LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFramhaldsskóli, Menntaskóli, Siður
Ártal1996-2011
Spurningaskrá114 Framhaldsskólasiðir

StaðurMenntaskólinn við Hamrahlíð
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 1947

Nánari upplýsingar

Númer2011-1-138
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.11.2011/28.11.2011
TækniHljóðritun, Tölvuskrift

Viðtal við (..1..)dóttur, dönskukennara við Menntaskólann í Hamrahlíð, 21. nóvember 2011

CU: Jæja, í dag er 21. nóvember og klukkan er átta og ég ætla að fá að taka viðtal hérna við, viltu ekki bara kynna þig, hérna,

GA: Ég heiti (..2..), kenni í Menntaskólanum í Hamrahlíð, dönsku.

CU: Já, og hversu lengi hefuru starfað, við skólann?

GA: uu, 15 ár.

CU: 15 ár. og, uhh já eins og við ræddum hérna áðan þá snýst rannsóknin um skólasiði í framhaldsskólum, uhh, hver, hver er þín upplifun, hver finnst þér vera svona helstu hátíðirnar á skólaárinu, hjá krökkunum?

GA: Helstu hátíðirnar eru, eh, ég mundi halda að það væri árshátíðin, ef að maður hugsar um allan skólann (Já) svo er dimmsjónin sem að, af því það er hefð fyrir að skemmta inn á sal (Já) þar sem allir aðrir líka eru, sko viðstaddir, (Já) ég myndi halda svona í fljó, fljótu bragði að þetta væru tvær helstu hátíðirnar (Já).

CU: Geturu eitthvað kannski, þú segir að það sé skemmtun inn á sal, hvernig fer, hvernig fer dimmissjón (Já) hvernig fer hún fram í MH?

GA: Já, það fer þannig fram að þau fá núorðið eingöngu, sem svarar einni kennslustund, sextíu mínútur (Já), kannski verður aðeins lengra en það, og þau skemmta. (Já) Útskriftaraðallinn, eins og þau kallast, og þau skemmta okkur hinum. Stundum er þetta mjög vel lukkað, og vel undirbúið og þau hafa tekið svona tæknina meira í sínar hendur (Já)þannig að það er, eh, svona, svona oft, svi, svona ýmislegt sviðsett, bæði það sem þau eru að leika (Já) og svo eru kennarar líka svona fengnir í viðtöl og og svo er verið kannsi að þakka kennurum, þakka skólanum og svo eru þau bara að dansa og.. (Já) að skemmta sér sjálf í rauninni (einmitt) en með mikilli þátttöku frá krökkunum í salnum (Já) og maður spyr sig stundum sko... er þetta skemmtilegt? (hlátur)en maður heyrir það á viðbrögðunum að þetta var skemmtilegt (hlátur)

CU: Já og er, hvað, hvernig eru þau þá, þegar þau eru að koma fram við kennarana, eru þau, þau eru að grínast í ykkur, eða..? GA: Sko, ekki mikið (Nei). Nei, það er svona frekar að þau fá kennarana til að taka þátt í gríninu (Já) og þá eru þau með myndbandstæki og... bæði fá þau bara að taka mynd af manni og svo kemur kannski bara upp listi, listi eh hérna á skjánum og bara svona þakkir og kannski lauslega gert grín að manni en það er  þá eitthvað sem er bara skemmtilegt. (Já, bara í góðu), eru aldrei neyðarleg (Já).

CU: Þannig að það er tekið tillit til

GA: Já svo mundi ég kannski bæta kórnum við (Já), hann er reyndar ekki í þessu (Já). En þegar ég fer að hugsa út um siði, út í siðina, skórinn, hérna kórinn er náttúrlega mjög sterkt afl innan skólans (Já)...

CU: ... og hverjir eru, hverjir taka þátt þá í

GA: Já, það er nú það sko, þau eru rækilega, þurfa að fara í próf og komast þannig inn í kórinn

CU: Já það eru próf

GA: Hann er semsagt ekki fyrir alla (Já) en, en þau eru, þetta er mjög skemmtilegt oh þau koma fram á skó.. þegar er verið að setja og slíta skóla (Já). Og svo eru þau sjálf með skemmtun (Já). Vorvítamín kalla þau það, á vorin, og svona, þau koma mjög oft fram, alltaf þegar eitthvað er um að vera, nema á dimmisjón (Já). 

CU: Já, nema á dimmisjón (Já) það þá tilheyrir aðalnum þá frekar?

GA: Sko, kórinn hann er búinn að vera allar götur frá, frá upphafi MH. (Já) og sami stjórnandi og, 

CU: Já, sami stjórnandi frá upphafi? GA: Já, já

CU: Já, það er magnað...

