fyrir að menn vildu ekki vinna eins lengi á daginn og yfirmenn ætluðust til? Hvers 
 
vegna? Hvernig var litið á það af vinnufélögum og yfirmönnum? Var borgað fyrir eftirvinnu? 
 
Hvernig, ef svo var? 
 
1
 
III VERKLAG 
 
1. Segðu sem nákvæmast frá vinnubrögðum í vegagerðinni. Hvaða verkfæri og flutningstæki 
 
voru notuð? Kom fyrir að fólk legði til eigin verkfæri í vinnunni?
 
2. Hvaða störf hafðir þú með höndum í vegavinnunni? Lýstu vinnubrögðunum og þeim 
 
verkfærum og áhöldum sem þú notaðir. 
 
3. Lýstu venjulegum vinnudegi hjá þér á einhverju tilteknu tímaskeiði, t.d. nálægt miðri öld. 
 
4. Voru störfin misjafnlega skemmtileg eða leiðinleg? Hvers vegna? 
 
IV FÖT OG AÐBÚNAÐUR 
 
1. Lýsið algengasta vinnufatnaði, hlífðarfötum, fótabúnaði og höfuðfötum - ef þau tíðkuðust á 
 
annað borð. Hvernig varst þú búinn í vinnunni? 
 
2. Hvernig voru vistarverurnar ef menn voru í vinnubúðum? Hvað deildu margir tjaldi/skúr? 
 
Hvaða innanstokksmunir voru þar? Þótti mönnum þessi aðbúnaður frumstæður? Batnaði hann 
 
á meðan þú varst í vegavinnu? Hvers vegna, ef svo var? 
 
V HREINLÆTI 
 
1. Hvernig var umgengnin í vinnubúðunum? Hver sá um að þrífa og hvað oft var það gert? 
 
2. Hvernig var hreinlætisaðstöðu háttað? Hvert sóttu menn vatn? Hversu oft þvoðu menn sér 
 
venjulega eða rökuðu og hvernig? Hvers konar sápu/sjampó/rakáhöld/handklæði o.s. frv. 
 
notuðu menn? Var leitað til nærliggjandi bæja til að komast í bað? Var eitthvað um lús? 
 
3. Voru alltaf kamrar við búðirnar? Hvar gengu menn þarfa sinna ef svo var ekki og eins ef 
 
þeir voru að vinna fjarri búðunum? 
 
4. Skiptu menn oft um föt? Hvernig, hvenær og hversu oft voru föt þvegin, gert við, stoppað í 
 
sokka o.fl.? 
 
VI MATUR OG TÓBAK 
 
1. Hvernig var staðið að matseld og matarinnkaupum? Höfðu menn skrínukost eða 
 
matarfélag? Hver sá um innkaup og hvar var verslað? 
 
2. Hvar borðuðu menn og drukku kaffið? Hvernig borðuðu menn og hvað drukku þeir með? 
 
Borðaði allt starfsfólkið saman?
 
3. Var setið við eitt borð eða mörg? Hverjir sátu saman? Sátu menn yfirleitt í sömu sætum? 
 
Hvað var helst talað um í matar- og kaffitímum? Þurfti stundum að skipta vinnuflokknum og 
 
borða tvisvar vegna fjölda? 
 
4. Hvað var haft í nesti þegar menn tóku með sér? Hvernig var því pakkað og hvar var það 
 
geymt? Ef mönnum var færður matur, hver gerði það og hvernig var um hann búið? Hvernig 
 
staði völdu menn sér þegar þurfti að borða eða drekka úti? Voru sumir með mat með sér að 
 
heiman, þó aðrir borðuðu í mötuneyti? 
 
5. Notuðu margir tóbak? Hvers konar tóbak var aðallega notað? T.d. vindlar, sígarettur (úr 
 
búð eða heimavafðar), píputóbak, neftóbak, munntóbak? Nefnið algengustu tegundir. Tóku 
 
2
 
menn sérstök reykingahlé? Eða til að taka í nefið? Neyttu menn tóbaks í vinnunni eða bara í 
 
kaffi- eða matarhléum? Hvernig voru reykingar liðnar af þeim sem ekki reyktu? 
 
VII SAMSKIPTI Í VINNUNNI. 
 
1. Hvernig gekk samvinnan í vegavinnunni? Voru samskipti vinnufélaga góð og gott 
 
samkomulag? Var rígur á milli hópa sem unnu mismunandi hluta verks? 
 
