LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFramhaldsskóli, Menntaskóli, Siður
Ártal1946-1949
Spurningaskrá114 Framhaldsskólasiðir

StaðurMenntaskólinn á Akureyri
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2011-1-133
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.11.2011/29.3.2012
TækniTölvuskrift

Kyn: Karl Aldur: fæddur 23.okt. 1929 Nafn skóla:Menntaskólinn á Akureyri Tímabil sem nám var stundað: 1946-1949   Busavígsla Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.). Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir? Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er? Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé? Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er? Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það? Hvað er/var gert á eftir busavígslu? Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)? Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu? Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti? Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?               Ekki minnist ég þess að talað væri um busavígslu eða vígslu yfirleitt. Hins vegar voru fyrstubekkingar stundum kallaðir busar og voru teknir inn í skólasamfélagið með tolleringu. Ég hygg að meginþorri nemenda hafi komið í skólann í aðra bekki en fyrsta bekk, margir í annan eða þriðja bekk og sumir enn síðar. Bekkirnir voru sex. Þeir sem ekki settust í fyrsta bekk voru yfirleitt ekki tolleraðir. Því var það tiltölulega lítill hluti menntadeildarfólks sem hafði verið kastað í loft upp á þennan hátt. Ekki minnist ég þess að ákveðnir bekkir eða hópar stæðu fyrir tolleringunum og gæti ég trúað að sum haust hafi þær fallið niður.    Dansleikir og félagsstarf Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver? Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert? Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær? Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)? Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)? Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða? Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru? Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna? Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda? Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna? Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er? Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?     Skóladansleikir voru nokkrir yfir veturinn. Hver bekkur sá um einn slíkan, sjötti bekkur um árshátíðina. Þó man ég ekki til þess að fyrstu- og annarsbekkingar héldu dansleiki fyrir allan skólann. Dansleikirnir voru yfirleitt haldnir í skólanum, á sal. Þessar samkomur voru kenndar við bekkina sem héldu þær, til að mynda þriðjabekkjarkvöld. Dimittendakvöld héldu fimmtubekkingar. Þá voru dimittendar kvaddir enda upplestrarleyfi fyrir stúdentspróf að hefjast. Þegar dansleikir voru í skólanum var gjarnan safnast saman á göngum og sungið áður en samkoman var sett. Það var mér nýlunda því að ég var ekki vanur slíku úr Gagnfræðaskólanum á Siglufirði. Nokkuð var sungið af íslenskum textum en mest á erlendum tungum, ensku, þýsku og latínu. Yfirleitt var skólinn skreyttur enda góðir teiknarar og myndlistarmenn í flestum bekkjum. Kennslustofum var breytt, ein var til að mynda setustofa, önnur verslun, kölluð sjoppa. Setustofan var til margra hluta nytsamleg. Þar sátu oft briddsmenn og spiluðu meðan dansinn dunaði uppi á sal. Oftast fóru fram einhver skemmtiatriði áður en byrjað var að dansa, ræðuhöld, söngur eða hljóðfærasláttur. Árshátíðir voru stundum haldnar utan skólans. Ég tel mig muna slíkar hátiðir bæði í Samkomuhúsinu og á hótel Norðurlandi. Þær voru með meiri hefðarbrag en venjulegir dansleikir. Setið var við langborð og veitingar fram bornar meðan ræður voru fluttar og skemmtiatriði. Við háborð sátu skólameistari og kennarar ásamt frúm sínum, svo og ýmsir fyrirmenn Akureyrar ásamt frúm, bæjarfógeti, bæjarstjóri, læknar, sóknarprestur, ritstjórar bæjarblaða og sjálfsagt fleiri hollvinir skólans. Skólameistari flutti jafnan ræðu og oft einhverjir fleiri sem háborðið byggðu. Þrjú félög störfuðu í akólanum: Málfundafélagið Huginn, Íþróttafélag MA og Leikfélag MA. Málfundafélagið hélt málfundi á sal nokkum sinnum á vetri. Voru oft fengnir frummælendur „utan úr bæ“ og gjarnan valin málefni sem líkindi voru til að deilur yrðu um. Félagið gaf út skólablaðið Munin sem kom venjulega út þrisvar til fimm sinnum á ári. Íþróttafélagið stuðlaði að skíðaferðum og gekkst fyrir íþróttamótum, m.a. svokölluðu skógarboðhlaupi á vorin. Leikfélagið setti upp eina leiksýningu þau ár sem ég var í skólanum. Ekki starfaði skólakór þau árin en Hermann Stefánsson æfði tvöfaldan kvartett sem söng á skemmtunum og hátíðum og Björgvin Guðmundsson stjórnaði kvartett síðasta árið  mitt í skólanum. Þátttaka í félagslífi var mjög almenn, kannski ívið meiri í menntadeild en gagnfræðadeild. Hversdagslíf Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu? Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er? Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?   Að lokinni kennslu hélt yfirleitt hver til síns heima (herbergis). Oft síðdegis og á kvöldin röltu vinahópar í bæinn, settust jafnvel inn á Skálann á annarri hæð hótels KEA og ræddu málin yfir bolla af molakaffi. Menn völdu sér sæti í kennslustofu sinni í upphafi vetrar og sátu oftast í því allan veturinn. Heimavistin var tvískipt, Norðurvistir og Suðurvistir. Umsjónarmaður úr hópi nemenda var á vistunum.     Ferðalög Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni? Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?   Farin var svokölluð fimmtabekkjarferð að loknum prófum. Ferðast var innanlands í langferðabíl og kennari fararstjóri. Veturinn eftir ferðina, í sjötta bekk, var farið í heimboð kvöldstund eina í Húsmæðraskólann á Laugalandi.   Dimission Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið? Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða? Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa? Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð? Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað? Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?     Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju? Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?   Engir siðir tengdust síðasta kennsludeginum fyrir stúdentspróf. Það eina sem tengdist dimission var dimittendakvöldið sem drepið var á framar. Það var hátíðleg og skemmtileg samkoma áður en dimittendar héldu í upplestrarleyfi. Hún var með svipuðu sniði og aðrar kvöldsamkomur en fleiri voru gestir eins og  á skólahátíðinni. Kennarar voru kvaddir með stuttum ávörpum sem dimittendar fluttu þeim, tungumálakennarar ávarpaðir á því máli sem þeir kenndu, og gamanþáttur fluttur um dimittenda og hyllst til að láta þeirra allra getið. Brautskráning fór fram á Sal að morgni 17. júní. Skólameistari flutti ræðu og Björgvin Gduðmundsson stjórnaði söng.    


Kafli 1 af 5 - Busavígsla

Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.).
Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir?
Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er?
Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé?
Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er?
Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það?
Hvað er/var gert á eftir busavígslu?
Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?
Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu?
Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti?
Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?

Kafli 2 af 5 - Dansleikir og félagsstarf

Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver?
Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert?
Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær?
Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)?
Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?
Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?
Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru?
Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna?
Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda?
Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna?
Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er?
Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?

Kafli 3 af 5 - Hversdagslíf

Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu?
Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er?
Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?

Kafli 4 af 5 - Ferðalög

Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni?
Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?

Kafli 5 af 5 - Dimission

Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?
Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða?
Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa?
Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð?
Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað?
Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?
Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju?
Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.