Skip Navigation LinksForsíða > Þjóðhættir > Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf
Deila

LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf

ÞMS
Spurningaskrá 2012-3
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Kæri heimildarmaður.

Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að afla upplýsinga um upplifun fólks af uppvaxtarheimili sínu, hvernig það var samansett, hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir og hvort eitthvað af þeim hafi fylgt þeim inn í samtímann. Fyrst og fremst er verið að spyrja um þína eigin reynslu, þótt einnig sé áhugavert að fá upplýsingar um það sem þú hefur heyrt hjá öðrum. Ýmis fróðleikur sem tengist efninu en ekki er spurt um sérstaklega mætti gjarnan fá að fljóta með. Ekkert er ómerkilegt í þessu samhengi og öllum framlögum verður tekið fagnandi.

Spurningaskráin er samin í tengslum við rannsóknarverkefni sem dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur vinnur að um þessar mundir á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Hann rannsakar samspil þeirra muna sem fólk hafði í kringum sig á heimilum sínum á 19. og 20. öld sem og hversdags- og tilfinningarlíf þess.

Leiðbeiningar

Nákvæmar leiðbeiningar um hvernig þú svarar spurningunum átt þú að hafa fengið í tölvupósti og vísast til þeirra hér. Þægilegt er að svara hverri spurningu fyrir sig en einnig er möguleiki að svara hverjum kafla í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef að þér finnst það betra.

Hægt er að svara spurningaskránni í áföngum, t.d. einum kafla í einu, og halda áfram seinna. Nauðsynlegt er að vista textann við hverja spurningu.

Ekki er nauðsynlegt að svara spurningunum í réttri röð og má því frásögnin vera í samfelldu máli og algerlega frjáls, ef að þér finnst það þægilegra.

Heimildarmenn eru beðnir um að teikna grunnmynd af æskuheimili sínu, en það er frjáls valkostur (sjá nánar um þetta atriði í sjálfri spurningaskránni). Þeim sem þess óska verður sent sýnishorn af grunnuppdrætti húss í tölvupósti.

Vinsamlegast hafðu samband við undirritaðan ef að einhverjar spurningar kynnu að vakna.

Með bestu kveðjum og gangi þér vel að svara
Ágúst Ólafur Georgsson
fagstjóri þjóðhátta
Þjóðminjasafni Íslands
Suðurgata 43
101 Reykjavík
Sími 5302200/ 5302273
Netfang agust@thjodminjasafn.is

 

/