2. Manstu eftir dæmum um glettni eða stríðni? Eða um að reynt væri að snúa á nýliða? Hvaða 
 
áhrif hafði það á menn að verða fyrir slíku? Urðu sumir starfsmenn öðrum fremur fyrir 
 
stríðni? Hvers vegna ef svo var? 
 
3. Var hægt að tala saman meðan á vinnu stóð? Hver voru vinsælustu umræðuefnin 
 
(reynslusögur, kjaftasögur, kvenfólk, pólitík, bílar, vélar t.d.)? Manstu eftir einhverjum 
 
sérstökum sögum, eða atburðum sem menn töluðu mikið um á þessum tíma? 
 
VIII VEIKINDI OG SLYS 
 
1. Voru vegavinnumenn oft fjarverandi vegna veikinda?
 
2. Hafði vinnan áhrif á heilsufarið? Fylgdu henni einhver sérstök óþægindi (bakverkur, 
 
höfuðverkur, kvef t.d.)? Til hvers mátti rekja þau (t.d. stellinga, álags, hávaða eða vosbúðar í 
 
vinnunni)? Var þetta rætt í vinnunni og var reynt að bæta heilsuspillandi aðstæður? 
 
3. Hversu algeng voru slys í vegavinnunni (varðst þú t.d. fyrir einhverju slysi)? Segðu frá 
 
vinnuslysum sem þú vissir af. Hver var algengasta orsök vinnuslysa? Fengu menn bætur 
 
vegna slysa sem urðu í vinnunni? Var reynt að bæta mönnum á annan hátt? 
 
4. Vissir þú um einhver dauðsföll í vegavinnunni? Hvers vegna, ef svo var? Hvernig var 
 
brugðist við? Voru líkin strax flutt burt og þá hvert? Fóru vinnufélagarnir til útfararinnar? 
 
IX VÉLVÆÐING 
 
1. Hvar var vélvæðingin á vegi stödd þegar þú varst að byrja í vegavinnunni? Hvernig leist 
 
mönnum á vélarnar? Hver voru þín fyrstu kynni af þessari tækni? Óttuðust menn að vélar 
 
tækju vinnuna frá þeim? 
 
2. Með hvaða vélar vannst þú? Lýstu þeim og hvernig var að vinna við þær? 
 
3. Var hættulegt að vinna við vélarnar? Hvers vegna? Voru einhver störf sem sérstaklega 
 
hættulegt var að vinna? Hver vann þau? Hvaða varúðarráðstafanir voru gerðar? Var mikill 
 
hávaði í vélunum? 
 
4. Hvaða breytingar áttu sér stað samfara nýrri tækni í vegavinnunni? Hafði tæknin mikil áhrif 
 
á afköstin? Hvernig breyttist vinnan? Hafði þessi nýja tækni einhver áhrif á samband 
 
vinnufélaga? 
 
X VINNUFLOKKAR, VERKSTJÓRAR, RÁÐSKONUR 
 
1. Hvað voru vegavinnuflokkarnir stórir sem þú starfaðir með? Hvernig voru þeir samsettir? 
 
Hversu algengt var, að konur væru í vegavinnu? Þekkja menn kvennavegavinnuflokka, sbr. 
 
forsíðumynd á þessari skrá? Hvert var viðhorf manna gagnvart konum í vegavinnu? Hvað tók 
 
samstarfsfólk þitt sér fyrir hendur þegar vinnu sleppti?
 
3
 
2. Eru einhverjir vinnufélaganna þér minnisstæðari en aðrir? Segið frá þeim. 
 
3. Var algengt að fólk úr sömu fjölskyldu ynni saman í vegagerðinni? Voru fleiri úr þinni 
 
fjölskyldu í vegavinnu? Hvað fannst þér um það? Hafði það áhrif á samskipti við aðra 
 
vinnufélaga? Getur þú nefnt dæmi? 
 
4. Lýsið virðingaröðinni í vegavinnunni. Hverjir nutu mestrar virðingar? En minnstrar? 
 
Hvernig lýsti þetta sér? 
 
5. Hverjir völdust sem verkstjórar eða flokksstjórar? Hvaða eiginleikum þurftu þeir að vera 
 
búnir? Hvernig var sambandið á milli verkstjóra/flokksstjóra og undirmanna? En 
 
verkstjóra/flokksstjóra og yfirmanna? 
 
