Deila

LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Ljósmyndari/Höf.Guðbjartur V. Ásgeirsson 1889-1965
MyndefniFlutningaskip, Höfn
NafnGoðafoss III. m/s ,
Ártal1948-1950

LandÍsland

Nánari upplýsingar
NúmerGÁ-1014
AðalskráMynd
UndirskráGuðbjartur V. Ásgeirsson
Stærð9 x 6
GerðSvart/hvít negatíf - Blaðfilma, Svart/hvít pósitíf
GefandiFiskimálasjóður

Lýsing
M.s. GOÐAFOSS (III).
Myndin er tekin í ókunnri höfn, líklega á Íslandi, á tímabilinu 1948-1950. Tímasetning miðast við komudag Goðafoss til landsins og ennfremur hverning skipið er á litin. 1948-1950 var Goðafoss svartur á skrokkinn. Jóans Böðvarsson, skipstj., tók við Goðafossi árið 1950 og lét þá mála hann hvítan, en það þótti ekki passa. Skömmu síðar var því skipt um lit á skipinu og það málað grátt og þanning var það eftirleiðis. - G.Á. var á Goðafossi (III) 1948-1958.

Heimildir
Ágúst Ó. Georgsson vann þessa skrá árin 1987 - 1990. Heimildamaður:
Jón Eiríksson, Skipstjórar og skip,Hfn, 1971, bls. 149, 267;
upplýsingar margra heimildarmanna, t.d. Gunnars Þorvarðarsonar, skipstjóra, Rauðalæk 36, Rvk.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.