LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiEndurnýting, Nýtni, Sjálfsþurft, Viðgerð
Ártal1950-2010
Spurningaskrá113 Heimatilbúið, viðgert og notað

Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1954

Nánari upplýsingar

Númer2010-2-20
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.11.2010/23.11.2010
TækniSkrift

Nr. 2010-2-20
(..1..)

s1
Spurningalisti 113  nóvember 2010.
Viðgerðir og endurbætur.
Já það er gert við fatnað. Stoppað í sokka og vettlinga. Saumaðar saumsprettur og sett bót á göt. Skipt um rennilása á buxum og pilsum og kjólum. Styttar buxur. Algengi er ca á 4ra mán. fresti á ári. Já húsmóðirin hún ég og kærasti minn (en í minna mæli). Kunnáttan er komin frá móður minni, systrum mínum og úr skólanum (handavinnukennslu) og sjálfsmenntun vegna áhuga og nýtni, meðfæddri að ég held. Hefur skilað hagnýtni, stolti og minni hagvexti í þjóðfélaginu en betri fyrir heimilið. Ég hef farið með flíkur á saumastofur, fóður í jakka og stytta buxur úr mjög fínum efnum. Það er gert við reiðhjól og bíla eftir þörfum, hefur farið minnkandi með árunum. Er á betri og nýlegri faraskjótum. Ég get og hef skipt um dekk en það eru 25 ár síðan ég gerði það síðast. Sem sagt mjög sjaldgæft. Já það er dyttað að hlutum, tré er límt, bæði leikföng, skrautmunir, húsgögn og tól (í eldhús). Einnig er gler límt brotni það heillega (það fer eftir gildi hluta) hvort þeir eru lagfærðir. Ég er nýbúin að líma og laga ryksugu og fara með brauðrist í viðgerð (var sagt að það borgaði sig því mikið betra væri í minni brauðrist en þeim nýju). Var samt ekki ódýrara en að kaupa nýja. Ég hef látið bólstra stól sem afi minn átti og er íslensk smíð.

s2
Ég fer iðulega með skó í viðgerð til sóla þá eða gera við. Hef alltaf gert þetta hvorki meira né minna núna. Nei ég bý í blokk og er með bílskýli og hússjóður sem greitt er í sér um (formaður stjórnar) viðgerðir, kaupir iðnaðarmenn í verkið.

Búið til heima.
Já það er bakað en ekki oft, fyrir jól og afmæli. Þarf tilefni til og af og til bakaðar skonsur og lummur ásamt pönnukökum. Hveitilummur bakaðar einu sinni í mánuði ca. Uppskriftir eru frá mömmu með tilbrigðum frá mér.
Skonsur.
3 bollar hveiti
1 bolli sykur
100 gr. smjör
3 tsk. lyftiduft.
3 egg
kaffi ca 2 matsk. (lagað kaffi) nota sem krydd.
Ég bý alltaf til sultu árlega stundum saft oftast ís á jólum. Ég elska að tína ber og helst aðalbláber, sulta, safta og heilfrysti ber eftir því magni sem tínt er hverju sinni. Ég hef gert þetta allan minn búskap og ólst upp við þetta (36 ár = allur minn búskapur).
Slátur: Ég tók árlega slátur með systrum mínum fyrstu árin síðan ein. Hætti 1997 en tók nú slátur í haust með dóttur minni og kærasta. Ég rækta ekki grænmeti, hef ekki aðstöðu en er með stóra kryddræktun í útipotti.

