LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Brúðkaupssiðir

ÞMS
Spurningaskrá 2002-2
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 103. Brúðkaupssiðir á seinni hluta 20. aldar

Hér er fólk beðið að segja frá minningum sínum um trúlofun og brúðkaup, eigin eða annarra, nú á dögum og undanfarna áratugi.
Mars 2002. 49 svör. Tölvusett.

Skrá 103. Brúðkaupssiðir á seinni hluta 20. aldar

Hér á eftir er fólk beðið að segja frá minningum sínum um trúlofun og brúðkaup, eigin eða

annarra. Ætlunin er að safna fróðleik um brúðkaupssiði nú á dögum og undanfarna áratugi og

eru atriðin sem hér eru nefnd til hjálpar við upprifjun engan veginn tæmandi. Ekki er

nauðsynlegt að hafa sjálfur gift sig til að svara spurningunum og ekki heldur að svara þeim

öllum. Menn geta kosið að svara nafnlaust en þá er ákjósanlegt að greint sé frá tímasetningu

atburða og landssvæði. Fólk má gjarnan lýsa eigin viðhorfum og væntingum til þeirra atburða

sem lýst er.

Nöfn heimildarmanna, af báðum kynjum, eru fengin með úrtaki úr þjóðskrá af öllu landinu.

Fyrir hönd þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands,

þökkum við þátttakendum fyrir þeirra framlag:

Hallgerður Gísladóttir og Sigrún Kristjánsdóttir.

Mikilvægt er að þeim sem senda þjóðháttadeild Þjóðminjasafns svar við þessari spurningaskrá

sé ljóst að litið er svo á að þeir séu í leiðinni að samþykkja að svarið tilheyri gagnasafni

þjóðháttadeildar og að deildin nýti það í þágu minjavörslunnar í landinu og almennings

samkvæmt lögum. Þetta þýðir að þjóðháttadeild megi skrá svarið í gagnagrunn á rafrænum

formi, gera það aðgengilegt almenningi og öðrum söfnum, eitt sér eða í gagnagrunni, um

tölvunet eða með öðrum aðferðum sem nú eru þekktar eða síðar kunna að tíðkast. Einnig að

svarið sé afritað í þágu annarra safna, eitt sér eða sameiginlega og í þágu almennings. Rétt er

að benda á að persónuupplýsingar eru ekki notaðar á nokkurn hátt annan en flokkun og

úrvinnslu gagna.

Nafn:

Heimilisfang:

Starf:

Fæðingardagur og ár:

 

Nafn föður:

Starf:

Uppeldisstaður:

Fæddur:

 

Nafn móður:

Starf:

Uppeldisstaður:

Fædd:

 

1. Bónorð eða ekki bónorð?

- aðdragandi giftingar

- var borið upp bónorð? - ef svo var, hvar, hvernig, hver spurði?

- var ,,öruggt" að svarið yrði já?

- vissi einhver annar hvað til stóð?

- voru hringar eða annað (gjafir, tákn) notað?

- trúlofun - hversu löng?

- annað

 

2. Ákvarðanatökur / undirbúningur

- val á degi

1

- kirkja - eða ekki - af hverju?

- prestur - eða ekki - af hverju?

- hver var hlutur foreldra?

- hver borgaði?

- veislusalur / heimili / veitingar

- föt - lánuð eða leigð -litaval

- skreytingar

- gestir - hvar er línan dregin? - fjölskylda eða vinir meira áberandi

- tilhlökkun, kvíði, væntingar

- annað

 

3. Gæsa- / steggjapartý

- lýsið reynslu ykkar af gæsa-/steggjapartýjum

- skipulagning - hverjir, hvernig?

- hvað var gert?

- var viðkomandi sóttur? - hvernig?

- allt óvænt?

- var brúður/ brúðgumi ánægð(-ur) með uppátækið?

- annað

 

4. Athöfn

- var brúður leidd inn kirkjugólf og gefin?

- ef svo er, hver leiddi hana?

- hvaða tónlist - hvernig valin?

- hringar

- brúðarmeyjar / sveinar

- sætaskipan

- ljósmyndun

- stemning / eftirminnileg augnablik

- annað (t.d. mismunur á athöfnum og stemningu hafi fólk gifst oftar en einu sinni)

 

5. Veisla;

- hvernig matur/drykkur, raðað til borðs, setið -staðið?

- var staðurinn skreyttur, -hvernig?

- voru aðkeypt skemmtiatriði eða heimagerð, ræður, tónlist ??

- gjafaborð?, gjafir teknar upp?

- fóru brúðhjónin snemma úr veislunni, hélt veislan áfram?

- annað

 

6. Annað

- lýsið að öðru leyti því sem er eftirminnilegt við brúðkaupsdaginn og

dagana á undan og eftir

- var brúður borin yfir þröskuld

- brúðarsængin - sérstök sængurföt eða skreytingar, morgunverður í rúmið?

- brúðkaupsferð - hvert / hvers vegna?

- sérstakar venjur í fjölskyldunni eða byggðarlaginu

- óvenjuleg brúðkaup

- annað

2

/