LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiEndurnýting, Nýtni, Sjálfsþurft, Viðgerð
Ártal1980-2010
Spurningaskrá113 Heimatilbúið, viðgert og notað

SýslaRangárvallasýsla, V-Húnavatnssýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1972

Nánari upplýsingar

Númer2010-2-26
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.11.2010/27.11.2010
TækniTölvuskrift
Nr. 2010-2-26.

Frásögnin miðast við fyrstu minningar heimildarmanns til dagsins í dag.

Viðgerðir og endurbætur
Það  er aðallega gert við vinnufatnað en þó ekki neinar umfangsmiklar viðgerðir og það er ekki algengt, konan mín hefur lítilsháttar en nægjanlega kunnáttu að saumi og fataviðgerðum og er sú kunnátta komin frá ömmum hennar sem skilar því að það er hægt að gera við það sem þarfnast viðgerðar.
Það eina sem farið er með til viðgerðar á saumastofur er leðurfatnaður sem við eigum töluvert af því að við sundum bæði bifhjólamennsku.
Ég geri að langmestu leiti við okkar bíla, bifhjól og reiðhjól heimilisins, hvort sem það eru dekkjaviðgerðir olíuskipti eða annað sem gera þarf við allt nema tölvuviðgerðir í þeim bílum sem þannig bila en ekki er hægt að segja að það séu algengar viðgerðir því oftast eru þetta viðgerðir sem kalla núorðið á að skipta bara um hluti.
Ég laga þau leikföng sem bila þannig að það sé hægt að laga þau sómasamlega og eitthvað af heimilistækjum, rafmagnsbilannir get ég lagað flestar og lími og smíða íhluti í leikföng og tól sé það hægt og það borgi sig.
Tjaldvagninn og önnur sumarverkfæri, s.s. garðhrífa sláttuvél sumarhúsgögn ofl laga ég sé þess þörf,smíða t.d. stærri farangurgeymslur og grindur undir farangur og hjól fyrir ferðalög á tjaldvagninn, hjólagrindur fyrir heimilið eru smíðaðar af mér og margt fl
Ég á öll helstu verkfæri sjálfur og svo hef ég aðgang að öðru á því verkstæði sem ég vinn á.
Aðeins er farið með skó á verkstæði en það er ekki meira eða minna en áður.
Ég laga flest í mínu húsi s.s. viðhald á gluggum, málun, innréttingaviðgerðir og þess háttar .
Ég á bílskúr og þar eru geymd mótorhjólin, gert við og þrifnir bílarnir okkar og smíðað það sem þarf og er hægt.

Búið til heima
Það er bakað á mínu heimili allt frá brauðum uppí bestu kökur t.d.bananabrauð, heilhveitibrauð, byggbrauð, rúgbrauð, kleinur, ástarpungar, jólasmákökur, skúffukökur, marenstertur og margt fleira og bakað úr því sem til er í hvert skipti eða verslað er sérstaklega fyrir tiltekinn bakstur.
Það er helst bakað fyrir afmæli og flestar helstu stórhátíðir og aðra viðburði sem upp koma en það er líklega bakað hálfsmánaðarlega eftir uppskriftum af bæði netinu og úr bókum og hér er t.d. uppskrift af kleinum frá móður minni

Það er búin til sulta og tekið slátur á haustin yfirleitt sulta úr 20 kg af rabbabara og tekin um 10 slátur og svo er búið til konfekt fyrir jólin og það hefur verið gert um nokkurt skeið.
Ég hef ekki ræktað neitt í nokkur ár þar sem ég hef aðgang að kartöflum og svo þarf þó nokkrar geymslur undir það og finnst grænmeti betra bara beint úr verslunum.
Ekki er farið í berjamó þó það hafi staðið til annað slagið síðustu ár en ekki eru tíndir sveppir eða farið í fjöru til að afla ætis.
Ekki eru saumuð föt á mínu heimili þó að það sé til saumavél og ekki er prjónað heldur, þó voru búnir til grímubúningar í minni barnæsku aðallega úr gömlum fötum og slíku en annað skraut  leikföng og jólagjafir eru ekki framleiddar hér heima nema þá kannski aðventukransar fyrir okkur enda tel ég þetta frekar til tómstundariðju frekar en að þetta hafi efnahagslega þýðingu fyrir heimili og hefur þetta þá uppeldislegt gildi fyrir flesta því það er öllum hollt að kunna eitthvað til þessara hluta til að geta bjargað sér á einhvern hátt á ævinni.

