Skip Navigation LinksForsíða > Þjóðhættir > Að eldast - 2014-1
Deila

LeitaVinsamlega sýnið biðlund

Að eldast - 2014-1

ÞMS
Spurningaskrá 2014-1
Hlaða öllum svörum niður í PDF

Leiðbeiningar

Það er sagt að allir vilji verða langlífir en samt er enginn sem vill verða gamall. Flestir ná því að lifa lengi en meðalaldur Íslendinga hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og áratugum. Eldra fólki hefur farið mjög fjölgandi og á eftir að verða enn stærri hópur þegar fram í sækir og láta meira að sér kveða í þjóðlífinu. Þeir sem nú eru um miðjan aldur og þaðan af eldri eru þar að auki mun betur á sig komnir líkamlega en afar þeirra og ömmur. Bættri heilsu fylgja jafnframt betri lífsgæði og meiri virkni. Raunverulegur aldur er þannig ekki alltaf hinn sami og fólk upplifir sig á. Það má því segja að það sé orðið skilgreiningaratriði hvenær hver og einn telur sig vera farinn að eldast.

 

Tilgangurinn með þessari spurningaskrá er að safna almennum upplýsingum um hvernig það er að eldast, daglegt líf, hreyfingu, lífsstíl og samskipti en einnig virðingu og sjálfstæði. Mikið vantar upp á þekkingu okkar um hugmyndir fólks, tilfinningar og upplifun af því að verða eldri. Nú óskum við eftir þinni aðstoð við að bæta úr þessu.

 

Þú getur svarað hverri spurningu fyrir sig, en þér er líka velkomið að skrifa svarið í samfelldu máli og algerlega frjálst, ef þér finnst það betra. Öllum framlögum verður tekið fagnandi þótt svör fáist ekki við öllum atriðum. Frásagnir og fróðleikur mega gjarnan fá að fljóta með.

 

Ef þú vinnur svar þitt í tölvu væri æskilegt að fá það á rafrænu formi. Þú getur skrifað svörin inn í autt skjal og sent það, en ef þú kýst að svara heldur hverri spurningu fyrir sig getur þú sótt rafræna útgáfu af spurningaskránni á vef Þjóðminjasafnsins á slóðinni: www.thjodminjasafn.is. Þá er nauðsynlegt aðvista spurningaskrána í þinni tölvu áður en byrjað er að svara. Vinsamlegast sendu rafræn svör á netfangið agust@thjodminjasafn.is, en á pappír til Þjóðminjasafns Íslands, þjóðháttasafn, Suðurgötu 43, 101 Reykjavík.

 

Hægt er að svara hvort heldur sem er með nafni eða nafnlaust. Hvort sem þú velur að gera er litið svo á að þú hafir samþykkt eftirfarandi yfirlýsingu með því að svara:

 

Undirritaður/undirrituð afhendir hér með Þjóðminjasafni Íslands svör við spurningaskrá 120 til varðveislu. Ég lýsi því jafnframt yfir að mér er kunnugt um og veiti samþykki mitt til þess að svörin tilheyri gagnasafni Þjóðminjasafnsins og að safnið nýti þau í þágu rannsókna og minjavörslunnar í landinu samkvæmt lögum. Þetta þýðir að Þjóðminjasafni Íslands er heimilt að skrá svörin í stafrænan gagnagrunn og gera þau aðgengileg almenningi, fræðimönnum, skólum, ein og sér eða í gagnagrunni, um tölvunet eða með öðrum aðferðum sem síðar kunna að tíðkast. Einnig að gögnin séu afrituð í þágu almennings og til rannsókna.

 

Þeir sem það kjósa geta svaraðnafnlaust og verða svör þeirra þá varðveitt ópersónugreinanleg. Mikilvægt er þó að fá upplýsingar um kyn, aldur, starf og við hvaða staði og tímabil svörin eru miðuð.

 

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2246 en einnig má senda tölvupóst á agust@thjodminjasafn.is.

 

 

 

Á forsíðu er mynd af gamalli sænski veggmynd sem sýnir mannsævina sem tröppugang.

/