GA: Já, já, já.

CU: og hérna, en, já svo er eins og með árshátíðina, þú nefndir hana, hvernig er í kringum hana?

GA: Sko, hún hefur verið, hún hefur verið úti í bæ, og við svona, þeir kennarar sem hafa nennt að fara, meðal annars ég ekki alltaf, (Já) en einstaka sinnum, var bara ekki skemmtileg.

CU: Nú?

GA: Sko, það er svoldið hérna, væri kannski, segjum út á Hótel Sögu, í Súlnasalnum, svo komum við og borðuðum öll saman (Já) og ehh, náttla búin að klæða sig upp og svona (Já), svo hurfu þau (Já) af því að þú veist afhverju (hlátur). Voru að, voru svona að hlaða sig áður en ballið byrjaði. Þannig að maður fór bara venjulegast eftir.. 

CU: Já, eftir matinn, hvað er, en hélt svo skemmtunin áfram (Já) seinna um kvöldið á sama stað?

GA: Já, já. En nú er þetta öðruvísi, þetta var nú svona smá svona uh, mislukkað þannig að árshátíðin er komin inn í skólann (Já) eins og vera ber og þá er þetta áfengislaus (Já) árshátíð og svo tökum við kennarar þátt í ´enni, stundum (Já), einhverntíma var ég í að bera á borð fyrir þau og, eh, þannig að, það er að hún hefur, sko, hún er, lukkast miklu betur (Já). Eftir að hún kom inn í skólann og eftir að hún varð áfengislaus. Hvað þau gera svo eftir árshátíð (Já) það er svo annað mál. Þetta er svona..

CU: Þetta er ekki, ég hef ekki heyrt það svona áður, svona skipulagi, annars staðar? (Nei...) Þetta fer fram innan skólans?

GA: Sko, já, (Já) og þar af leiðandi ekkert áfengi (Já) og hérna, þannig að, þetta hefur tekist mjög vel og svo eru náttlega mikið af listamönnum (Já) í MH. Bæði út af listnámsbrautinni og út af tónlistinni allri, það var nú lengi vel alltaf tónlistarbraut (Já), MH metur inn alla sko, eh, tónlistarfólki, sem er í

CU: Það er þá

GA: tónlistarskólum.

CU: metið til eininga,

GA: Já metið til eininga (Já) þannig að við erum með mikið af fólki sem bæði kann að spila, syngja, dansa, og svo er náttlea líka leika (Já) bara reyndar innan skólans eins og er í öðrum skólum (Já, já).

CU: En hvað, eru þau þá að skemmta..?

GA: Já, já, já. Þau eru að, að spila. (Já)... Þau eru, til dæmis, eins og við árshá, nei við skólaslit (Já) og þá eru þau látin.. þá eru þau, þá er sko ekki bara kórinn, (Nei) þá er líka oft bara hljómsveit (Já) af krökkum, sem eru að útskrifast.

CU: Já, ókey,

GA: Það er mörg snillingurinn að útskrifast (Já) úr þessum skóla, en stundum er það ekki, man að síðast var það yndislegt, það var lúðrahljómsveit (Já), svona, svona sem að, krakkar úr skólanum fylltu (Já). og þetta finnst mér alltaf svo skemmtilegt (Já).

CU: Gaman að þetta er svona meiri þátttaka greinilega í útskriftinni (Já) líka.

GA: og það er gaman að sjá, til dæmis með kórfélaga, að.. þeir eru, þeir fara inn á sviðið, þegar að.. þeir sem eru að útskrifast (Já), fara inn á sviðið þegar eh, útskriftin hefst (Já) og setja upp hvítu kollana og svo hlaupa þau svo (Já) inn í kórinn aftur og fara að syngja (Já) halda áfram að syngja. Gert dáldið úr þessu þannig (Já).

CU: Skemmtilegt. Þaddna, já. Datt ég alveg út (hlátur). Héddna, já þú talar um héddna árshátíðina (Já) og dimmisjón (Já) og náttla kórastarfið (Já).

GA: svo, þetta er það sem snýr að kennaranum (Já) skiluru. Það sem er að gerast svo í skólanum er auðvitað margt annað (Já) sem að maður kemur ekkert nálægt (Já).

CU: En hvernig er svo eins og viðhorf kennara, eins og til svona umdeildra atriða, eins og busun, hvernig..

GA: Sko, busunin getur verið skemmtileg (Já), svo lengi.. sem þau er ekki beinlínis að níðast á nemendum (Já). Það gekk of langt núna til dæmis,

CU: Já hvað var, ég ætlaði einmitt að fylgjast með (Já), mætti um hálftíu og þá var bara allt búið (Já).

GA: Það var..

