LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Lýsingu vantar

Stúdentalíf

ÞMS
Spurningaskrá 1998-3
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Skrá 95. Stúdentalíf

Spurt m.a. um námsval, væntingar, fjöldatakmarkanir, kennslu, kennara og próf, íþróttir, annað félagslíf og skemmtanir, nám á erlendri grund og um það hvernig nám nýttist í lífinu að loknum skóla. 
Október 1998. 49 svör. Send þeim sem útskrifuðust úr Háskóla Íslands fyrir 1960. Tölvusett.

Skrá 95. Stúdentalíf
 
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands 
 
Spurningaskrá 95
 
Spurningaskrá um stúdentalíf er samvinnuverkefni Skjalasafns Háskóla Íslands og 
 
þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns. Ætlunin er að safna saman heimildum um líf íslenskra 
 
stúdenta fyrr á öldinni. Eftirfarandi spurningar eru til að hjálpa fólki að rifja upp, en menn 
 
geta skrifað í samfelldu máli eða svarað hverri spurningu fyrir sig, eftir því hvað hentar. Fyrst 
 
og fremst er verið að leita eftir persónulegri reynslu hvers og eins, en síður því sem líklegt er 
 
að hafi ratað á skjöl eða bækur. Við vonum innilega að þið bregðist vel við þessu erindi. 
 
1. Upphaf náms 
 
Á hvaða árum stundaðir þú nám við Háskóla Íslands? Hvaða nám lagðir þú stund á og hvað 
 
réð valinu? Hverjar voru hugmyndir þínar um skólann, greinina og kennarana áður en þú 
 
byrjaðir? Hvernig samræmdust þessar væntingar veruleikanum? Voru ákveðnar námsgreinar 
 
eða deildir vinsælli en aðrar á þessum árum? Var munur á námsvali stúlkna og pilta?
 
Hvernig var skráningu í nám háttað? Voru einhverjar fjöldatakmarkanir við lýði? Fékkst þú 
 
háskólaborgarabréf? Hvaða þýðingu hafði það, ef svo var?
 
Urðu nemendur að gangast undir læknisskoðun? Var þá leitað að einhverju sérstöku?
 
2. Kennsla og aðstaða
 
Hvernig var kennsluaðstaða? Í hvaða stofu (og byggingu) var þín grein aðallega kennd? 
 
Hvernig leit stofan út? Eru einhverjar myndir, munir eða húsgögn sérstaklega minnisstæð? 
 
Voru einhverjar hefðir eða reglur um sætaskipan? Var t.d. mismunandi hvar stúdentar settust 
 
eftir því hve langt þeir voru komnir í námi? 
 
Hvernig fór kennsla fram í þinni grein (fyrirlestrar, æfingar, erindi frá nemendum, verkleg 
 
kennsla, umræður, kennslubækur t.d.)? Kannaði kennari kunnáttu nemenda í tímum? Voru 
 
nemendur hvattir til að vera virkir í kennslustundum? Hvernig kunnu stúdentar við 
 
fyrirkomulag kennslunnar? Var námsferilsbók notuð? Hvernig, ef svo var? Var fylgst með 
 
tímasókn? Var e.t.v. mætingaskylda í einhverjum greinum og þá viðurlög ef mætingum var 
 
ábótavant? 
 
Lýsið því hvernig próf fóru fram (munnleg, skrifleg, misserispróf, lokapróf, prófdómarar, 
 
húsnæði, yfirseta, matur, munur milli einstakra prófa t.d.). Hvenær og hvernig fengu stúdentar 
 
einkunnir? Gátu þeir kært niðurstöðu sem þeim fannst óréttlát? Hvernig var einkunnagjöf 
 
háttað? 
 
Lýsið samskiptum kennara og nemenda (þéruðust þeir t.d.)? 
 
Höfðu nemendur aðgang að kennurum utan kennslustunda? 
 
