LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFramhaldsskóli, Menntaskóli, Siður
Ártal1973-1976
Spurningaskrá114 Framhaldsskólasiðir

StaðurMenntaskólinn við Hamrahlíð
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2011-1-130
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.11.2011/20.2.2012
TækniTölvuskrift

Kyn: Kona Aldur: 55 ára Nafn skóla: Menntaskólinn við Hamrahlíð Tímabil sem nám var stundað: 1973  - 1976   Busavígsla Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.). Man nú ekki hvað athöfnin heitir, fór fram fljótlega eftir að skólinn hófst að hausti, flestir tóku þátt, og allir nýnemar urðu að taka þátt, við vorum tolleruð.  Þeir sem sáu um framkvæmdina voru klæddir skrautlega, eins og útilegumenn, ég man ekki hvort kennarar eða starfsfólk fylgdist með.  Ég var svo heppin að eiga 3 vinkonur sem voru á 3ja ári.  Þegar tolleringin var yfirstaðin, þá tóku þær mig ásamt 4ðu konu og héldu á mér hver með sinn útlim og löbbuðu svoleiðis niður í Hótel Loftleiðir þar sem þær buðu mér í kaffi. Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir? Nei, ekki þá   Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er? Þeir voru nokkrir klæddir eins og útilegumenn.   Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé? Ekki man ég eftir því Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er? Var ekki til á þessum tíma ! Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það? Það voru teknar einhverjar myndir, veit ekki hvað varð af þeim – ekkert net til.   Hvað er/var gert á eftir busavígslu? Ball   Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)? Já mjög jákvæð, bara gaman, nei gekk ekki of langt.   Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu? Ég var ekki vör við að viðhorf fyrir og eftir hafi verið eitthvað örðuvísi   Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti? Bara vel, held ég.   Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?    Nei, man ekki eftir að það hafi verið, nema náttúrulega þegar maður var komin á síðasta ár, þá uppgötvaði maður að nú neiddist maður til að taka ákvörðun um framhaldið !   Dansleikir og félagsstarf Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver? Það voru haldnin böll bæði í skólanum man ég og svo eitthvað farið á sveitaböll, man ekki hvort þau hétu eitthvað.     Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert? Flestir nemendur (í MH var ekki bekkjakerfi) hittust í hópum heima hjá einhverjum áður, aðallega til að drekka.   Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær? Sorry, man þetta bara ekki   Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)? Það voru leiksýningar hjá leikfélaginu, tónleikaviðburðir bæði í skólanum og í aðstöðu nemenda í skólanum og örugglega eitthvað meira,       Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)? Leikfélag, myndlistarfélag, kvikmyndafélag, ljósmyndafélag, málfundafélag, eitthvað pólitískt félag, skólakór, taflfélag........en ekki íþróttafélag þar sem skólinn hafði enga íþróttaaðstöðu og nemendur voru bara í sínum hverfa-íþróttafélögum.     Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?   Man þetta ekki   Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru? Ég held að þátttakan hafi verið góð, veit ekki um mun á þátttöku eftir kyni, aldri og fötlun,.  Ég man að það var einn skólafélagi í hjólastól – varð svo lögfræðingur – og skólinn á 2 hæðum og ekki lyfta. Ég man ekki annað en að það hafi verið aðvelt fyrir hann að fá hjálp á milli hæða, allavegana man ég ekki eftir annað en að allir hafi verið boðnir og búnir til að hjálpa Jóhanni.     Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna? Ekki man ég eftir því Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda? Do....á ekki við Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna? Á ekki við Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er? Á ekki við   Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?   Man ekki eftir því , á þessum árum voru bara 3 menntaskólar í Reykjavík og engir aðrir framhaldsskólar, það var svona “heilbrigður rígur” á milli skólanna, þó störfuðu MH og MT eitthvað saman en MR leit að sjálfsögðu á sig sem sérfyrirbrigði....hm...!   Hversdagslíf Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu? Vegna áfangakerfisins þá voru frímínútur mjög stuttar, einungis til að koma sér á milli kennslustofa, en svo voru “göt” í stundatöflunni af og til allann daginn.  Það notaði ég til að læra, borða, spila bridge, eða bara “hange out”!       Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er? Nei   Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?     Var ekki heimavist   Ferðalög Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni? Já á mínu ári var útskriftarferð sem við fórum í janúar, því sumir nemendur útskrifuðust um jól og aðrir um vorið.  Við fórum til Kaupmannahafnar og Rómar í 2 vikur, voru mjög menningarleg og skoðuðum fólk og hýbýli, ný og til forna.  Auðvitað var líka jammað hressilega.  Þetta var lítill hópur, um 20 manns, en á þessum árum var MH að útskrifa um 200- 250 nemendur á ári.  Fjármagnað úr eigin vasa   Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?   Það var a.m.k. ein skíðaferð í Bláfjöll, sem ég man eftir og örugglega eitthvað fleira.   Dimission Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?   Man ekki hvaða dag, eitthvað fyrir prófin, byrjaði held ég um 5-6leitið um morgun, við vorum í einhverjum búning, man eftir stórum “pípuhöttum” það var farið í forpartí, morgunverðarpartí, svo man ég nú ekki hvernær þetta endaði.....sorry.   Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða? Nei   Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa? Já við borðuðum saman hjá stelpu sem bjó í vogunum. Við höfum verið svona 20 manns ca.   Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð? Man það ekki, held nú ekki   Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað? Það hlýtur að vera að það hafi verið ball um kvöldið   Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði? Já, sjá f. ofan   Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju? Þetta var held ég svona “samtöðubúningar” eða svona ...þú ert í sama liði og ég búningur.  Í MH voru þetta bara hópar fólks sem höfðu mótast á þessum 4 árum og ég er viss um að það hafa verið margir einstaklingar sem ekki hafa fundið sig þarna. Það er nú einn gallinn á áfangakerfinu   Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?   Útskriftin fór fram í hátíðarsal MH. Þar voru fjölskyldur nemenda og í mínu tilviki þá var hefðbundin “íslensk” kaffiveisla fyrir mína ættingja á eftir.   


Kafli 1 af 5 - Busavígsla

Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.).
Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir?
Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er?
Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé?
Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er?
Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það?
Hvað er/var gert á eftir busavígslu?
Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?
Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu?
Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti?
Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?

Kafli 2 af 5 - Dansleikir og félagsstarf

Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver?
Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert?
Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær?
Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)?
Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?
Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?
Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru?
Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna?
Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda?
Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna?
Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er?
Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?

Kafli 3 af 5 - Hversdagslíf

Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu?
Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er?
Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?

Kafli 4 af 5 - Ferðalög

Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni?
Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?

Kafli 5 af 5 - Dimission

Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?
Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða?
Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa?
Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð?
Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað?
Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?
Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju?
Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.