CU: Hvað gerðist?

GA: Það gerðist það, að þau gengu of hart fram (Já) og krakkarnir voru farnir, kannski ekki mörg tilfelli, en nokkrir krakkar voru farnir að gráta (Já) og, og, og einn af mínum umsjónarnemendum, hún fór bara beint heim (Já), sagðist ekki láta bjóða sér þetta og þetta fréttist mjög fljótt upp á skrifstofu (Já) og það var bara tekið,

CU: Þetta fer fram innan skólans?

GA: Já, já, já, já, já, já og þetta getur verið svo skemmtilegt (Já), stundum, sko, hafa þau límt mjóan gang meðfram veggjunum(Já) þar sem busunum er ætlað að ganga og svo eru busar kannski að bera töskur og eitthvað svona, þetta finnst mér skemmtilegt (Já, já) en aftur á móti var þetta bara svona drullumall.

CU:Hvað var gert?

GA:Það var svo, þú veist, þetta bara svona hveiti og mjólk og allt hvað eina.

CU: Já, þetta var einmitt, ég tók einmitt eftir því þegar ég kom inn að það lyktaði allt.

GA: Já heyrðu, það var bara (Já) strax lyktin, þegar maður kom inn (Einmitt), og það boðaði ekki gott, ég byrjaði að kenna sko, ég var mætt í skólann upp úr hálf átta (Já) og það, lyktin var strax komin, það (Já) þau hafa eitthvað verið að malla (Já) og þau gengu mjög langt, í þessu, busararnir, ja, nei, þeir sem voru að busa (Já, já) og litlu busarnir, margir hverjir þoldu þetta ekki (Já), en af því ég kenni lífsleikni, sko þú veist, og svona, þú veist það var svona svipur, svipur á stjórn skólans yfir þessu, af því þetta má ekki gerast

CU: Nei, nei einmitt 

GA: og, uh, svo spurði ég krakkana mína, ég kenndi daginn eftir í lífsleikni, (Já) nýnemar, og þar var ein af mínum, hérna, viðkvæmu stelpum (Já) og voru kannski fleiri og ég spurði, hvernig þetta hafi verið (Já), og ég man ekki alveg spurninguna en ég spurð‘ana, ég hafði opna spurningu (Já), ég passaði mig að loka ekki (Já), og, þeim fannst, ég gerði könnun, ég gerði könnun (Já), það er verst ég skuli ekki eig‘ana handa þér (Já), bara í þessum, þetta var 28 manna bekkur, minnir að átta hafi sagt að það hafi verið ógeðslega gaman (Já), og sirka annað eins sagði að það hefði verið verulega gaman, svona aðeins að slá (já) niður. Þau máttu sko koma með orðin á töflu (Já, já), og, uh ein sagði ömurlegt (Já) og, uh, og það voru ekki margir sem að kvittuðu undir ömurlegt (Já), en það verður nú líka alltaf að reikna með því að menn eru, í dag, vilja vera eins og hópurinn (Já, já). Þetta hafði ekki, og þau voru mjög svekkt (Já), yfir því að hún hafði verið stoppuð af

CU: yfir að hún hafði verið stoppuð af

GA: Ég var nebbla, sem lífsleiknikennari, var ég búin að búa þau undir þetta allt saman (Já), taldi að þetta yrði voðalega skemmtilegt hjá þeim (Já). En svo hélt busunin áfram, sko, það er hefð að fara að Beneventum, sem er klettur uppi í Öskjuhlíð (Já) og þar eru þau vígð inn í skólasamfélagið, og það er allt á mjög kurteislegan hátt.

CU: Og hvernig, hvernig

GA: Ég bara veit það ekki, hef aldrei farið þangað (Já)

CU: En það er þá eitthvað sem er fyrir utan skólasvæðið?

GA: Fyrir utan skólann, já

CU: Já, en það er greinilega ekki eitthvað sem er svona umdeilt eins og það sem fer fram innan hans?

GA: Nei, nei, nei, (Nei) nei...

CU: En bara almennt, þúst, hefur þetta alltaf verið, eru, þarf að vera halda í við

GA: busunina? (Já) Já veistu það að einu sinni gekk nú gjörsamlega fram af okkur (Já) Þau voru límd við ljósastaur (Nei!) Jú, (hlátur) úti á götu

CU: Jesús! 

