LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFramhaldsskóli, Menntaskóli, Siður
Ártal1952-1956
Spurningaskrá114 Framhaldsskólasiðir

StaðurMenntaskólinn í Reykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2011-1-135
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.11.2011/23.4.2012
TækniTölvuskrift

Kyn: kona Aldur:  75 ára Nafn skóla: Menntaskólinn í Reykjavík Tímabil sem nám var stundað: 1952-1956   Busavígsla Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.). Athöfnin var kölluð tollering og haustið 1952 voru stúlkur tolleraðar í fyrsta sinn, eftir því sem ég veit best. Það hafði víst áður komið til tals, en ekki orðið af því. Við vorum því ekki trúaðar á, að þarna yrði úr þessu, en samt voru sumar svo séðar að mæta í síðbuxum daginn, sem átti að tollera. Á þessum árum voru stúlkur yfirleitt í pilsi og peysu eða í kjólum, en um þetta leyti var það að komast í tísku að klæðast buxum. 3. bekkur (sem var í raun 1. bekkur) mætti eftir hádegið og við stúlkurnar áttum að vera í söng í fyrsta tíma í Íþöku. Þegar okkur varð ljóst, að nú skyldi verða af þessu, þá læstum við dyrunum, efribekkingar lögðust á gluggana og hótuðu okkur öllu illu, ef ekki yrði opnað. Ekki man ég hvernig stóð á því, að allt í einu voru stæðilegir sjöttubekkingar komnir inn, gripu okkur eina af annarri og leiddu okkur eins og lömb til slátrunar. Einhvern veginn held ég að við höfum komist að samkomulagi um, að þær buxnaklæddu skyldu tolleraðar fyrst, þannig að sumar gátu fengið lánaðar síðbuxurnar þeirra á eftir. Við hinar urðum að láta okkur hafa það að vera fleygt upp í loftið og láta pilsin flettast upp um okkur. Þetta var allt í góðu og ekki laust við, að okkur þætti heilmikið varið í að vera brautryðjendur á þessu sviði! Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir? Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er? Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé? Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er? Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það? Hvað er/var gert á eftir busavígslu? Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)? Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu? Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti? Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?   MR: 1952-1956:   Alltaf í byrjun október     Dansleikir og félagsstarf Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver? Böllin voru kölluð dansæfingar og haldin nokkrum sinnum á vetri á Sal. Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert? Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær? Árshátíðirnar vor tvær á vetri, árshátíð skólans og árshátíð Framtíðarinnar Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)? Málfundir á vegum málfundafélagsins Framtíðarinnar Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)? Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða? Plágan og fleira (Hvað?)   Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru? Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna? Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda? Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna? Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er? Það var smárígur í orði milli Verzlunarskólans og Menntaskólans í Reykjavík, en hins vegar vinsamleg samskipti við Menntaskólann á Akureyri. Það voru nemendaskipti á hverjum vetri, fjögurra manna nefnd fór á norður og fjórir komu suður. Menntaskólinn á Laugarvatni var tekinn til starfa, en ég minnist engra samskipta við hann. Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?   Hversdagslíf Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu? Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er? Menn sátu í sömu sætum allan veturinn og hver bekkur átti sína stofu. T.d. voru sjötti bekkur A (stúlknabekkur í máladeild) og sjötti bekkur B (strákabekkur í máladeild) hvor sínum megin við hátíðasalinn á annarri hæð. Stærðfræðideildin var úti í fjósi amk. í fimmta bekk eftir því sem ég man best. Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er? Heimavist var löngu aflögð í MR á mínum tíma    Ferðalög Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni? Engin útskriftarferð, en farið var í Selið nokkrum sinnum á ári. Einu sinni gengum við á skíðum ofan af Hellisheiði og þótti mikið ævintýri. Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda? Náttúrufræðiferð á vegum skólans í lok fimmta bekkjar.   