LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiEndurnýting, Nýtni, Sjálfsþurft, Viðgerð
Ártal1950-2010
Spurningaskrá113 Heimatilbúið, viðgert og notað

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1989

Nánari upplýsingar

Númer2010-2-23
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.11.2010/25.11.2010
TækniSkrift

Nr. 2010-2-23
(..1..)

s1.
Viðgerðir og endurbætur.
Já móðir mín lagar fatnað sem göt eru á (ekki mikið um það) og er mjög góð í því. Hún lærði það af mömmu sinni og langar mig að læra það af minni þegar ég hef tíma. Ég myndi aldrei fara að borga fyrir viðgerðir á fatnaði í stað þess að leita til móður minnar en ég fer þó með skó til skósmiðs (kemur sjaldan fyrir þó).

Ég hef bara aldrei lent í því að þurfa að skipta á dekkjunum mínum sjálf (aldrei sprungið), faðir minn sér um allt slíkt, allt sem viðkemur bílnum nema þegar eitthvað mikið er að þá leitum við til verkstæðis.

Hef ekki lent í því að þurfa að líma saman heimilistæki og áhöld en myndi líklegast gera það ef það kæmi til þess nema það sé ódýrt að kaupa nýtt.

Kærasti minn, faðir eða afi sjá um að halda húsinu heilu.

Enginn bílskúr.

Örugglega til öll verkfæri, kærasti minn og faðir sjá um það, kem ekki nálægt því.

s2.
Búið til heima.
Já baka mér oft til gamans og aðallega eitthvað einfalt, keypt „tilbúið“ eða fer eftir uppskriftum í matreiðslubókum. Móðir mín er meistarakokkur/bakari svo ég læt hana um það aðallega svo ég veit ekki alveg hvað hún notaði í það en súkkulaðikaka er klassík.

Ég baka þegar mig langar í eitthvað sætt og gott (ca einu sinni í mánuði) en mamma aðallega út af afmælum, veislum og slíku.

Mamma gerir oft rabarbarasultu sem er okkar uppáhald, vinkona hennar gefur henni rabarbara sem hún ræktar sjálf. Hefur verið gert frá því ég fæddist og ég held hún noti enga uppskrift, er orðið lært. Þegar ég var yngri áttum við stóran garð og ræktuðum kartöflur, jarðaber og rabarbara en ekki lengur.

Það er skylda að fara í berjamó á haustin pabbamegin í fjölskyldunni. Við eigum bústað og tínum á því svæði.

Mamma prjónar trefla, amma prjónar allt (og gefur í gjafir). Mig langar að læra það en þetta er allt spurning um tíma.

Engin heimatilbúin leikföng eða slíkt gert á heimilinu. Ég tel það til tómstundaiðju frekar. Hefur þó bæði uppeldis- og þjóðfélagslegt gildi.

s3
Nýting.
Já nota flest sem mamma eða pabbi áttu, t.d. ísskáp, potta, pönnur, hnífapör, glös, diska o.fl. Eitthvað frá skyldfólki eða keypt nýtt.

Það þykir ekki algengt í minni fjölskyldu að yngri systkini gangi í fötum af þeim eldri en mér persónulega þætti það ekki niðurlægjandi. Ég á hálsmen og hringa sem amma átti, sokkabuxur og skó frá mömmu og þykir bara vænt um þá hluti.
Ég gef litlu systur minni oft eitthvað sem ég nota ekki lengur og hún er bara ánægð með það.

Ég reyni að selja gömlu fötin mín á síðum eins og barnaland.is gegn vægu verði en ef þau seljast ekki fer ég með þau í Rauða krossinn.

Þekki ekki til þess nei að fá brúðkaups- eða veisluföt lánuð.
Ég reyni ekki að spara rafmagn og hita eitthvað spes enda ekki að greiða fyrir það sjálf.
Ég fer tvímælalaust með flöskur og dósir í endurvinnslu.
Ég skipti öllum gömlum námsbókum til að kaupa þær nýju.
Ég reyni að fara sem mest í mat til mömmu eða pabba en tek oftast nesti með mér í skólann já.

Þið hefðuð átt að senda fleiri blöð.


Kafli 1 af 4 - Viðgerðir og endurbætur

Er gert við fatnað? Hvaða fatnað? Hversu umfangsmiklar eru viðgerðirnar? Hve algengt er þetta? Hefur einhver á heimilinu kunnáttu sem nýtist við fataviðgerðir eða fatasaum og hvaðan er sú kunnátta komin? Hverju hefur hún skilað?
Í hvaða mæli er gert við reiðhjól eða bíla? Skiptir þú um dekk eða gerir við þau sjálf(ur)? Hve algengt er það?
Er dyttað að leikföngum, heimilistækjum og áhöldum? Hvað er hér helst um að ræða?

Kafli 2 af 4 - Búið til heima

Er bakað á þínu heimili? Hvaða brauð, kökur eða tertur eru helst bakaðar og úr hvaða mjöli eða korntegundum? Hvenær og af hvaða tilefni er helst bakað? Hve oft er bakað (t.d. einu sinni í viku)? Getur þú nefnt einhverjar uppskriftir og hvaðan þær eru komar (úr bókum, af netinu t.d.)?
Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?

Kafli 3 af 4 - aadas

Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?
Notar þú húsgögn eða tæki sem aðrir hafa átt áður? Hvað hluti er hér einkum um að ræða og hvaðan eru þeir fengnir (t.d. frá nytjamörkuðum eða skyldfólki)?

Kafli 4 af 4 - Nýting

Kemur fyrir að notuð föt séu gefin? Hverjum er gefið og af hvaða tilefni? Er saumað upp úr gömlum fötum? Hve algengt er það?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.