LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiEndurnýting, Nýtni, Sjálfsþurft, Viðgerð
Ártal1950-2010
Spurningaskrá113 Heimatilbúið, viðgert og notað

Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1966

Nánari upplýsingar

Númer2010-2-19
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið18.11.2010/23.11.2010
TækniSkrift

Nr. 2010-2-19

(..1..)

s1
Ekki er gert við fatnað á heimilinu nema að festa lausar tölur og sér húsmóðirin um það ef gera þarf við föt sér tengdamamma um það. Flestar viðgerðir á hjólum og bílum sér fjölskyldufaðirinn um enda mikill bílaáhugamaður, hann hefur aðgang að bílaverkstæði hjá vini sínum og sér um allar almennar viðgerðir og dekkjaumfelganir og viðgerðir sjálfur ásamt olíuskiptum. Í sambandi við leikföng, heimilistæki og áhöld er gert við þau af föðurnum ef það borgar sig en flest þetta dót í dag er svo lélegt að oft borgar sig ekki að gera við það. Á heimilinu eru til allmörg verkfæri, öll almenn handverkfæri til bílaviðgerða og flest handverkfæri til smíða s.s. borvélar og pússikubbar, laserhallamál og þ.h. einnig bútasög á borði. Skór eru yfirleitt ekki settir í viðgerð en það hefur þó komið fyrir ef hæll dettur af nýlegu stígvéli. Þetta fer minnkandi með árunum þar sem ódýrara er að kaup nýja skó en að láta lappa í þá gömlu. Heimilisfaðirinn sér um allt viðhald á heimilinu enda byggði hann húsið frá fokheldu sjálfur það er helst ef laga þarf pípulagnir að þá sé hringt í pípara. Bílskúr er á heimilinu og er eins og stendur notaður sem geymsla en draumurinn er að þangað komist bíllinn einhvern tíma fyrir. Kökur eru bakaðar á heimilinu á afmælum og fyrir einstaka matarboð, einnig smákökur fyrir jólin, ekki meira en sex sortir. Að meðaltali er bakað á tveggja mánaða fresti og eru uppskriftirnar flestar úr uppskriftabókum eða frá tengdamömmu sem hefur fengið margar frá

s2
sinni mömmu eða móðursystrum. Helstu kökur eru hjónabandssæla, frönsk súkkulaðikaka, skúffukökur og marensbotnar. Annað matarkyns er ekki búið til á heimilinu. Við förum ekki í berjamó og saumum ekki föt heima. Það er til saumavél á heimilinu sem er einhver erfðagripur og er ekki notuð, ekki er prjónað en búningar, skraut og jóla/afmæliskort eru gerð á heimilinu og þá aðallega af dætrunum, 8 og 10 ára. Annað er ekki búið til. Efnahagsleg þýðing er ekki mikil, þessir hlutir eru frekar ódýrir í innkaupum en oft er skemmtilegra að gefa kort sem eru persónuleg. Allt föndur sem unnið er á heimilinu hefur góð uppeldisleg áhrif, sérstaklega ef börn eru að eyða tíma með foreldrum sínum, þjóðfélagslegt gildi er líka til staðar þar sem það sem gert er heima er ódýrara en þurfi að kaupa það, það innprentar börnum að nýta betur það sem hægt er og minnir fólk á að ef ekkert breytist miðað við núverandi neyslu þá verður rusl stórt vandamál í framtíðinni. Notuð húsgögn hafa verið keypt en ekki hin síðari ár en þar erum við að ræða stofusófa og tvö barnarúm sem eru enn í notkun og voru keypt í gegnum smáauglýsingar. Tvær stúlkur eru á heimilinu og gengur sú yngri í fötum af þeirri eldri ef þau eru heil sem þau eru fæst þannig að það er frekar undantekning og þykir ekki niðurlægjandi. Notuð föt eru gefin til Rauða krossins. Ekki er saumað upp úr gömlum fötum en sumt er notað í tuskur. Við höfum aldrei tekið föt á leigu. Reynt er að kaupa notaðar

s3
skólabækur og flestar seldar aftur nema þær sem áhugi er á að eiga. Við erum ekkert í því að gefa gömlum hlutum nýtt hlutverk. Dósir og flöskur fara í endurvinnsluna, innkaupapokar eru nýttir aftur, flestir í ruslapoka einnig er allur pappi og blöð sett í endurvinnslutunnu. Það er lítið um samnýtingu á hlutum þó er tengdamamma áskrifandi af blaði sem ég hætti við að kaupa og les hjá henni. Reynt er að spara rafmagn og hita með því að kynda húsið jafnt og slökkva í herbergjum sem enginn er í. Það skiptir miklu máli umhverfislega séð að endurnýta hluti og laga það sem er hægt að laga, þjóðfélagið hefur breyst mikið á stuttum tíma í þá veru að henda hlutum og kaupa nýja þegar ekki er þörf á því. Eins og er fer lífrænn úrgangur í óflokkað sorp en Akureyrarbær er að byrja á flokkunarkerfi og þá fer þetta allt í moltugerð. Matarafgangar eru ágætlega nýttir og tekið með í nesti, samt er alltaf einhverju hent. Það er að sjálfsögðu ódýrara að nýta hlutina vel og efnaminna fólk því oft nýtt til að gera það en þetta snýst líka mikið um hugarfar en ekki fjárhag. Nýtni getur gengið út í öfgar ef til dæmis er verið að gera við hluti og það kostar meira en að kaupa nýtt þó er það misjafnt eftir hlutum og svo eru umhverfissjónarmið líka.


Kafli 1 af 4 - Viðgerðir og endurbætur

Er gert við fatnað? Hvaða fatnað? Hversu umfangsmiklar eru viðgerðirnar? Hve algengt er þetta? Hefur einhver á heimilinu kunnáttu sem nýtist við fataviðgerðir eða fatasaum og hvaðan er sú kunnátta komin? Hverju hefur hún skilað?
Í hvaða mæli er gert við reiðhjól eða bíla? Skiptir þú um dekk eða gerir við þau sjálf(ur)? Hve algengt er það?
Er dyttað að leikföngum, heimilistækjum og áhöldum? Hvað er hér helst um að ræða?

Kafli 2 af 4 - Búið til heima

Er bakað á þínu heimili? Hvaða brauð, kökur eða tertur eru helst bakaðar og úr hvaða mjöli eða korntegundum? Hvenær og af hvaða tilefni er helst bakað? Hve oft er bakað (t.d. einu sinni í viku)? Getur þú nefnt einhverjar uppskriftir og hvaðan þær eru komar (úr bókum, af netinu t.d.)?
Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?

Kafli 3 af 4 - aadas

Er búin til sulta, saft, marmelaði, konfekt, ís, kæfa/paté og fleira þess háttar? Hve lengi hefur þetta verið gert á heimilinu og í hvaða mæli? Hvaða uppskriftir eru notaðar?
Tekur þú eða þínir slátur (blóðmör/lifrarpylsu) og ef svo er hve mörg? Á þetta sér lengri eða skemmri sögu á heimilinu?
Notar þú húsgögn eða tæki sem aðrir hafa átt áður? Hvað hluti er hér einkum um að ræða og hvaðan eru þeir fengnir (t.d. frá nytjamörkuðum eða skyldfólki)?

Kafli 4 af 4 - Nýting

Kemur fyrir að notuð föt séu gefin? Hverjum er gefið og af hvaða tilefni? Er saumað upp úr gömlum fötum? Hve algengt er það?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.