Nýting
Ekki  er mikið um að það sé notaðir hlutir sem aðrir hafa átt nema þá kannski leikföng og þess háttar, þegar ég byrjaði minn búskap þá reyndi ég þetta með húsgögn en það hafði oft dálítinn aukakostnað í för með sér að  mér hefur ekki fundist það borga sig, þó nota börnin föt af eldri systkinum og er það töluvert algengt og þykir ekki alltaf niðurlægjandi. Notuð föt, séu þau í lagi eru alltaf gefin og þá langoftast í rauða krossinn. Að fá föt að láni eða leigu kemur fyrir og þá bara við sérstök tilefni, giftingar t.d., þá er mjög algengt að skipta á skólabókum og hafa langflestar námsbækur sem við höfum notað verið notaðar keyptar á skiptibókarmörkuðum.

Ekki hefur verið mikið um að hlutir fái nýtt hlutverk því að ég hef ekki farið í þá sálma að ef hlutir bili eða skemmist þannig að ekki sé hægt að nota þá eða gera við að þá er þeim hent.

Ég les flest dagblöð á netinu og tímarit fara á vinnustaðinn fyrir vinnufélagana að lesa þegar ég hef lesið þau, samakstur er aðeins notað þegar það hentar  þó svo að það mætti vera í meira mæli en yfirleitt er það skipulagsleysi sem heftar það. Orkusparnaður er ekki ofarlega í hugsun hjá mér að öðru leit en ég nota sparperur og er nokkuð fullkomið hitunarkerfi í húsinu hjá mér sem sparar hitann sem fer út úr kerfinu. Það er endurvinnslukerfi hér í sveitarfélaginu þ.e. endurvinnslutunna sem flokkað er í og hún tæmd á mánaðar fresti en ég er ekki með moltuframleiðslu hjá mér. Matarafgangar eru notaðir sem nesti í vinnu og skóla sé það hægt en annars er yfirleitt eldað nokkuð passlega hjá okkur og mér sýnist að raunverulegur efnahagur fólks aukist hjá fólki sem kann að nýta hluti vel.

Á mínum vinnustað sem er framleiðslufyrirtæki í málmiðnaði er reynt að nota allt efni í hvert verk og reynt að kaupa það í samræmi við  það sem er verið að smíða í hvert skipti þó svo að geti stundum gengið út í öfgar þ.e. of mikið og of lítið en það kemur ekki oft fyrir.

Í mínum fjölskyldu- og félagahóp er aðeins um þetta að hlutir séu nýttir og búnir til s.s kort, skraut og gjafir búið til og gert við hluti en það er held ég svipað og hjá mér heilt á litið, þó sumir geri ekki við neitt og kaupi alltaf nýtt og svo aðrir sem geri við allt og sætti sig þá við


Kafli 1 af 4 - Viðgerðir og endurbætur

Er gert við fatnað? Hvaða fatnað? Hversu umfangsmiklar eru viðgerðirnar? Hve algengt er þetta? Hefur einhver á heimilinu kunnáttu sem nýtist við fataviðgerðir eða fatasaum og hvaðan er sú kunnátta komin? Hverju hefur hún skilað?
Í hvaða mæli er gert við reiðhjól eða bíla? Skiptir þú um dekk eða gerir við þau sjálf(ur)? Hve algengt er það?
Er dyttað að leikföngum, heimilistækjum og áhöldum? Hvað er hér helst um að ræða?

Kafli 2 af 4 - Búið til heima

Er bakað á þínu heimili? Hvaða brauð, kökur eða tertur eru helst bakaðar og úr hvaða mjöli eða korntegundum? Hvenær og af hvaða tilefni er helst bakað? Hve oft er bakað (t.d. einu sinni í viku)? Getur þú nefnt einhverjar uppskriftir og hvaðan þær eru komar (úr bókum, af netinu t.d.)?
Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?

Kafli 3 af 4 - aadas

Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?
Notar þú húsgögn eða tæki sem aðrir hafa átt áður? Hvað hluti er hér einkum um að ræða og hvaðan eru þeir fengnir (t.d. frá nytjamörkuðum eða skyldfólki)?

Kafli 4 af 4 - Nýting

Kemur fyrir að notuð föt séu gefin? Hverjum er gefið og af hvaða tilefni? Er saumað upp úr gömlum fötum? Hve algengt er það?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.