LeitaVinsamlega sýnið biðlund
EfnisatriðiFramhaldsskóli, Menntaskóli, Siður
Ártal1951-1955
Spurningaskrá114 Framhaldsskólasiðir

StaðurMenntaskólinn á Akureyri
ByggðaheitiBrekkan
Sveitarfélag 1950Akureyri
Núv. sveitarfélagAkureyrarkaupstaður
SýslaEyjafjarðarsýsla
LandÍsland
Kyn / Fæðingarár
heimildarm.
Karlkyns / 1934

Nánari upplýsingar

Númer2011-1-127
AðalskráÞjóðhættir
UndirskráSpurningaskrár - Svör
Sent/Móttekið3.11.2011/25.1.2012
TækniTölvuskrift
Kyn: karlmaður Aldur: 77 ára Nafn skóla: Menntaskólinn á Akureyri Tímabil sem nám var stundað: 1951-1955   Busavígsla Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.). Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir? Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er? Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé? Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er? Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það? Hvað er/var gert á eftir busavígslu? Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)? Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu? Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti? Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?   Á mínum árum í M.A. var busavígsla einungis fólgin í tolleringum án annara tilfæringa, en flestir höfðu gaman af, minnist ekki mótþróa né áfloga.   Dansleikir og félagsstarf Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver? Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert? Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær? Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)? Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)? Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða? Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru? Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna? Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda? Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna? Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er? Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?   Ég held mig muna rétt að böll væru nánast mánaðarlega haldin á Sal í gamla skólahúsinu, timburhúsi, manni fannst gólfið dúa. Við höfðum góða danshljómsveit skipaða nemendum skólans, böllin haldin á laugardagskvöldum. Vissi ekki af að nemendur hittust fyrir böllin. Ég bjó alltaf á heimavist M. A. , þessi ár varð oft rafmagnslaust á Akureyri, klakastíflur í Laxá. Við tókum þessu fagnandi og slógum þá oft upp balli á Sal við kertaljós og einhver glamraði á píanó eða gripið til plötuspilara. Árshátíðir voru haldnar í húsnæði skólans, oftast í feb. – mars, samsæti í matsal, sem er í nýbyggingu er tekin var í notkun haustið sem við komum í skólann, skemmtiatriði þar, söngur o. fl., dansað á Sal. Húsnæði skólans alltaf skreytt af nemendum, reyndar mismikið og misvel, eitthvað af skreytingunum notað ár eftir ár. Salur: Þegar skólameistari átti erindi við alla nemendur skólans, lét hann inspector scolae hringja á Sal, þá hringdi hann tvær hringingar í stað einnar þegar hringt var í venjulega tíma. Sami háttur var á er gestir komu sem áttu erindi við nemendur. Eins var, ef nemendur vildu sleppa undan setu í tímum að sungið var hástöfum á göngum skólans ýmis lög og endurtekið á milli laga “salur, salur, salur”, varð þá inspector skolae að hafa samband við meistara og hringj þá 2 hr. ef hann samþykkti Sal, þá glumdu hávær fagnaðarlæti og allir þustu á Sal, sem oftast varð þá söngsalur, hópsöngur nemenda, oftast með undirleik á píanó.Félög: Í.M.A.= Íþróttafélag Menntaskólans á Akureyri stóð fyrir æfingum og keppni í ýmsum íþróttagreinum innan skólans og einstaka sinnum utan skóla: Blaki, sundi, knattspirnu, skíðaiðkun ofl. Taflfélag M.A. æfingar og innanfélagsmót. Huginn var málfundafélag mest pólitískir kappræðufundir. Leikfélag stóð flest ár fyrir æfingum og sýningum leikrita. Árvisst var gefið út skólablað, Muninn, stýrt og skrifað af nemendum. Börgvin Guðmundsson, tónskáld æfði skólakór, sem söng við ýmis tækifæri innan skólans. Ég tel að þáttaka í félagslífi skólans hafi almennt verið góð. Ekki man ég eftir öðrum samskiptum við aðra skóla en að á hverjum vetri fóru 3 – 5 nemendur úr 5. eða 6. bekk í stutta heimsókn í M. R. og var heimsóknin endurgoldin á svipaðan hátt. Eins man ég að haustið sem við settumst í 6. bekk fórum við hópferð til Suðurlands og komum á Sal M.R. , rektor og nokkrir nemendur tóku þar á móti okkur. Hversdagslíf Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu? Ég var soddan kúristi að ég minnist ekki annars en lesturs og tímasetu Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er? Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?   Ferðalög Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni? Eins og getið er hér ofar mun fárra daga suðurferð haustið 1954 hafa talist útskr. f. Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda? Man ekki aðrar.   Dimission Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið? Dimission var haldin síðdegis í upphafi upplestrarfrís um miðjan apríl, próf hófust svo í lok maí, útskrift svo 17. júní og er svo enn. Dimission var kaffisamsæti lærifeðra og dimittenda í matsal heimavistar með samsöng og ræðuhöldum, meistari og nokkrir kennarar kvöddu hópinn og allir kennarar, sem höfðu kennt okkur, voru kvaddir með ræðum, málakennarar á því tungumáli sem þeir kenndu, því valdir nemendur fyrirfram til að kveðja hvern og einn. Ég var inspector scolae í 6. bekk og því falið að kveðja skólann. Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða? Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa? Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð? Aðeins nemendur sem bjuggu í heimavistinni mötuðust í matsal vistarinnar, ekki kennarar. Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað? Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði? Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju? Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?   Útskriftin fór fram árdegis 17. júní á Sal skólans ( við vorum aðeins 42, sem útskrifuðumst, en nú eru árgangar svo fjölmennir að skólinn verður að leigja stóra sali utan skólans til að rúma allan þann fjölda sem vill vera viðstaddur – nemar, aðstandendur, júbelantar o.s.frv.) Allir klæddust sínum sparifötum, meistari hélt sína kveðjuræðu og afhenti prófskírteinin og verðlaun, þeim sem þau fengu, almennur söngur. Eftir útskriftina héldum við í bæinn með hvítu kollana að sameinast skrúðgöngu fullveldishátíðahaldanna. Heimili bekkjarsystkina okkar sem voru Akureyringar stóðu okkur opin með rausnarlegum veitingum. Um kvöldið fórum við á böll sem voru hluti fullveldishátíðahaldanna, bæði úti á Ráðhústorgi og inni í samkomuhúsum

