LeitaVinsamlega sýnið biðlund
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar
  • Lýsingu vantar

 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiBagall
Ártal1195-1211
FinnandiKristján Eldjárn 1916-1982

StaðurSkálholt
ByggðaheitiBiskupstungur
Sveitarfélag 1950Biskupstungnahreppur
Núv. sveitarfélagBláskógabyggð
SýslaÁrnessýsla

Nánari upplýsingar

NúmerSk-2/1954-1-2
AðalskráJarðfundur
UndirskráMunir, Fundaskrá, Skálholt
Stærð12,5 cm
EfniRostungstönn

Lýsing

Bagall sem lagður var í gröf með Páli biskupi, nú tveir hlutar: a. húnninn eða krókurinn sem lá á hægri öxl biskups og gerður er úr rostungstönn, útskorinn prýðilega og 12,5 cm á hæð, b. járnbroddurinn sem ar í neðri enda stafsins. Sjálfur stafurinn var annars alveg horfinn. Húninum er gjörla lýst í kaflanum um gröf Páls biskups og vísast til þeirrar lýsingar. (Úr Skálholt. Fornleifarannsóknir 1954-1958.)


Sýningartexti

Húnn af biskupsstaf, bagli, skorinn úr rostungstönn. Húnninn lá í steinþró, steinkistu, Páls Jónssonar er var biskup í Skálholti frá árinu 1195 til dauðadags 1211, en þróin fannst með beinum biskups og baglinum í við rannsóknir í Skálholti árið 1954. Húnninn endar í dýrshöfði sem virðist bíta á smærra dýr, eitt af fleirum sem skorin eru á legginn. Sú skýring er einnig, að stóra dýrið sé ljónynja, sem blæs lífi í unga sína, en sú trú var til, að ljónynja fæddi dauða unga og blési í þá lífi. Ljónið er algengt í miðaldalist og táknaði hugrekki og styrk. Í augu dýranna hafa verið felldir dökkir smásteinar, sem sumir eru fallnir úr nú. - Þess hefur verið getið til, að Margrét hin haga, sem segir frá í sögu Páls biskups og smíðaði "biskupsstaf af tönn gerðan svo haglega, að enginn maður hafði fyrr séð jafnvel gerðan á Íslandi" og Páll sendi Þóri erkibiskupi í Niðarósi, hafi gert þennan bagal einnig, og má í rauninni telja það líklegt.
S-2

Húnn af biskupsstaf, bagli, skorinn úr rostungstönn. Húnninn lá í steinþró, steinkistu, Páls Jónssonar er var biskup í Skálholti frá árinu 1195 til dauðadags 1211, en þróin fannst með beinum biskups og baglinum í við rannsóknir í Skálholti árið 1954. Húnninn endar í dýrshöfði sem virðist bíta á smærra dýr, eitt af fleirum sem skorin eru á legginn. Sú skýring er einnig, að stóra dýrið sé ljónynja, sem blæs lífi í unga sína, en sú trú var til, að ljónynja fæddi dauða unga og blési í þá lífi. Ljónið er algengt í miðaldalist og táknaði hugrekki og styrk. Í augu dýranna hafa verið felldir dökkir smásteinar, sem sumir eru fallnir úr nú. - Þess hefur verið getið til, að Margrét hin haga, sem segir frá í sögu Páls biskups og smíðaði "biskupsstaf af tönn gerðan svo haglega, að enginn maður hafði fyrr séð jafnvel gerðan á Íslandi" og Páll sendi Þóri erkibiskupi í Niðarósi, hafi gert þennan bagal einnig, og má í rauninni telja það líklegt.
S-2

Spjaldtexti:
Bagall. Biskupsstafur úr rostungstönn. Fannst ásamt beinum Páls biskups Jónssonar, sem lést 1211, í steinþró hans í Skálholti við rannsóknir þar árið 1954. Bagallinn er í rómönskum stíl með dýramynstri og endar í drekahöfði.
Vafalaust íslenskt verk frá um 1200.

Bishops’ crosier of walrus tusk, found with the bones of Bishop Páll Jónsson of Skálholt (d. 1211 ad) in his sarcophagus during excavations in 1954. The crosier is in the Romanesque style, with zoomorphic ornament, ending with an animal head. Of Icelandic origin, from about 1200 ad.


Heimildir

Kristján Eldjárn, Håkon Christie, Jón Steffensen: Skálholt fornleifarannsóknir 1954-1958.Reykjavík 1988.
Þóra Kristjánsdóttir, "Margrét hin oddhaga, hreinferðug júngfrú Ingunn og allar hinar". Rit til heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi 2001, bls. 94-96.)

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.