LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiEndurnýting, Nýtni, Sjálfsþurft, Viðgerð
Ártal1950-2010
Spurningaskrá113 Heimatilbúið, viðgert og notað

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1958

Nánari upplýsingar

Númer2010-2-28
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.11.2010/29.11.2010
TækniSkrift

Nr. 2010-2-28

(..1..)

s1
Viðgerðir og endurbætur.
Gert við fatnað, já, festar á tölur, saumuð saman göt stundum, styttar buxur, síkkaðar buxur, fötum breytt. Enginn hér á heimilinu hefur lært neitt til fataviðgerða. Ég skipti líka um rennilása. Fer ekki með fatnað í viðgerð. A.m.k. mjög sjaldan. Skór fara í viðgerð. Skiptum ekki um dekk. Gerum við leikföng stundum ef hægt er. Gerum við heimilistæki ef hægt er. Gerum við húsgögn. Önnumst sjálf sumt viðhald og viðgerðir á húsnæði. Losum stíflur, málum o.fl. Erum með bílskúr en breyttum stærstum hluta hans í vistarveru fyrir unglinga. Hinn hluti notaður sem geymsla. Tengdapabbi er að gera við 50 ára gamlan lítinn trédúkkuvagn sem ég fékk ársgömul. Hann brotnaði hjá okkur og verður límdur saman.

s2
Búið til heima.
Já ég baka frekar oft. A.m.k. eitthvað í hverri viku. Ég baka gróf brauð og bollur svona í hollustu deildinni. Steiki stundum kleinur, baka skúffuköku og hjónabandssælu og vöfflur og pönnukökur. Baka oft þegar gestir eru væntanlegir. Baka líka oft bara handa strákunum mínum. Margar uppskriftir koma frá mömmu og tengdó og oft af netinu. Ég bý til sultu á hverju hausti, núna bláberjasultu og rifsberjahlaup. Uppskrifir af netinu. Bý stundum til ís og konfekt fyrir jólin. Ég hef gert þetta síðan ég byrjaði að búa og ólst líka upp við þetta. Ég tók stundum slátur hér áður nokkur ár í röð þegar allir krakkarnir fimm voru heima. Ég rækta smá grænmeti uppi í sumarbústað, meira til gamans en gagns. Rækta líka jaðarber þar. Hef gert það síðan við fengum sumarbústað fyrir 5 árum. Við höfum ekki garð heima. Ég fer í berjamó á hverju ári. Sauma ekki nú föt en gerði það þegar börnin voru lítil. Breyti stundum fötum fyrir þau. Áhöld hér; saumavél, saumakarfa með öllu venjulegu dóti, tvinnar, nálar, skæri, títuprjónar og allt þannig. Safna tölum, geymi aukatölur sem fylgja með flíkum. Ég prjóna mjög mikið. Prjóna á alla fjölskylduna. Hef prjónað ca. 20 lopapeysur sl. 3 - 4 ár á nær alla fjölskyldumeðlimi. Prjóna mikið af vettlingum og sokkum á börnin og barnabörnin þrjú. Prjóna nýburasett fyrir fæðingu allra barna og barnabarna. Já ég þekki heimatilbúna grímubúninga. Hef saumað og útbúið marga á mín börn. Ólst líka upp við heimasaumaða grímubúninga sem mikil vinna var lögð í (1960 - 1970). Ekki mikið um heimatilbúin leikföng. Man samt eftir tvinnakeflum þræddum upp á teygju og bundið í hring, bæði hjá mér og hjá tengdó. Þessi heimastörf eru bæði til gagns og gamans og líka til sparnaðar. Mér finnst þau hafa uppeldislegt gildi, kenna börnum að nýta tímann, spara tilkostnað, læra hollustu og þau læra að nýta hluti en ekki bara henda og kaupa nýtt.

s3
Nýting.
Já við höfum oft notað húsgögn frá öðrum. Sérstaklega fyrstu búskaparárin. Bæði keypt notað og fengið hjá skyldfólki. Já, föt ganga á milli barna, sérstaklega dýrari utanyfirflíkurnar. Eftir að efnahagur okkar lagaðist eftir fertugt hefur þetta minnkað. Krökkum finnst alltaf leiðinlegra að fá föt af öðrum. Fer alltaf með notuð föt á RKÍ. Breyti stundum gömlum flíkum fyrir leiklistarnemann, dóttur mína. Já höfum tekið á leigu brúðarkjól og veisluföt. Já, notum gamlar skólabækur. Þær eru seldar og keyptar. Fer með allar dósir og flöskur í endurvinnslu. Endurnýti alla bónuspokana í ruslið og líka aðra poka. Nota gömul handklæði í tuskur. Blöð og tímarit ganga á milli í fjölskyldunni. Ég hugsa ekki sérstaklega um að spara rafmagn og hita. Ég fékk bláa tunnu frá Sorpu fyrir blöð, tímarit og pappír/pappa rusl. Nýti oft matarafganga, hita þá upp. Fer með nesti í vinnu, líka sonur minn. Nýtni og bágur efnahagur haldast í hendur. Mjög mikil nýtni á mínum vinnustað (í grunnskóla). Útsjónarsemi og nýtni er af hinu góða. Ég mætti alveg vera duglegri í því. Mjög mikil nýtni og viðgerðir á heimili tengdaforeldra og foreldra minna.


Kafli 1 af 4 - Viðgerðir og endurbætur

Er gert við fatnað? Hvaða fatnað? Hversu umfangsmiklar eru viðgerðirnar? Hve algengt er þetta? Hefur einhver á heimilinu kunnáttu sem nýtist við fataviðgerðir eða fatasaum og hvaðan er sú kunnátta komin? Hverju hefur hún skilað?
Í hvaða mæli er gert við reiðhjól eða bíla? Skiptir þú um dekk eða gerir við þau sjálf(ur)? Hve algengt er það?
Er dyttað að leikföngum, heimilistækjum og áhöldum? Hvað er hér helst um að ræða?

Kafli 2 af 4 - Búið til heima

Er bakað á þínu heimili? Hvaða brauð, kökur eða tertur eru helst bakaðar og úr hvaða mjöli eða korntegundum? Hvenær og af hvaða tilefni er helst bakað? Hve oft er bakað (t.d. einu sinni í viku)? Getur þú nefnt einhverjar uppskriftir og hvaðan þær eru komar (úr bókum, af netinu t.d.)?
Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?

Kafli 3 af 4 - aadas

Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?
Notar þú húsgögn eða tæki sem aðrir hafa átt áður? Hvað hluti er hér einkum um að ræða og hvaðan eru þeir fengnir (t.d. frá nytjamörkuðum eða skyldfólki)?

Kafli 4 af 4 - Nýting

Kemur fyrir að notuð föt séu gefin? Hverjum er gefið og af hvaða tilefni? Er saumað upp úr gömlum fötum? Hve algengt er það?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.