GA: og það er svo skelfilegt, ég var nú ein af þeim kennurum sem fylltust skelfingu og, og, og það var hlaupið út (Já) og þá voru þau límd föst, og þetta var hérna með einangrunarlímbandi (Já) og það var leiðindaveður (Já, já, einmitt). En það urðu engir eftirmálar og það eru venjulegast engir eftirmálar (Nei). En það urðu eftirmálar núna (Já), það er að segja, þessi stúlka mín (Já) og maður verður að hugsa það, hún er með sérþarfir (Já), ekki sjáanlegar (Nei), hún er með svokallað störuflog (Já), þannig að hún dettur út, alltaf annað slagið (Já) og gerist kannski bara oft í kennslustund (Já, já), að þetta var meira en hún þoldi (Já) og það gæti hafa verið þessvegna sem að hún fór heim (Já). En þetta þurfa þau, krakkarnir, að pæla í af því að MH er sá skóli sem að er með krakka með sérþarfir (Já), af því nú er nýbúið að stofna deild fyrir krakka með sérþarfir,

CU: Er það í MH líka?

GA: Jáh, svo höfum við náttla alltaf haft fatlaða nemendur (Já), alltaf verið svo góð (Já) aðstaða til þess. Og allaveganna fatlaða, heyrnarlausa og blinda, í hjólastólum og svona (einmitt), það bara auðgar lífið

CU: Ég hef einmitt heyrt af því

GA: ásjónu MH.

CU: Já, ég hef einmitt heyrt dæmi um það í MH, að busunin hafi bara beinlínis verið aðlöguð að stelpu sem var að byrja, og var í hjólastól.

GA: Já er það? (Já) Það hef ég aldrei heyrt.

CU: Þá var það bara, þeir bara breyttu henni þá bara þannig að hún hentaði GA: Það hlýtur þá að hafa verið einhver hress stelpa í hjólastól

CU: Já, þetta var bara nýnemi (Já) og þau bara heyrðu, krakkarnir sem áttu að sjá um þetta (Já) að það væri að byrja einhver og þau bara ákveða, „já hún fær að taka fullan þátt (Já)“ og aðlöguðu bara þannig að hún gat

GA: Það er nú í dag, reynt að gera það (Já) það fer svo bara eftir einstaklingnum sem situr í hjólastólnum hvort hann vilji það eða ekki

CU: Einmitt, en þau hafa allaveganna valmöguleikann að fá að vera með?

GA: Já, já (Já), ég veit það reyndar ekki núna sko (Nei, nei). Af því ég hef kennt báðum þeim einstaklingum sem eru í hjólastól núna, (Já) annar hefði nú verið til í tuskið, kannski var hann með (Já), ja busa, hann getur það nú ekki náttla, hann er svo hreyfihamlaður, en mér þætti gaman að, jáh... nei, hann var busaður í Versló,

CU: Já, hann hefur byrjað þar

GA: áður en hann fatlaðist, já.

CU: Einmitt. Svo hef ég heyrt líka annað frá MH (Já) og það er með sætamenninguna (Já) er það eitthvað sem þið, starfsfólkið og kennarar, verðið, verðið meðvituð um, sjáið þið‘etta?

GA: Þú meinar borðamenninguna?

CU: Já, borðamenninguna.

GA: Ekki nóg með að við vitum af þessu, við erum mjög meðvituð af þessu (Já) og sem umsjónarkennari fylgist ég alltaf með að þau séu ekki örugglega komin á borð.

CU: Já, það er bara þannig (Já) og það skiptir máli?

GA: Þetta skiptir verulegu máli í (Já) í, þetta er náttúrlega mjög stór skóli (Já), það er lágmark 1200 manns, að deginum, þó þetta sé ekki stærsti skólinn þá er þetta stór skóli (Já) og þú getrur ímyndað þér, ekkert bekkjarkerfi er, (Já) og það er Matgarður sem hefur boðið upp á þetta.

CU: Matgarður?

GA: Það er staðurinn sem að þau, sem að þau geta keypt sér mat og

CU: Á fyrstu hæðinni?

GA: Já. Þetta eru svona borð sem að rúma, ég hugsa svona tíu krakka (Já). Þau sitja þarna og læra og eiga alltaf sitt borð (Já) og þetta eru klíkur, það fer ekki á milli mála (Já), en ég hef sko spurt, hérna, af því að nú er ég svo fersk í þessu af því að ég vann með nýnemahóp núna (Já) spurði þau út í þetta. Ég náttla fylgdist vel með að þau væru á borði (Já). Já, þau voru vel flest á borði, og afhverju komust þau á borð. Þá voru vinir þeirra í skólanum sem sjá til þess að þau komist á þeirra borð (Já). Annars eru líka nýnemaborð til sem að þau sitja

CU: Eru þau þá aðskilin?

