LeitaVinsamlega sýnið biðlund
HeitiBarnaklæðnaður

ByggðaheitiYtrihreppur
Sveitarfélag 1950Hrunamannahreppur
Núv. sveitarfélagHrunamannahreppur
SýslaÁrnessýsla
LandÍsland

NotandiKristrún Matthíasdóttir 1923-2011

Nánari upplýsingar

Númer2012-19-155
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá
Stærð40 x 63 cm
EfniBómullarefni, Ullargarn
TækniPrjón

Lýsing

 Hvít vélsaumuð skyrta úr bómullarefni, reimuð í hálsinn og með blúndu neðst á ermunum. Utanyfir eru bláar smekkstuttbuxur, prjónaðar úr ullargarni. Á klæðnaðinn er festur miði með títuprjón sem á stendur Kristrún Matthíasdóttir Heimavist.

Dánarbú Kristrúnar Matthíasdóttur (22.9.1923 - 24.10.2011), Fossi, Hrunamannahreppi. Bústýra frá 1953.

"Kristrún Matthíasdóttir, f. 22. sept. 1923 í Skarði, Gnúpverjahr.,Árn., bústýra á Fossi hjá bróður sínum. For.: Matthías Jónsson, bóndi í Háholti (vesturbæ) og Skarði, á Syðri-Brúnavöllum, Skeiðahr., Árn., síðan á Fossi, f. 7. nóv. 1875 í Skarði, d. 17. des. 1952, og k.h. Jóhanna Bjarnadóttir, f. 3. sept. 1878 í Glóru, Gnúpverjahr., d. 28. ágúst 1955."
(Þorsteinn Jónsson, ritstj. 1999. Hrunamenn. Ábúendur og saga Hrunamannahrepps frá 1890. 1. bindi, bls 99. Byggðir og Bú, Reykjavík.)

"Jörðin (Foss) er landmikil, (1.800 - 2.000 ha.), bæði að þurrlendi og votlendi. Beitiland er víðáttumikið og gott. "Útigangur er hér góður, þegar svo leggjast veður." (Á. M.) Gróður er fjölbreyttur og gott um skjól í öllum áttum . Engjar voru heldur lélegar og slægjur reytingssamar. Ræktunarmöguleikar eru miklir og ræktunarland gott, þæði á þurrum móum og á framræstum mýrum. Mýrlendi jarðarinnar, sem nærri er bæ, er nú allt framræst. Skógarítak var í Tungufellsskógi, en er gjöreytt. Veiðiréttur er í Fossá. andið er afgirt að mestu. Stór heimilisrafstöð var hér lengi, en nú er rafmagn frá samveitu. Bærinn stendur vestan undir hárri hlíð, og horfa bæjardyr mót Jarlhettum og Langjökli, en hár foss og hvítur drynur að bæjarbaki." (Sunnlenskar byggðir I. Tungur, Hreppar, Skeið. Samið vegna 70 ára afmælis Búnaðarsambands Suðurlands. Bls 219. Búnaðarsamband Suðurlands, 1986).

Þetta aðfang er í Byggðasafni Árnesinga. Fjöldi færslna hjá safninu var í árslok 2010 sem hér segir: Fornleifar 996, munir 6055, myndir í mannamyndaskrá 2771 og myndir í þjóðlífsmyndaskrá 3141.

 

Safnkosturinn er að stærstum hluta skráður í Sarp. Eftir er að yfirfara öll innfærð gögn en fullyrða má að villur séu fáar.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.