Eru einhverjir kennara þinna sérstaklega minnistæðir, t.d. sérlegir í háttum, hagmæltir eða 
 
þekktir fyrir skemmtileg tilsvör? Segið frá þeim. Voru kennarar uppnefndir eða þeim gefin 
 
viðurnefni? Segið frá þeim og tilefnunum. Skemmtilegar sögur af kennurum eru vel þegnar. 
 
Manstu eftir rannsóknum sem einstakir kennarar stunduðu? Voru þær eða niðurstöður þeirra 
 
notaðar við kennsluna? Skrifuðu þeir bækur, námsbækur t.d.? Voru þær notaðar við kennslu? 
 
Urðu miklar breytingar á námi, stjórnsýslu eða öðru sem snerti nemendur á meðan þú varst 
 
við nám? Hverjar, ef svo var? 
 
Voru leikfimi eða íþróttir skylda? Var íþróttaáhugi og íþróttaiðkun almenn meðal 
 
háskólastúdenta? Segið frá því (húsnæði, félög, keppni eða annað). Hvernig þótti þér (og 
 
öðrum) Háskólinn standa að þessum málum? 
 
Segið frá aðstöðu og þjónustu á Háskólabókasafni. Hvernig var húsvörslu háttað og hversu 
 
greiðan aðgang höfðu nemendur að húsum skólans utan kennslustunda? Höfðu stúdentar 
 
1
 
einhverjum skyldum að gegna við húsnæðið (viðhald, þrif t.d.)? Kannast þú við einhverjar 
 
sögusagnir um reimleika í húsnæði Háskólans eða aðra yfirskilvitlega atburði? 
 
3. Nemendur og nám
 
Varðst þú var/vör við að nemendur kæmu úr ákveðnum þjóðfélagshópum eða landshlutum 
 
frekar en öðrum? Mættu stúlkur annars konar viðmóti en piltar? Segið frá dæmum um þetta, 
 
ef svo var. Hvaða augum litu háskólaborgarar á almenning og öfugt? 
 
Var algengt að nemendur lærðu saman utan kennslustunda? Við hvaða tækifæri var það helst, 
 
ef svo var og hvar höfðu menn lestraraðstöðu? Áttir þú þér lesfélaga? Á hvaða tungumálum 
 
voru námsbækur? Voru þær dýrar og gat verið erfitt að finna þær? Skiptust menn á bókum, 
 
t.d. á milli ára? Voru notaðar bækur seldar, t.d. á vegum Háskólans? 
 
Var samkeppni milli nemenda? Hvers vegna, ef svo var, og hvernig lýsti hún sér? Var rígur 
 
milli deilda eða greina? Segið frá því. 
 
Eru einhverjir nemendur sérstaklega minnisstæðir (hæfileikaríkir, skemmtilegir, hagmæltir, 
 
mælskir, uppreisnargjarnir, drykkfelldir t.d.)? Sögur sem tengjast þessu eru vel þegnar. 
 
Manstu eftir stökum eða vísum sem urðu til á góðum stundum? 
 
Hvernig fóru skólasetning og skólaslit fram? Hvernig var brautskráningu háttað? Gerðu 
 
nemendur sér dagamun að útskrift lokinni? Voru t.d. haldnar veislur eða kaffiboð í 
 
heimahúsum eða komu stúdentarnir saman? Buðu sumir kennarar nýútskrifuðum heim? 
 
Þekktust útskriftarferðir? Segðu frá þeim, ef svo var. 
 
Var áfengisneysla algeng meðal stúdenta? En reykingar? 
 
4. Félagslíf og skemmtanir 
 
Var blómlegt félagslíf í H.Í. á þínum námsárum? Var starfandi sérstakt félag í þinni grein? 
 
Segið frá starfsemi þess, ef svo var. Var farið í vísindaleiðangra eða kynnisferðir af einhverju 
 
tagi? Segið frá utanlandsferðum vegna alþjóðasamskipta, heimsóknum erlendra stúdenta og 
 
helstu málum sem voru á döfinni í alþjóðlegum stúdentahreyfingum sem menn þekktu til. 
 