GA: Aðeins bara, því þeim hefur verið hróflað upp annars staðar (Já). Bara ekki pláss fyrir þau á Matgarði. Og, uh, borðamenningin hún er föst í sessi (Já) og henni verður held ég aldrei breytt (Nei), þetta er eitthvað sem nemendur sjálfir hafa ákveðið (Já), og þess vegna reynum við að fylgjast með (Já) og, og ég skipti mér af, mínum nemendum (Já), ef ég sé þau sitja einhversstaðar ein (Já). Þá býð ég þeim upp á önnur úrræði (Já). Það eru ekki allir sem falla inn í þessa borðamenningu (Nei, nei) og krakkar sem eru hlédrægir, sem vilja kannski ekki beinlínis vera (Já) inní þessari borðamenningu, það er algjör synd (Já). Að ég hef, eh, bent þeim á Miðgarð og það, Miðgarður er hæðin fyrir ofan (Já), MH er svo vel settur að það eru þessi þjú stóru svæði, Matgarður, Miðgarður og svo Mikligarður sem er hátíðarsalurinn (Já). Og hérna, auk þess er , sko, til vinstri er hátíðarsalurinn en til hægri er svokallaður Útgarður (Já) það er bara garður með trjám og (Já, já) og nú er búið að opna hann, þannig að nú geta nemendur, ég hef farið með nemendur þangað í hópvinnu og svona (Já). Þannig að Miðgarður er mjög aðlaðandi (Já), mjög aðlaðandi og þar eru núna af því það, af því það rúmast ekki allir niðrá Miðgarði (AR: Matgarði?) (Já) að þar hafa, ég sé ekki betur en það hafi myndast einhverskonar borðamenning, ég sé alveg sömu krakkana (Já), ég fylgist dáldið með‘essu, ég hef gaman að fylgjast með þessu sjálf (Já) og þannig ef ég þarf að ná í nemanda þá veit ég nokk (hlátur) hvort hann er uppi eða niðri (Já), og nokkurn veginn á hvaða borði (Já) af því að maður „Þú komst ekki í próf í morgunn sem að (Já) var og þú verður að koma“ Þá get ég nokkurn veginn gengið að þeim (Já), en þar er líka allar tölvurnar,  

CU: Uppi á Miðgarði?

GA: sem, já, sem að nemendur geta setið við (Já). Þessvegna læt ég, mína viðkvæmu nemendur (Já), ég bendi þeim á að koma og vinna á Miðgarði (Já) þó þau séu, þó það sé ekki alltaf að vinna, þó þau geri það nú ansi mikið, en svo er nú það sem er eiginlega stolt okkar, þetta nýja og flotta bókasafn sem við höfum.

CU: Já, er nýtt bókasafn?

GA: Já, það er glæsilegt (Já) og þau leita þangað, mjög mikið, krakkarnir (Já) og sitja mikið þarna inni og vinna (Já), ég var einmitt að tala við bókavörð um daginn, og hún segir að aðsóknin hafi aukist ansi mikið, við nýja safnið (Já). Og það er svona bjart (Já) og þar eru svona skot þar sem þú getur setið og lesið (Já), bara svona einhverjar uppflettibækur, ég hef tekið eftir einni stelpu, hún ætlar sér greinilega ekki inn í þessa borðamenningu, þú veist það að menntaskólakrakkar, þau geta líka verið svona mjög, þykjast hafa sjálfstæðar skoðanir (Já, já) og hún ætlar sér greinilega ekki (Já) og hún er búin að vera þarna í nokkur ár og ég er farin að heilsa henni (Já), af því að ég hef talað við hana á safninu. En borðamenningin, hún er þarna (Já) og henni verður ekki breytt og þessvegna erum við mjög meðvituð um borðmenningu (Já) og fylgjumst grannt með, manni er uppálagt af námsráðgjafa, þegar ég var að taka núna við nýjum nýnemahópi, ég er reyndar svo þjálfuð í að vera umsjónarkennari (Já) að ég veit að maður þarf að skipta sér af þessu (Já), þá voru þær einmitt að biðja mann um að minnast á borðamenninguna.

CU: Já, þannig að þið látið vita, líka?

GA: Já, já (Já) þau vita það nú reyndar nokk, en við látum þau vita að svona skiptist þetta (Já) og ef að, eða ég, ég tala nú bara út frá sjálfri mér (Já, já, já) og ég segi þeim að, frá þessari borðamenningu ef þau vita ekki af henni (Já) og bendi þeim á aðra möguleika (Já) ef að þau eru, eiga, sko.. fáa vini í skólanum (Já) svona til þess að byrja með, af því að þetta getur, þú veist að byrja svona í nýjum skóla (Já) komandi kannski ofan úr Grafarvogi (Já) og enginn úr hverfinu (Nei, einmitt), þetta er nú kannski svona ýkt dæmi, en svona, að þá hef, bendi ég þeim absolútt á Miðgarð og bókasafnið (Já).

