LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiEndurnýting, Nýtni, Sjálfsþurft, Viðgerð
Ártal2005-2010
Spurningaskrá113 Heimatilbúið, viðgert og notað

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1974

Nánari upplýsingar

Númer2010-2-24
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.11.2010/25.11.2010
TækniSkrift

Nr. 2010-2-24

(..1..)
s1
Hér er reynt að gera við það sem hægt er s.s. að rimpa saman göt og saumsprettur. Ég kann ekki að stoppa í sokka en amma hefur nokkrum sinnum gert við ullarboli og prjónaðar peysur. Það er engin saumavél á heimilinu svo að saumaskapurinn nær ekki yfir lengra en litlar viðgerðir. Við höfum ekki farið á saumastofur en í seinni tíð hef ég verið að hugsa um að fara með nokkrar flíkur. Ekki bara út af kreppunni ég hef yfirleitt reynt að passa upp á fötin mín. Ég hef ekki farið með skó í viðgerð síðan ég var unglingur. Það var skóvinnustofa hérna í Þingholtunum en ég held að sá maður sé hættur fyrir löngu. Mér finnst almennt vanta möguleikann til að kaupa notaða hluti hér á Íslandi, t.d. þvottavélar, sem er hægt að gera erlendis sem og að láta fjarlægja ef menn vilja taka vélar til viðgerða. Maðurinn minn er raftæknimenntaður og tók rafvirkjun á sínum tíma. Hann er mjög laginn við að gera við rafmagnstæki, skipta um snúrur í lömpum o.þ.h. Hann sinnir líka öllu viðhaldi ef stólar brotna eða leikföng.
Ég geri við hjólið mitt ef springur á því eða ef þarf að laga hemla eða skrúfa. Annars fer ég regluelga með það í gíraviðhald og tékk enda hjóla ég mikið. Bíla höfum við ekki gert við, drógum línuna þar og ekki heldur skipt um dekk mikið, þó að kannski hafi Emil gert það þegar hann vann í vélsmiðju ég man það ekki.
Við bökum ekki mikið. Helst ef maður gerir skúffuköku. Hann er meira fyrir sætabrauð en ég. Ég var duglegri við að baka brauð hér áður fyrr, varla að ég geri það nokkurn tíma í dag. Við höfum notað gróft mjöl

s2
í brauð þó lítið af spelti. Mér finnst það frekar leiðinlegt í meðförum, það hnoðast illa. Maðurinn gerði mikið af sultu þegar við vorum í Mosfellsbænum, líka krækiberjalíkjör. Já við höfum stundum tekið slátur. Fyrir nokkkrum árum gerðum við að nokkur saman í vinahópnum og það var mjög gaman.  Annars er amma svo öflug í sláturgerðinni það má eiginlega ekkert hjálpa henni. Við ræktum kartöflur í sumarbústaðnum og nýtir öll fjölskyldan góðs af því. Emil hefur fengið að hjálpa ömmu við niðursetningu/upptöku hin síðustu ár!
Já við reynum að fara í berjamó á hverju ári þó aðallega til að tína í berjaskyr. Í Mosó voru sólber og Emil gerði frábærlega góða sultu úr þeim. Við erum ekki með það stórt barn að við höfum farið að gera grímubúninga. Þegar þar að kemur munum við örugglega gera það við erum bæði alin upp við það. Ég prjóna ekki, hvorugt okkar gerir það. Ég reyndi við það í fyrra en gafst upp. Hef ekki þolinmæði þó finnst mér gaman að hekla (líklega af því að ég er örvhent) en hef ekki gert það lengi.
Húsgögn okkar eru að stórum hluta keypt notuð. Þegar við bjuggum í Danmörku keyptum við stofuhúsgögn (skenk og bókahillu) og kommóðu úr tekki á slikk svo verslaði ég lampa o.fl. í Berlín á flóamörkuðum á árum mínum þar. Við höfum mjög gaman að gömlum hlutum og það er gaman að blanda saman gömlu og nýju. Það er líka gaman að segja frá því að brúðarkjóllinn minn var keyptur á 300 kr. danskar í búð í Köben sem selur notaða kjóla.
Við keyptum ekki föt á son okkar fyrr en hann var rúmlega 1 árs, við fengum frá skyldfólki notuð föt og

s3
svo fékk hann mikið af nýju gefins.
Við förum mjög sparlega með rafmagn og vatn. Kyndum ekki meira en við þurfum og höfum ekki glugga opna lengi í einu. Við endurvinnum pappír, pappa og plast, líka gler (krukkur o.fl.). Við fáum Morgunblaðið hjá nágrannanum þegar hún er búin að lesa það.
Ég fer stundum með matarafganga í vinnuna eða brauð og álegg. Maðurinn minn er með mötuneyti í sinni vinnu.
Notuð föt förum við með í nytjagám. Mér finnst sjálfsagt að gamlir hlutir fái nýtt líf.


Kafli 1 af 4 - Viðgerðir og endurbætur

Er gert við fatnað? Hvaða fatnað? Hversu umfangsmiklar eru viðgerðirnar? Hve algengt er þetta? Hefur einhver á heimilinu kunnáttu sem nýtist við fataviðgerðir eða fatasaum og hvaðan er sú kunnátta komin? Hverju hefur hún skilað?
Í hvaða mæli er gert við reiðhjól eða bíla? Skiptir þú um dekk eða gerir við þau sjálf(ur)? Hve algengt er það?
Er dyttað að leikföngum, heimilistækjum og áhöldum? Hvað er hér helst um að ræða?

Kafli 2 af 4 - Búið til heima

Er bakað á þínu heimili? Hvaða brauð, kökur eða tertur eru helst bakaðar og úr hvaða mjöli eða korntegundum? Hvenær og af hvaða tilefni er helst bakað? Hve oft er bakað (t.d. einu sinni í viku)? Getur þú nefnt einhverjar uppskriftir og hvaðan þær eru komar (úr bókum, af netinu t.d.)?
Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?

Kafli 3 af 4 - aadas

Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?
Notar þú húsgögn eða tæki sem aðrir hafa átt áður? Hvað hluti er hér einkum um að ræða og hvaðan eru þeir fengnir (t.d. frá nytjamörkuðum eða skyldfólki)?

Kafli 4 af 4 - Nýting

Kemur fyrir að notuð föt séu gefin? Hverjum er gefið og af hvaða tilefni? Er saumað upp úr gömlum fötum? Hve algengt er það?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.