LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFramhaldsskóli, Menntaskóli, Siður
Ártal1969-1973
Spurningaskrá114 Framhaldsskólasiðir

StaðurMenntaskólinn í Reykjavík
Sveitarfélag 1950Reykjavík
Núv. sveitarfélagReykjavík
SýslaGullbringusýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Kvenkyns / 0

Nánari upplýsingar

Númer2011-1-129
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.11.2011/30.1.2012
TækniTölvuskrift

Kyn: Kvk Aldur: 58 Nafn skóla:Menntaskólinn í Reykjavík Tímabil sem nám var stundað: 1969-1973   Busavígsla Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.). Vígslan kallaðist tollering og fór fram17.október þetta ár. Það veit ég vegna þess að það birtust myndir frá tolleringunni í Þjóðviljanum daginn eftir (228. Tbl. 18. 10. 1969. Bls. 1) og hafa reyndar birst víðar. Við ungmeyjarnar (busarnir) vorum skjálfandi inni í stofu og biðum eftir því að vera dregnar út og þar átti að tollera mann (þ.e. nokkrir aðilar kasta einum upp í loftið nokkrum sinnum) og jafnvel eitthvað verra. Ég komst einhvern veginn hjá þessu og er því óinnvígð enn þann dag í dag. Það var mikill vatnsflaumur í Lækjargötunni þetta ár, eftir rigningar, en niðurföllin höfðu stíflast. Busavígslan barst þangað og margir urðu mjög blautir,þannig að gefa þurfti frí tvo síðustu tímana þann daginn. Það var helst þetta sem maður var að forðast, að lenda í baðinu. Annars voru það aðallega strákarnir sem voru þarna að djöflast. Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir? Man ekki til þess, nema að við vorum ekki í okkar bestu fötum, því við vissum að þau gætu skemmst og á þessum tíma átti maður ekkert allt of mikið af fötum. Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er? Eldribekkingar, sem sáu um tolleringuna, voru mjög ógnvekjandi, en þeir voru bara í venjulegum fötum. Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé? Það heyrði til að reyna að sleppa undan og maður var dálítið góður með sig ef það tókst, en jafnframt pínulítið vonsvikinn innra með sér. Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er? Ekki á mínum tíma, þ.e. 1969. Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það? Hvað er/var gert á eftir busavígslu? Man ekki til þess að neitt sérstakt hafi verið gert, en það var skólaball í Casa nova um þessar mundir, og þar hitti ég reyndar manninn minn tilvonandi í fyrsta sinn. Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)? Hún var spennandi, örlítið ógnvekjandi en alls ekki niðurlægjandi. Við vorum aðallega hræddar um að lenda í vatnsslagnum í Lækjargötu. Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu? Ekki man ég til þess, en okkur fannst við vera orðnir fullgildir nemendur. Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti? Það voru allir ósköp almennilegir. Man ekki eftir neinu neikvæðu í sambandi við það. Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?    Man ekki til þess.   Dansleikir og félagsstarf Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver? Fyrsta ballið sem ég fór á var haldið í Casa nova í október, eins og fyrr segir,  og var einhvers konar nýnemaball ef ég man rétt – hugsanlega var það í tengslum við tolleringuna. Annars er mér efst í huga Framtíðarballið, eða árshátíð málfundafélagsins Framtíðarinnar, sem var haldið í Súlnasal Hótel Sögu (amk eitthvert árið, 1970?). Það voru bundnar miklar væntingar við það. Svo var útskriftarballið í júní, en á það fórum við ekki fyrr en vorið sem við útskrifuðumst sem stúdentar. Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert? Við hittumst í heimahúsi, nánast alltaf allur bekkurinn og það var drukkið, spjallað og hlustað á músík og farið af stað á ballið um ellefuleytið. Í 5. bekk tókum við svo upp á því að halda partý með strákabekk ( 6. bekk) og varð amk eitt hjónaband úr því. Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær? Það var fyrrnefnd Framtíðarárshátíð sem ég held að hafi verið eftir áramótin (febrúar?). Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)? Man eftir mælskukeppni, dansæfingum, „fiðluballi“ sem Jón Gröndal stóð fyrir, Herranótt. Svo var gangaslagurinn einu sinni á ári þegar hringjarinn (inspector platearum) reynir að komast í skólabjölluna til að hringja inn í tíma en neðribekkingar reyna að koma í veg fyrir það. Við stelpurnar skiptum okkur ekkert af þessari vitleysu. Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)? Það var leikfélag, kór, alla vega um tíma, nemendafélag, mælskufélag, róðrafélagið var endurvakið á mínum tíma (Karl V. Matthíasson og fleiri stóðu fyrir því). Gott ef ekki skákfélag og bridgefélag líka. Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?   Það var gefið út skólablað og nokkrum öðrum blöðum man ég eftir.   Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru? Það var mikið sama fólkið í öllu en fór mest eftir áhuga hvers og eins. Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna? Held ekki að neinir hópar hafi meðvitað verið útilokaðir en fólk var auðvitað mismunandi framfærið sjálft. Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda? Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna? Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er? Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?   Hversdagslíf Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu? Það var aðallega kjaftað á göngunum. Tvö, þrjú pör sem voru „á föstu“ héngu þar öllum stundum „í sleik“ sem kallað var og setti það óneitanlega svip sinn á frímínúturnar. Í löngu frímínútum fór maður ýmist í Casa nova og fékk sér kakó og rúnnstykki með osti eða fór út í bæ eftir einhverju óhollara. Franskar kartöflur voru nýnæmi og fengust á Sælkeranum í Hafnarstræti og þær voru guðdómlega góðar.Margir skruppu líka niður á Skalla, sjoppuna í Lækjargötunni eða í búð sem var þar sem Lækjarbrekka er nú, gengið inn frá horninu. Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er? Man ekki eftir því. Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?     Ferðalög Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Það var útskriftarferð síðasta vorið en ég fór ekki í hana. Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni? Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?   Það voru aðallega Selsferðir, þá var farið í gamla skólaselið ofan við Hveragerði og gist.     Dimission Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið? Bekkurinn minn hittist heima hjá einni bekkjarsysturinni eldsnemma morguns, kl. 6 eða 7, og þá byrjuðu sumar að drekka. Ég var ólétt svo ég sleppti því. Svo var farið upp í skóla og kennararnir kallaðir út og kvaddir. Þar á eftir ókum við á heyvögnum um bæinn. Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða? Alltaf kallað dimmission. Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa? Við gerðum það í mínum bekk og ég held að það hafi verið almennt. Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð? Nei Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað? Um kvöldið hittumst við í heimahúsi og þaðan var farið á ballið, sem var haldið á einhverjum skemmtistað. Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði? Við vorum í einhverjum heimasaumuðum búningum, hvað þeir áttu að fyrirstilla man ég ekki lengur. Það voru að ég held Kvennaskólastelpurnar í bekknum sem ákváðu þetta, enda myndarlegastar í höndunum. Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju? Þetta var mjög mikilvægt á dimmission en man ekki eftir neinu svona við önnur tækifæri. Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?   Dimmission var bara fyllerí og læti en útskriftin sjálf var hátíðlegri. Hún fór fram í Háskólabíói og þar voru ræðuhöld og verðlaunaafhending. Síðan var tekin mynd af okkur með hvítu kollana í tröppunum framan við Háskólann. Loks var ball um kvöldið.    


Kafli 1 af 5 - Busavígsla

Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.).
Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir?
Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er?
Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé?
Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er?
Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það?
Hvað er/var gert á eftir busavígslu?
Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?
Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu?
Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti?
Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?

Kafli 2 af 5 - Dansleikir og félagsstarf

Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver?
Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert?
Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær?
Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)?
Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?
Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?
Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru?
Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna?
Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda?
Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna?
Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er?
Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?

Kafli 3 af 5 - Hversdagslíf

Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu?
Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er?
Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?

Kafli 4 af 5 - Ferðalög

Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni?
Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?

Kafli 5 af 5 - Dimission

Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?
Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða?
Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa?
Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð?
Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað?
Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?
Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju?
Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.