CU:Þannig að það eru svona svæði fyrir þá sem komast ekki inn í þessar klíkur (Já) sem eru fyrir? En þessi borð, þau fylgja þá, semsagt það er ekki aldursskipt, það er bara ef þú átt..

GA: Nei, það er nefnilega dáldið skemmtilegt (Já), og svo sko hef ég, spurði ég krakkana „Hvernig gekk ykkur að komast á borð?“ „Bara vel“ það, ég sagði „eru þett‘ekki allt svo fastar og lokaðar klíkur?“ nei, það sagði mér ein til dæmis að hún hefði bara staðið þarna vandræðaleg og þá kallaði einhver á hana og sagði vilt‘ekki setjast hér? (Já) Svo ég var voða glöð að heyra það.

CU: Já, einmitt, en hvernig er svo með, svæði eins og Norðurkjallarann, er það eitthvað annað?

GA: Uhumm..

CU: Nú, það er svoleiðis (hlátur).

GA: Sko, ég hef tvisvar farið inn í Norðurkjallara og,

CU: Á fimmtán árum!?

GA: Já (Já). Sko, Norðurkjallari tilheyrir nemendum (Já) og ég hef tvisvar orðið að fara og ná í, sko-o-o, fulltrúa nemendaráðs (Já), út af einhverjum praktískum hlutum (Já). Já einmitt varðandi það þegar að, hérna, þegar þau fara í busaferðina (Já) þá er farið yfir nótt.

CU: Já er busaferð líka?

GA: Já (Já), þá er farið yfir nótt og það er vel lukkað og skemmtilegt (Já) og vímulaust (Já) og bara, græskulaust gaman

CU: Svona verið kannski að hrista saman..

GA: Það er það, þetta er verið að hrista saman (Já). Og það er svo gaman þegar þau koma úr nemendaráði, til þess að segja þeim frá þessu, segja þeim að þau eigi að koma í ferðina, sleppi henni ekki, af því þau höfðu sjálf, hafa sjálf þá reynslu (Já), þau, þetta var, þetta braut ísinn (Já). En Norðurkjallari, (Já) mér bara, einhvern veginn fannst mér þetta vera helgað nemendum (Já)

CU: Þannig að það væri bara ekki æskilegt

GA: Var bara algjör aðskotahlutur, þarna inni (Já). Svo var ég að spurja krakkana um daginn, um Norðurkjallara, við vorum nebbla að vinna verkefni um, vorum fyrst búin að vera að vinna verkefni í lífsleikni um nærumhverfið, svo erum við að tala um, sko, betri skóla (Já) og ég fór þá lei, með mína nemendur, ég byrjaði að láta þau telja upp hvað væri gott í skólanum (Já), og hvað mætti bæta (Já), ég gaf þeim aldrei kost á að það væri eitthvað slæmt (hlátur), af því að ég vil ekki að þau komist í (Nei) nöldurhóp einhver, og aðstaðan meðal annars og var einmitt, þá einmitt, þetta var svo áberandi, að þau töluðu um góðan og bjartan skóla (Já) og þegar ég var að segja kennurum frá þessu, mörgum sem hafa kennt þarna bara frá, ég veit ekki hvenær (hlátur), þaim bara brá þegar þau heyrðu þetta, að MH hefur haft orð á sér fyrir að vera hrár skóli (Já), en nei nýnemarnir upplifa þetta mjög jákvæðan (Já) og bjartan og skemmtilegan skóla. Og þá datt mér í hug, af því svo var ég að fara yfir könnunina með þeim (Já) og var að dýpka hana og þá sagði ég (Já), einmitt út frá bjartur skóli, „Hvað með Norðurkjallara?“ spurði (hlátur) og kom upp um fordóma mína og „Hvað með Norðurkjallara“ sögðu þau þá, „Já er hann orðinn penn“ sagði ég og þorði ekki að segja að þetta væri þessi svínastía (hlátur) sem hann var þegar ég kom þarna inn, og hvað, er bara pent þarna inni, „Já, já“ (Já) þannig að þú getur ekki, ég get ekki mikið talað um Norðurkjallara.

CU: En þau hafa jákvæða skoðun, nýnemarnir?

GA: Já, því að svo fór ég að hugsa um eftirá, um þessa könnun mína, ég hef náttúrulega verið á svo hrikalega jákvæðum nótum (hlátur) gaf þeim aldrei sjéns á að, jú reyndar gerðum við það (Já), það er ekki rétt, það var farið í hvað má bæta (Já), og ýmislegt annað.

CU: Já, en svo, eh, það er líka þemavika, er það ekki, fyrir árshátíðina? Er það ekki, nei, Lagningardagar

GA: Það eru Lagningardagar (Já), já.

