LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Andlát og útför á seinni hluta 20. aldar

ÞMS
Spurningaskrá 2003-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 104. Andlát og útför á seinni hluta 20. aldar

Í þessari spurningaskrá er leitað er eftir minningum og viðhorfi fólks til dauða, greftrunar og sorgar á síðari hluta 20. aldar. Spurt er um feigðarboða, banalegu, andlát, sjálfsvíg, hlutverk presta, umbúnað látinna, kistu, kistulagningu, húskveðjur, minningarathafnir, viðbrögð við andláti, undirbúning jarðarfarar, útför, erfidrykkju, sorg, samúðarkveðjur, minningargreinar, þátttöku barna í sorgarferlinu, útvarpsjarðarfarir, myndatökur og breytingar á útfararsiðum.
Febrúar 2002. 99 svör. Tölvusett.

Skrá 104. Andlát og útför á seinni hluta 20. aldar

Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands

Spurningaskrá 104

Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands hefur um langt skeið safnað fróðleik um þjóðhætti á

Íslandi. Í verkefninu Trúarsiðir á 20. öld sem Kristnihátíðarsjóður styrkir er ætlunin að kanna

svið sem vel flestir þekkja frá einhverri hlið, siði og venjur í kringum skírn, fermingu,

brúðkaup og jarðarför á seinni hluta 20. aldar. Okkur langar til að fara þess á leit við fólk að

það skrifi minningar sínar með hliðsjón af eftirfarandi spurningalista og leggi þannig sitt af

mörkum til að varðveita viðhorf og venjur sem snerta þennan viðkvæma hluta mannlífsins.

Spurningarnar sem fylgja geta hjálpað til við upprifjun en ekki ber að taka þær of bókstaflega.

Þó að menn kjósi að skrifa aðeins um eitt af atriðunum sem þar eru nefnd getur það komið að

gagni. Fyrst og fremst er hér verið að slægjast eftir minningum og viðhorfi einstaklinga.

Sögur úr fortíð og nútíð sem varða þetta efni eru vel þegnar.

1. Feigð

Hefurðu orðið vör/var við feigðarboða, eða heyrt um slíkt (hugboð, drauma, annað)?

Eru sérstök draumtákn sem merkja feigð eða yfirvofandi dauðsfall?

Kannastu við fólk sem taldi sig sjá feigð á öðrum?

2. Banalega og andlát

Er rætt við hinn deyjandi um það sem framundan er? Kannastu við að deyjandi fólk leggi

áherslu á að ljúka ákveðnum verkefnum eða gera upp óuppgerð mál? Veistu til að fólk hafi

látið í ljós hinstu óskir varðandi tilhögun útfarar, sálmaval, prest, líkmenn eða annað?

Hefur þú orðið vör/var við breytingar á dánarstað fólks, þ.e. heimahús/stofnun, á síðari hluta

20. aldar?

Hvert er hlutverk presta eða annarra trúarleiðtoga í því að búa menn undir dauða sinn og

styðja aðstandendur? En í tilfelli skyndilegra dauðsfalla? Hafa orðið breytingar á þessu?

Hefur þáttur sjúkrahúsa/útfararstofa í andláts- og útfararferlinu breyst síðustu áratugi?

Hverjir eru viðstaddir andlát fólks? Hefur orðið breyting þar á á síðari hluta 20. aldar? Hefur

þátttaka aðstandenda aukist eða minnkað?

Hefur þú orðið vitni að eða heyrt um andlátsorð manna og/eða svipi við andlát þeirra?

Segðu frá viðhorfum þínum til dauðans og (hjá)trúarhugmyndum um þetta efni sem þú

kannast við? Hver eru viðhorf þín til sjálfsvíga? Þekkirðu hugmyndir um það hvert sálir þeirra

fara eftir dauðann? Þekkirðu til hjálparstarfs við þá sem fara skyndilega (í bænahópum t.d.)?

3. Eftir andlátið

Segðu frá fyrstu viðbrögðum eftir andlát? Hvernig eru nábjargir veittar?

Láta menn logandi kerti, sálmabók eða annað hjá hinum látna?

Með hvaða hætti eru aðstandendur og aðrir látnir vita?

Hvernig er umbúnaði líks háttað? Taka ættingjar/vinir einhvern þátt í því?

Er vakað yfir líki? Hvernig er því hagað, ef svo er?

Segið frá skipulagningu dagana eftir andlát. Hvernig velja menn útfararhátt (greftrun, bálför)

útfararstofnun, líkklæði, kistu, prest (eða aðra) til að sjá um athafnir, kirkju, sálmalög,

skreytingar, söngskrá, texta í auglýsingar, myndir, líkmenn, kirkjugarð, húsnæði fyrir

erfisdrykkju og veitingar eða annað sem þarf að taka ákvörðun um á þessum tíma? Hverjir

taka þessar ákvarðanir?

Hverjir bera kostnaðinn ef hinn látni á ekki fyrir útförinni?

Hvernig hefur þetta breyst, ef heimildarmenn muna tímana tvenna?

1

4. Umbúnaður í kistu og kistulagning

Segið frá líkklæðum og umbúnaði í kistu? Var eitthvað sett með í kistuna (t.d. sálmabók,

persónulegir hlutir)?

Hvar fer kistulagning fram og hverjir eru boðaðir þangað? Lýsið athöfninni.

Þekkirðu að haldið sé kaffisamsæti eftir kistulagningu?

5. Húskveðja, kveðjuathöfn, minningarathöfn

Segið frá húskveðjum og/eða kveðjuathöfnum og minningarathöfnum. Með hvaða hætti fara

slíkar athafnir fram, hvar, hverjir eru viðstaddir, hvernig hafa þær breyst og hvaða tilgangi

finnst heimildarmanni þær þjóna?