6. Lýsið hlutverki ráðskvenna í starfi og leik vegavinnuflokka. Segið frá vinnuaðstöðu, 
 
áhöldum og öðrum aðbúnaði sem ráðskona hafði. Hvernig konur völdust helst í 
 
ráðskonustörf? Voru það stundum eiginkonur eða ættingjar verkstjóra? Hvaða kostum þurfti 
 
ráðskona að vera búin til að vera "góð ráðskona"? Fylgdu því vandkvæði að vera kona í 
 
karlahópi? Segið frá því, ef svo var. Voru ástarsambönd eða hjónabönd ráðskvenna og 
 
vegavinnumanna algeng? Kom fyrir að menn kepptu um ástir ráðskonu, jafnvel svo að 
 
missætti eða handalögmál leiddi af? 
 
XI KAUP OG KJÖR
 
1. Hvernig þóttu kjörin í vegavinnunni? Fannst þér þú hafa vel upp úr þér? Hvernig gekk að 
 
framfleyta fjölskyldu af þessum launum? Höfðu aðrir í fjölskyldunni einhverjar tekjur? 
 
2. Var unnið í akkorði í vegavinnunni? Á hvaða tímabilum, ef svo var? Hvernig var akkorðið 
 
skipulagt og hvaða áhrif hafði það á vinnuna? Hvað fannst mönnum um akkorðsvinnu á 
 
þessum tíma? Var vegagerð boðin út og lægsta boði tekið í þinni sveit? 
 
3. Ræddu menn kaup og kjör? Var launamunur milli manna í vegavinnunni? Hvernig, ef svo 
 
var? Hvaða munur var á kjörum karla og kvenna? Hafði þetta áhrif á samskipti fólks á 
 
vinnustaðnum? 
 
4. Gerðu menn eitthvað til að bæta launin? Kom til deilna eða verkfalla út af launamálum? 
 
Hvaða áhrif hafði það á samskipti á vinnustað? En tengslin við yfirmenn og viðhorf til þeirra? 
 
Hvaða afstöðu tóku verkstjórar varðandi launamál undirmanna sinna? 
 
XII UTAN VINNUTÍMA 
 
1. Hvað var gert eftir að vinnu lauk á kvöldin (spilað, teflt, lesið, sagðar sögur, sungið, farið 
 
með kveðskap, ort eða annað)? Kanntu vísur sem urðu til í vegavinnunni? Tóku menn 
 
stundum tappa úr flösku? Hvenær helst, ef svo var? Kanntu sögur af eftirminnilegum 
 
atburðum sem slíkt hafði í för með sér? 
 
2. Fóru menn heim um helgar? Ef svo var ekki, hvað höfðu menn þá fyrir stafni? Fóru menn í 
 
spariföt á sunnudögum? 
 
3. Segið frá trúarlífi (bænir, kirkjuferðir eða annað). 
 
4. Var haldið upp á afmæli þeirra sem voru í vegavinnunni? Hvernig, ef svo var? 
 
4
 
5. Tilheyrðu ákveðnir siðir því þegar ákveðnu verki eða vegarkafla var lokið? En þegar vinnu 
 
lauk á haustin? 
 
XIII ÁHRIF OG VIÐHORF
 
1. Hvaða áhrif höfðu vegavinnuflokkarnir á lífið í sveitunum? Settu þeir einhvern svip á 
 
sveitalífið? Hvernig, ef svo var? Var sótt þjónusta til heimafólks á nærliggjandi bæjum? Var 
 
slík þjónusta eftirsóknarverð og eitthvað upp úr henni að hafa? 
 
2. Var vegavinnan þakklátt starf? Hvert var viðhorf almennings gagnvart vegabótum og 
 
vegavinnumönnum? Var deilt um forgangsröðun verkefna í vegagerðinni? 
 
3. Segið frá því hvernig þér finnst viðhorf fólks til vegavinnu og vegabóta hafa þróast. 
 
Hvernig álítur þú að standi á þessum breytingum? 
 
XIV DULARFULL FYRIRBÆRI 
 
Manstu eftir einhverjum óútskýranlegum atvikum sem hentu í vegavinnunni (óvæntar bilanir, 
 
undarleg slys, álagablettir, huldufólk, draugar, galdrar t.d.)? Dreymdi menn fyrir veðri eða 
 
atvikum í framtíðinni? Var mark tekið á slíku?
 
XV ANNAР
 
Ljósmyndir, sögur, vísur eða annað sem viðkemur vegavinnu er vel þegið á Þjóðminjasafni. 
 
Menn geta fengið aftur frummyndir ef þeir eru viljugir að lána ljósmyndir til eftirtöku. Ef 
 
menn vita um verkfæri, gripi, vélar eða gömul mannvirki sem tengjast vegagerð væri gott að 
 
fá upplýsingar um slíkt. 
 
Gott væri að fá ábendingar um heimildarmenn sem hugsanlega mætti fá til að svara þessum 
 
spurningum.
 
5