LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFramhaldsskóli, Heimavist, Heimavistarskóli, Samvinnuskóli
Ártal1963-1965
Spurningaskrá114 Framhaldsskólasiðir

StaðurBifröst Samvinnuskólinn
ByggðaheitiNorðurárdalur
Sveitarfélag 1950Norðurárdalshreppur
Núv. sveitarfélagBorgarbyggð
SýslaMýrasýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2011-1-136
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.11.2011/13.7.2012
TækniTölvuskrift

Kyn: Kona Aldur: 67 Nafn skóla: Samvinnuskólinn að Bifröst Tímabil sem nám var stundað: 1963-1965   Busavígsla Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.).  Fyrstu nóttina tóku 2. Bekkingar sig til og drógu sængurnar af öllum nýnemunum, nákvæmlega kl. 12. Með hrópum og látum, ég man að ég hélt svo fast í mína að það náðist ekki að stela henni, svo var bara hlegið og sængunum skilað aftur. Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir? Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er? Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé? Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er? Einhvern góðviðrisdag í fyrstu vikunni vorum við öll boðin velkomin með því að bjóða okkur í bátsferð úr á Hreðavatn. Við vorum 6 stelpur í mínum bát og einhver strákur úr 2. Bekk stjórnaði. Þegar komið var skammt frá landi í litla vík, tók hann sig til og hvolfdi bátnum með okkur öllum innanborðs. Ég var svo óheppin að koma upp undir bátnum og hélt ég að þetta væri mín síðasta sjóferð. Púff. Aldrei upplifað annað eins. En það bjargaðist allt saman. Þetta var nokkur lífsreynsla. Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það? Hvað er/var gert á eftir busavígslu? Farið heim og drukkið kakó og eitthvað gott meðlæti. Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?  Mér fannst þetta ganga of langt, enda er löngu búið að leggja þennan sið af á Bifröst. Þetta var ekki djúpt vatn, en nógu djúpt til að ná ekki til botns, allavega þurfti ég að taka nokkur sundtök og kafa til að komast undan bátnum. Mér fannst þetta ekki niðurlægjandi, heldur bara liður í því að vera orðinn fullgildur meðlimur í skólanum. Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu? Nei Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti? Í alla staði mjög vel. T.d. voru myndir teknar af öllum með nafni undir og hengt upp á vegg,  til þess að maður lærði að þekkja hver hét hvað. Við vorum 70-75 unglingar í skólanum. Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?  Nei, við píndum 1. Bekkinga alveg eins haustið eftir.   Dansleikir og félagsstarf Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver? Alltaf kallaðar dansæfingar, voru á hverju laugardagskveldi, með hljómsveit sem var skipuð nemendum og einn kennari spilaði á bassagítar, Hörður Haraldsson, svo voru einhverjir sem sungu með,  en fyrst voru heimatilbúin skemmtiatriði og eða söngur. Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert? Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær? Árshátið var haldin 1. Des. Þá var öllum íbúum Norðurárdals boðið og voru æfð verulega góð skemmtiatriði, leikrit, söngur, revíur  og fl. Önnur hátíð var haldin á útmánuðum, en það var frekar matarveisla en ekki skemmiatriði, en alltaf dansæfing á eftir. Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)? Fórum 1. Þorradag í heimsókn í Húsmæðraskólann á Varmalandi, þorrablót, þar var líka dansað við undirleik plötuspilara. Eitt laugardagskvöld komu svo strákarnir í bændaskólanum á Hvanneyri í heimsókn og þá voru skemmtiatriði og dans.Einhvertíma vetrar var sömgkeppni þar sem fólk fékk að syngja með undileik hljómsveitar og veittar voru viðurkenningar. 1.2.og 3. Sæti. Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?  Skólakór, skákklúbbur, bridgeklúbbur, djassklúbbur, klassiskur tónlistaklúbbur, bBlaðamannaklúbbur, leiklistarklúbbur,  sportistar, anti-sportistar, knattspyrnulið, körfuboltalið, og e.t.v. má nefna Akademiuna, en það voru 6 strákar, sem klæddu sig upp og sátu saman við eitt borð í matsalnum, á fimmtudögum, þetta var svona eftirlíking af Rotary, eða Kiwanis, en skólastjórinn var mikill Rotarymaður, og einnig Frímúrari. Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða? Já það voru gefið út blöð, fjölrituð,  bæði skólablaðið ( Yggdrasill) og og svo stærri verkefni þegar eitthvað mikið var í gangi. Að vori var svo gefið út veglegt rit, ECCO HOMO, með teikningum af öllum nenendum, sem Hörður Haraldsson kennari teiknað flestar, þar var einnig æfiágrip og vísa um hvern og einn, framtíðar áform og málsháttur sem hver valdi sér.   Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru? Það voru bara allir með í einhverju, og ef ekki, var hann bara drifinn af stað, á heimavist er ekki hægt að vera útundan. Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna?   Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda? Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna? Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er? Við vorum auðvitað best. Við vorum stolt af því að vera á Bifröst, og það var alið á þeirri kenningu, finnst mér eftirá. Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?   Hversdagslíf Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu? Læra og vera saman og hafa gaman. Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er? Já, alltaf í sama sætinu bæði í kennslustofu og matsal allan veturinn. Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?   Siðirnir á Birföst voru margvíslegin, eins og að framan er talið, ein vika á ári var svokölluð kurteisisvika, allir uppfullir af kurteisi, mjög fyndið eftirá en eitthvað sat eftir.   Ferðalög Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni? Við rákum Kaupfélag á staðnum. Ágóðinn fór í að fjármagna útskriftarferðina, sem í mínu tilfelli var með Kronprins Ólaf, (Þetta skip kom í staðinn fyrir Drottning Alexandrine)  til Kaupmannahafnar í viku. Við áttum svo mikinn afgang, að daginn fyrir brottför heim kom gjaldkerinn með 200 kr. Danskar og rétti hverju okkar. Frábært, ég keypti mér leðurjakka. Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda? Leikhúsferð bæði haust og vor, rúta. Helgarferð til Akureyrar að hausti.   Dimission Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið? Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða? Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa? Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð? Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað? Ekkert af þessu á við minn skóla. Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði? Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju? Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?   Útskriftin fór svo fram í hátíðasal skólans þann 1. Maí. Það var auðvitað ógleymanlegur dagur, við höfum síðan hittst á 10 ára fresti og stundum oftar, en það að dvelja á heimavist er mannbætandi og sérstaklega gott fyrir alla að læra að vinna í hóp og taka tillit til annara.


Kafli 1 af 5 - Busavígsla

Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.).
Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir?
Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er?
Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé?
Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er?
Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það?
Hvað er/var gert á eftir busavígslu?
Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?
Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu?
Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti?
Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?

Kafli 2 af 5 - Dansleikir og félagsstarf

Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver?
Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert?
Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær?
Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)?
Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?
Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?
Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru?
Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna?
Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda?
Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna?
Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er?
Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?

Kafli 3 af 5 - Hversdagslíf

Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu?
Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er?
Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?

Kafli 4 af 5 - Ferðalög

Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni?
Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?

Kafli 5 af 5 - Dimission

Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?
Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða?
Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa?
Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð?
Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað?
Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?
Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju?
Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.