Segið frá stúdentapólitíkinni. Hvaða stjórnmálafélög voru starfandi í Háskólanum? Hvaða mál 
 
voru helst í deiglunni? Hvernig fóru kosningar til Stúdentaráðs fram? Tókst þú þátt í 
 
stúdentapólitíkinni? Hvaða önnur félög störfuðu innan skólans á háskólaárum þínum, s.s. 
 
skákfélag? Voru bindindismál ofarlega á baugi?
 
Segið frá mannamótum í Háskóla Íslands (rússagildum, 1. des. hátíðum, nýársböllum, 
 
rannsóknaræfingum, garðsböllum, árshátíðum, þorrablótum eða öðrum skemmtunum). 
 
Hvernig fóru þær fram, hverjir tóku þátt í þeim? Var tekinn aðgangseyrir? Voru skemmtiatriði 
 
og þá hvers konar? Hvernig breyttist samkomuhald/skemmtanir á meðan þú varst í skólanum?
 
Héldu nemendur saman utan skólatíma? Hvar hittust þeir helst og hvað gerðu þeir saman? 
 
5. Efnahagur og húsnæði 
 
Hvernig fjármögnuðu menn nám sitt? Segið frá möguleikum á lánum eða styrkjum til 
 
háskólanáms. Naust þú einhvers slíks? Hvaða vinnu fengu stúdentar helst á sumrin? Vannst 
 
þú á sumrin og þá við hvað? Var algengt að háskólastúdentar ynnu með skólanum?
 
Hvar bjóst þú á meðan á námi stóð? Bjuggu reykvískir háskólastúdentar yfirleitt í 
 
foreldrahúsum? Segðu frá lífinu á Garði, ef þú þekktir það. Hvar borðuðu stúdentar? Höfðu 
 
þeir aðgang að mötuneyti? Segið frá algengustu matarréttum á þessum árum. Var algengt að 
 
stúdentar væru komnir með fjölskyldur meðan á náminu stóð? Hvernig fór nám og 
 
fjölskyldulíf saman?
 
6. Nám á erlendri grund 
 
Var algengt að fólk færi í nám erlendis að loknum menntaskóla, að kandidatar færu í 
 
framhaldsnám erlendis, eða lykju fyrri hluta heima? Var það einhverjum sérstökum 
 
2
 
erfiðleikum bundið? Fékk fólk aðstoð (hvaðan?) við að velja skóla og sækja um? Var vinsælt 
 
að sækja nám í ákveðnum greinum við sérstaka háskóla erlendis? Var algengt að makar og 
 
börn færu með, ef stúdentinn var búinn að stofna fjölskyldu?
 
Fyrir þá sem hafa stundað nám erlendis, eða þekkt til námsmannanýlendna: Segðu frá lífi þínu 
 
sem námsmaður á erlendri grund. Voru fleiri Íslendingar við nám þar sem þú varst samtímis 
 
þér. Héldu þeir saman? Segðu frá félagslífi í íslenskum námsmannahópum sem þú hefur verið 
 
í erlendis. Voru íslenskir siðir að einhverju leyti í heiðri haldnir, t.d. hvað varðar samkomur 
 
og matarhætti? Hvernig fannst mönnum Háskóli Íslands og aðstæður til náms hér koma út í 
 
samanburði við það sem þeir þekktu til erlendis? 
 
8. Að námi loknu
 
Hvað finnst þér vera eftirminnilegast þegar þú hugsar um stúdentsárin? Var þetta góður tími? 
 
Hvernig gekk að fá vinnu við hæfi að námi loknu? Hvernig nýttist menntunin í lífi og starfi? 
 
Hefur þú einhvern tíma séð eftir tímanum sem fór í háskólanámið?
 
Ef það er eitthvað fleira sem þér finnst mikilvægt eða skemmtilegt, biðjum við þig að láta það 
 
fylgja með. Sögur, vísur, myndir, eða annað sem kann að tengjast þessu efni er vel þegið, t.d. 
 
gamlar glósubækur, verkefni eða ljósmyndir frá umræddum tíma.
 
3
/