Dimission Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið? Dimmission var í byrjun upplestrarfrís, sex vikum fyrir stúdentsprófin. Komið var saman á Sal fyrir hádegið, þar var smáathöfn og síðan gengu dimittantar hrópandi og syngjandi aftur á bak niður að Lækjargötu, en reminantar stóðu eftir á plötunni og kvöddu með hrópum og söng. Áður hafði tíðkast að ganga heim til hvers kennara og kveðja, en þegar þarna var komið sögu, voru sumir kennarar fluttir það langt frá miðbænum, að þessu var hætt. Seinna var svo tekið upp á þeim sið að fara í búningum á vögnum um bæinn, en það er önnur saga. Um kvöldið var sameiginlegt ball dimittenda og kennara og rektor lét þess getið, að skólayfirvöld myndu loka augunum fyrir hegðun nemenda þetta kvöld. Hann meinti náttúrlega neyslu áfengis. Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða? Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa? Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð? Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað? Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði? Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju? Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum? Helsti munurinn á útskriftinni þá og nú er fjöldi nýstúdenta. Árið 1956 var útskriftarathöfnin á Sal, enda vorum við aðeins 96   Nánari upplýsingar bárust frá heimildarmanni í tölvupósti 24. og 25. júní 2012:   Sæll Ágúst Ég skal spyrjast fyrir um tolleringarnar. Ég veit með vissu, að stelpurnar í árganginum þremur árum á eftir mér voru tolleraðar, þannig að mig vantar bara upplýsingar um tvo árganga. Sjálfsagt var þessi venja komin á strax eftir þessa sögulegu tolleringu okkar haustið 1952. Ég skal orða þetta við árganginn minn, við höldum vel saman og hittumst oft. Við erum með póstlista, svo að ég gæti sent spurningalistann til þeirra, ef þú vilt. Bestu kveðjur [...]   Sæll Ágúst og fyrirgefðu, að ég skuli ekki hafa svarað þér fyrr. Ég hef samt alltaf haft þetta á bak við eyrað og hef spurst fyrir. Eftir því sem ég kemst næst, voru stúlkurnar í næstu tveimur bekkjum á eftir mér ekki tolleraðar, þ.e.a.s. þær sem komu inn í skólann 1953 og 1954. Eins og ég sagði síðast voru stúlkurnar tolleraðar haustið 1955 og sennilega allar götur síðan. Mér hefur ekki tekist að fá upplýsingar um hvers vegna kvennatolleringar féllu niður þessi tvö ár. Einhver af bekkjarbræðrum mínum hélt, að það hefði verið vegna þess, að eitthvert slys hefði orðið og Pálmi rektor bannað tolleringar í kjölfarið. Þá hefði það auðvitað átt að gilda með piltana líka, ekki satt? En þessa skýringu sel ég ekki dýrara en ég keypti hana. Kannski væri ráð að tala við þá, sem voru í 6. bekk þessi haust, því að það voru 6. bekkingar, sem sáu um tolleringarnar. Ég get bent þér á inspector scholae 1954, það var Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt. Inspektor 1955, Kristján Baldvinsson læknir, er því miður látinn. Ég vona, að þú hafir eitthvert gagn af þessu. Með kveðju [...]    


Kafli 1 af 5 - Busavígsla

Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.).
Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir?
Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er?
Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé?
Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er?
Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það?
Hvað er/var gert á eftir busavígslu?
Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?
Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu?
Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti?
Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?

Kafli 2 af 5 - Dansleikir og félagsstarf

Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver?
Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert?
Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær?
Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)?
Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?
Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?
Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru?
Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna?
Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda?
Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna?
Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er?
Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?

Kafli 3 af 5 - Hversdagslíf

Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu?
Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er?
Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?

Kafli 4 af 5 - Ferðalög

Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni?
Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?

Kafli 5 af 5 - Dimission

Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?
Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða?
Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa?
Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð?
Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað?
Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?
Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju?
Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.