s3
Nýting.
Ég nota bæði húsgögn og tæki sem aðrir hafa átt, t.d. hvíldarstól, hrærivél, straujárn, skálar, diskar. Fengnir frá skyldfólki. Hef líka fengið hluti til skrauts á nytjamörkuðum. Föt eru nýtt í fjölskyldunni og ganga á milli þau sem eru heilleg. Það er ekki niðurlægjandi að nýta fötin í okkar fjölskyldu. Notuð föt eru gefin Rauða kross, innanlands og til nota erlendis. Það er ekki saumað upp úr gömlum fötum hjá mér. Systurdóttir mín gerir það og selur. Brúðkaupsföt hafa verið tekin á leigu í fjölskyldunni, ekki hjá mér. Skólabækur eru nýttar og þeim er skipt. Gamlir hlutir fá oft nýt t hlutverk, t.d. dósir og krukkur og ýmis konar box sem eru nýtt. Ég fer með gler og dósir og blöð í endurvinnslu, ég endurnýti poka, ruslapoka. Snjáð handklæði, lök og sængurver, koddaver nýti ég sem tuskur. Ég samnýti ekki tæki, ek stundum með öðrum, ekki markvisst. Hætt að kaupa dagblöð og tímarit. Kaupi reyndar vikuna einu sinni á ári. Ég spara bæði rafmagn og hita eftir að ég bjó úti á landi og sá hve dýrt það er. Takmarka rennsli vatns og hita. Slekk ljós þar sem ekki er verið að hugsa um að spara rafmagn. Það skiptir miklu mái að endurnýta. Bý ekki til moltu ennþá. Matur er vel nýttur, borðaðir afgangar. Fer ekki með nesti til vinnu. Ég kann að meta útsjónarsemi. Hlutir eru vel nýttir í vinnunni. Ég tel mig ekki ganga of langt í útsjónarsemi en það er hægt. Ég fer á hverju hausti í berjamó, ólst upp við það og held því áfram. Lærði að tína sveppi af mömmu vinkonu minnar 1986 og hef ger það oft síðan, þó ekki árlega. Þríf þá, steiki og frysti og nota í súpur, brauðrétti og sósur. Ég saumaði áður föt á mig og barnið en geri það ekki í dag. Ég á saumavél. Ég hef prjónað og heklað og geri það af og til. Mamma mín heklaði ávallt úlpu með lykkjuhekli í kring á hvert það barn sem fæddist (hennar afkomendur) eftir að hún féll frá lærði ég þetta og tók við hefðinni. Mjög falleg flík. Ég þekki og á til heimatilbúið jólaskraut og páskaskraut sem og jólakort. Þetta er gert af og til, tengist börnum, barnabörnum og stemmingu. Páskaskraut, hænuegg lituð, heklaðir ungar og pokar undir þá til að hengja á greinar. Jólasveinar úr filti og jólakort ýmis konar. Keramik jólaplattar og skraut.
Heimatilbúin leikföng eru prjónaðar dúkkur, kisur, hundar, barnabörnin leika sér að leggjum og skeljum, læra það í leikskólanum Álftanesi. Tel þau til tómstundaiðju og að skapa góðar stundir saman. Ekki skal vanmeta kennslu til komandi kynslóða með þessari samveru.


Kafli 1 af 4 - Viðgerðir og endurbætur

Er gert við fatnað? Hvaða fatnað? Hversu umfangsmiklar eru viðgerðirnar? Hve algengt er þetta? Hefur einhver á heimilinu kunnáttu sem nýtist við fataviðgerðir eða fatasaum og hvaðan er sú kunnátta komin? Hverju hefur hún skilað?
Í hvaða mæli er gert við reiðhjól eða bíla? Skiptir þú um dekk eða gerir við þau sjálf(ur)? Hve algengt er það?
Er dyttað að leikföngum, heimilistækjum og áhöldum? Hvað er hér helst um að ræða?

Kafli 2 af 4 - Búið til heima

Er bakað á þínu heimili? Hvaða brauð, kökur eða tertur eru helst bakaðar og úr hvaða mjöli eða korntegundum? Hvenær og af hvaða tilefni er helst bakað? Hve oft er bakað (t.d. einu sinni í viku)? Getur þú nefnt einhverjar uppskriftir og hvaðan þær eru komar (úr bókum, af netinu t.d.)?
Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?

Kafli 3 af 4 - aadas

Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?
Notar þú húsgögn eða tæki sem aðrir hafa átt áður? Hvað hluti er hér einkum um að ræða og hvaðan eru þeir fengnir (t.d. frá nytjamörkuðum eða skyldfólki)?

Kafli 4 af 4 - Nýting

Kemur fyrir að notuð föt séu gefin? Hverjum er gefið og af hvaða tilefni? Er saumað upp úr gömlum fötum? Hve algengt er það?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.