CU: Hvað er, hvernig,

GA: Það er ofboðslega skemmtilegt

CU: Ég veit orðið.

GA: Það er ofboðslega skemmtilegt, og þeir hafa, nú er ég náttúrulega ekki búin að kenna þarna meira en í fimmtán ár, en þeir hafa verið þarna frá, ég veit ekki hvort þeir hafa verið frá upphafi, en þeir hafa verið mjög lengi. Og þá er, er, er allt stokkað upp í skólalífinu (Já) og nemendur leggja eitthvað fram og kennarar leggja eitthvað fram (Já). Það sem að nemendur leggja fram er meðal annars, umm, (Já) að spila á hljóðfæri og, og þetta var nú frekar tilbreytingarríkara hérna fyrr fannst mér, því nú er þetta allt dottið í einhverj tölvuleiki og bíómyndir, (Já) og en aftur á móti kennarar, þeir hafa verið með fyrirlestra, sem hafa verið, eða einhverjar uppákomur sem hafa verið, bara vel sóttar (Já), 

CU: Og hvað þá, fyrirlestra..

GA: Já fyrirlestrar gætu hafa verið um Mexíkó eða um eitthvert þema í tungumálum (Já), einhverjar bókmenntir eða eitthvað fleira svona

CU: og það þá áhuga..

GA: framboð, eitthvað í sambandi við stjórnmálin (Já) og fleira. Og þó að mér sjálfri finnist þetta hafa aðeins útþynnst (Já), með tilkomu tölvuleikja og bíómynda

CU: Eru þau þá að spila tölvuleiki (Já) og horfa á bíómyndir?

GA: Þau stjórna þessu alveg, þau eru með aðgang að stofunum (Já), við kennararnir erum náttla ekki þarna alla daga að skemmta (Nei), og það fer bara eftir uppákomu (Já), og við dönskudeildinni, við höfum verið með þá eitthvað sem tengdist dönskunni (Já), við, hérna nú reyndar í gamla daga, þá sýndi ég, þá var ég einhvern veginn ein með þetta, það var enginn annar í dönskudeildinni að spá í þetta (Já, já), svo ég ákvað nú að sýna bíómynd svo við hefðum nú eitthvað til málanna að leggja (hlátur), já, og, sýndi bíómynd sem ég hafði aldrei séð áður, og ég mun hafa lært af því (hlátur). Nema hvað, að ég fæ úthlutað fyrirlestrarstofunni sem tekur örugglega hundrað manns í sæti (Já) og svo er ég, hérna, að gera allt klárt og gera tækin klár og þegar ég opna dyrnar, ég þú veist, ég var með kaffibollann með mér og slök (Já), og þetta var klukkan níu frekar en tíu, að morgni (Já), og mér datt ekki í hug að nokkur kæmi (hlátur), ekki nema einhverjir, bara svona fáeinar, hressar hræður (Já). Heyrðu, svo opna ég, svona galvösk, dyrnar, út á ganginn, þar bíða þessi hundrað manns (Nei! hlátur) þar eftir og mér brá svo, ég set myndina af stað og ég fer, þarf aðeins að fara frá að redda einhverju, og þegar ég kem inn aftur, þá hefur bæst í salinn, þannig að menn sátu í tröppunum (Já) og þegar ég kem inn þá (hlátur) er nemandi, þetta er í skóla, nemandi sem er að lyfta, eh, kinninni upp af eldavélarplötu (Guð!), og það öskraði salurinn (hlátur). Þetta var meðan ég var óöruggur og penn kennari, skiluru, og ég var alveg viss um að ég fengi alla foreldra yfir mig, nei, nei, nei, þetta var

CU: Þau hafa ekkert kvartað

GA: Síðan höfum við verið með allskonar uppákomur, sem að tengist því sem að við köllum „danskheden,“ það er, það er að segja, þetta danska, þessi danska menning (Já), og það getur hafa verið, hérna, einhvern tíma var ég nú með fyrirlestur um H.C. Andersen, af því hann er endalaus uppspretta (Já, já), og svo höfum við verið með, hérna, kennt þeim að búa til danska eftirrétti (Já), við höfum kennt þeim, sko, þá gengur þetta út á það að skilja dönskuna, skiluru (Já, já) hvort hann, að eftirrétturinn verði ætilegur eða ekki (hlátur) og einu sinni vorum við með mjög erfitt servjéttubrot (Já) uppá dönsku, þannig að við nýtum okkur  