6. Útför

Lýsið útfararathöfn: ræðu, tónlistar/ljóðaflutningi/ skreytingum/ kistuburði eða öðru?

Hefur tónlistarflutningur og sálmaval breyst á síðustu áratugum?

Hafa aðstandendur áhrif á það hvernig prestur háttar ræðu sinni?

Hvernig líkræður finnast þér bestar?

Þekkirðu til þess að líkræðu sé sleppt við kirkjulega útför? Hvers vegna?

Eru aðstandendur við kirkjudyr að taka á móti gestum?

Eru “útfarir í kyrrþey” algengari en áður?

Segðu frá eftirminnilegum/óvenjulegum athöfnum af þessu tagi og viðhorfum þínum til útfara

án kirkjulegar þjónustu (önnur trúarbrögð, nýbúar, trúleysi).

7. Líkbrennsla/greftrun

Hvort finnst þér líkbrennsla eða greftrun ákjósanlegra form? Hvers vegna?

Hvaða munur finnst þér vera á athöfnum þegar annars vegar er um líkbrennslu að ræða en

hins vegar greftrun?

Segðu frá varðveislu, dreifingu og/eða greftrun á ösku.

Hverjir taka gröf í kirkjugarði og hvernig er borgað fyrir það?

Hvað ræður oftast vali á grafarstæði? Þekkirðu til þess að menn láti taka frá fyrir sig

grafarstæði við hliðina þegar nákominn ættingi deyr og jafnframt að menn versli með eða

skipti á fráteknum grafarstæðum?

Lýstu jarðsetningu.

Hverjir fara með í kirkjugarðinn? Fækkar þeim eða fjölgar í seinni tíð?

Hvernig er líkfylgdinni háttað?

Segðu frá heimagrafreitum, greftrun og grafreitum fyrir ófullburða börn og ösku, vitir þú um

slíkt. Segðu frá ljósum og öðrum skreytingum á leiðum og viðhorfi þínu til slíks.

8. Erfisdrykkjur

Hvaða tilgang finnst þér erfisdrykkjur hafa?

Segðu frá erfisdrykkjum sem þú hefur verið í, veitingum, ræðuhöldum, samúðaróskum, stað

og öðru sem þér finnst skipta máli.

Er algengt að kvenfélög eða önnur félög taki að sér að sjá um erfisdrykkjur þar sem þú þekkir

til? Hvernig er annars staðið að þeim?

Hvernig finnst þér erfisdrykkjur hafa breyst á undanförnum árum/áratugum?

9. Samúðaróskir, minningargreinar, sorg

Hvernig er algengast að koma á framfæri samúðarkveðjum og stuðningi þegar dauðsfall ber

að höndum þar sem þú þekkir til (hafðu í huga fjölskyldu, ættingja, vinasamfélag og

vinnufélaga)? Segið einnig frá formlegum aðferðum, blómum, kortum, skeytum,

minningargreinum t.d.

2

Hvað finnst þér um minningargreinar? Finnst þér rétt að fólk skrifi um sína allra nánustu – t.d.

maka, börn?

Er algengara nú en fyrr að menn ræði um sorgina og leiti sér stuðnings (trúarleiðtoga,

sálfræðinga, styrktarhópa t.d.) til að vinna úr henni?

Þekkirðu til starfs í stuðningshópum, s.s. sorgarfélögum, bænahringjum eða hjá öðrum sem

sinna slíkum málum?

Hvað telur þú að sé skynsamlegast að gera til að létta sorgarferlið?

10. Börn

Hvernig breytast þessir hlutir eftir því hvort um er að ræða skyndilegt dauðsfall, ungt fólk,

börn eða gamalt fólk?

Hver er þátttaka barna í sorgarferlinu þegar ástvinur deyr? Hefur það breyst síðustu áratugi?

Hvernig, ef svo er og hver er ástæðan?

Segðu frá viðbrögðum barna við dauðsföllum og dæmum um hugmyndir þeirra um það hvert

hinir látnu fara.

11. Ýmislegt

Er eitthvað sem þér finnst að hafi áberandi breyst upp á síðkastið í öllu þessu ferli?

Áttu einhverjar minningar tengdar útvarpsjarðarförum eða jarðarförum frægra persóna í

sjónvarpi?

Þekkirðu til hópútfara (t.d. vegna sjóslysa eða snjóflóða)?

Veistu til þess að fólk taki og varðveiti ljósmyndir af líkum ástvina sinna? En ljósmyndir

og/eða vídeómyndir við kistulagningu, útför eða erfisdrykkju? Hvernig er farið með

myndir/myndbönd af þessu tagi?

Hvað finnst þér vera “þjóðlegt”, eða “séríslenskt” í útfararsiðum nútímans? Segðu frá notkun

þjóðernistákna við andlát og útför (t.d. fánar, ættjarðarljóð).

Veistu til þess að eigum fólks hafi verið fargað eftir andlát þess? Ef svo er, hvers vegna var

það gert og hvernig?

Kannast þú við sögur um kviksetningu eða sjúklega hræðslu við kviksetningu? Hefurðu heyrt

um ráð til að koma í veg fyrir slíkt?

Hefur þú farið á miðilsfund til að ná sambandi við látinn ættingja/vin eða kanntu sögur af

slíku? Veistu af öðrum leiðum sem fólk hefur notað til að ná sambandi við látinn ættingja eða

vin?

Upplýsingar um myndir eða gripi sem gætu nýst þegar kemur til bókarskrifa eða

sýningarhalds um efnið eru vel þegnar.

3

/