CU: Þetta krefst svoldið mikils af ykkur, að finna eitthvað skemmtilegt

GA: Já, já til þess að trekkja (Já), en það var nú svo skemmtilegt að þeir sem sátu hvað ákafastir í þessu, það voru nemendur af IB-braut sem að skildu ekkert í dönsku (hlátur), voru enskumælandi, þeir sátu svo stíft og það endaði með því að maður var farin að kenna þeim (Já) nokkur orð í dönsku (Já). Svo þetta var bara vel lukkað (Já). Hvað það verður næst, það veit ég ekki, við erum með allslags svona hugmyndir,

CU: En þetta greinilega líka vekur, vekur gleður milli kennaranna ef þeir eru komnir svona í hugmyndavinnu og

GA: Ekki nóg með það, það mað, við, það komu kennarar, fleiri kennarar (Já), sko að heimsækja okkur (Já), og þetta er það sem maður gerir, maður gengur á milli stofa, ég man eftir einni, yndisleg manneskja sem er nú dáin núna, hún var prjónakona mikil (Já), og sterk í litum og hún lagði heila stofu undir sig þar sem hún var bara að láta krakkana prjóna (Já),

CU: Og þetta fannst þeim gaman?

GA: Já, já, já, já, já! Það er einhvern veginn, aldrei neitt sem að heitir flopp (Já, frábært), já,  

CU: Já og þetta er, kennarar, sér, hver deild er með sitt?

GA: Við erum beðin um það frá nemendum (Já). Nemendaráð sér um þetta allt saman (Já).  

CU: Já, þannig að þið eruð beðin

GA: Já, það eru þau sem að skipuleggja (Já), og það eru þau sem að setja mann á dagskrá (Já).

CU: Þannig að ef það er vel heppnað, þá er frekar að þú sért beðin um að koma á einhverjum svona góðum tíma næst?

GA: Ehh, nei, nei, ekkert svoleiðis, bara svona, ég veit ekkert eftir hvaða reglum þau fara (Nei) en við höfum beðið um morgnana (Já),

CU: Já, þið getið beðið um?

GA: Já, ef að það kemur sér ekki illa fyrir þau, en svo hafa verið, þú veist allslags, svona, fræðsla í gangi (Já), bæði heilsufarsleg og ýmislegt svona sem að krakkarnir

CU: Það er utanaðkomandi?

GA: Já, já. Og, og það hafa komið stjórnmálamenn (Já) einmitt að halda erindi, og svona (Já).

CU: Þannig að það hefur verið, kannski svona það sem er í gangi í samfélaginu við hvert

GA: Já í það og það skipti.

CU: Já.. einmitt

GA: Ég vona að þetta hljómi ekki alltof vel, vegna þess að eins og ég segi, mér finnst þetta aðeins hafa þynnst (Já), með tölvuleikjum og bíómyndum

CU: Já, er farin að vera meiri áhersla á það?

GA: Já, af því að þau eru ekkert aktív á meðan (Já), jú auðvitað eru þetta kannski gamaldags sjónarmið (Hlátur), maður verður bara að horfast í augu við það.

CU: Já, já... uhm, ég held að þetta sé svona nokkuð komið hjá okkur, er eitthvað sem þú vilt bæta við að lokum? Eitthvað sem þér dettur í hug?

GA: Maður er nú bara komin í stuð til þess að tala um þennan skóla CU: Já, endilega

GA: Er að reyna að... Nei, þetta er nú kannski það sem að maður kynnist sem kennari (Já), þessir skólasiðir.

CU: En nú hefur þú verið þarna í fimmtán ár, hefur þú séð einhverja breytingu á þeim tíma? Eru hlutirnir gerðir öðruvísi? Eins og busunin, eða dimmisjón, eða árshátíðin?

GA: Nei, ég mundi ekki segja það (Nei), ekki í stórum dráttum, vegna þess að þetta, auðvitað breytist eitthvað (Já), en ég myndi halda að umgjörðin væri hin sama (Já). Þannig að þau halda fast, í það sem að þau hafa (Já), og það sem að hefur einmitt reynst vel (Einmitt). Já ég held að ég sé búin að tæma mig (Já), 

CU: Heyrðu, já, bara þakka þér fyrir.  


Kafli 1 af 5 - Busavígsla

Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.).
Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir?
Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er?
Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé?
Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er?
Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það?
Hvað er/var gert á eftir busavígslu?
Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?
Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu?
Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti?
Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?

Kafli 2 af 5 - Dansleikir og félagsstarf

Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver?
Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert?
Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær?
Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)?
Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?
Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?
Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru?
Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna?
Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda?
Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna?
Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er?
Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?

Kafli 3 af 5 - Hversdagslíf

Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu?
Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er?
Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?

Kafli 4 af 5 - Ferðalög

Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni?
Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?

Kafli 5 af 5 - Dimission

Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?
Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða?
Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa?
Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð?
Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað?
Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?
Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju?
Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.