Kafli 1 af 5 - Busavígsla

Getur þú lýst vígslu nýnema? (Hvað heitir þessi athöfn, hvar og hvenær fer/fór hún fram, hverjir taka þátt, hvaða hlutverkum gegna hinir ýmsu þátttakendur, hversu lengi stendur/stóð hún yfir, hvað heita þeir sem sjá um framkvæmdina og hvernig eru/voru þeir valdir, eru/voru einhverjir nýnemar teknir sérstaklega fyrir, fylgjast/fylgdust kennarar og annað starfsfólk með o.s.frv.).
Eru/voru busar látnir klæðast öðruvísi en aðrir nemendur á þessum degi? Hvernig? Hver ræður/réði því hvernig þeir eru/voru klæddir?
Klæða/klæddu þeir sem sjá um busavígsluna sig einnig í búninga? Hvernig búninga ef svo er?
Hafa nýnemar sýnt mótþróa við busavígslu eða reynt að sleppa undan henni? Ef svo er hvernig lýsir/lýsti þetta sér? Af hverju heldur þú að þetta sé?
Eru/voru notuð tæki við athöfnina (myndavélar, símar, tölvur)? Á hvaða hátt, ef svo er?
Hvernig er/var busavígsla undirbúin? Eru/voru t.d. teknar myndir til að sýna við vígsluna eða settar á netið? Hvað finnst þér um það?
Hvað er/var gert á eftir busavígslu?
Hvernig upplifðir þú þína eigin busavígslu? Fannst þér hún jákvæð og skemmtileg eða gekk hún hugsanlega of langt (niðurlægjandi t.d.)?
Hvernig er/var viðhorfið til nýrra nemenda? Breytist/breyttist það í kjölfar busavígslu?
Hvernig er/var tekið á móti nýjum nemendum að öðru leyti?
Er/var upphaf skólaársins mismunandi eftir því hvar þú ert/varst stödd/staddur í skólagöngunni? Hvernig þá?

Kafli 2 af 5 - Dansleikir og félagsstarf

Hvaða dansleikir eru/voru haldnir af nemendum? Hvar og hvenær eru/voru þeir? Bera/báru þeir einhver ákveðin heiti? Hver?
Hittast/hittust nemendur fyrir böllin? Ef svo er, hvaða nemendur, hvar og hvað er/var gert?
Hvar og hvenær eru/voru haldnar árshátíðir? Hvaða viðburðir eru/voru í kringum þær?
Hvaða aðrar samkomur eða viðburðir eru/voru á vegum nemenda (hópsöngur, keppnir, þemavika t.d.)?
Hver eru/voru helstu félög og klúbbar í skólanum og hvert er/var hlutverk þeirra (leikfélag, íþróttafélag, nemendafélag, skólakór t.d.)?
Er/var einhver útgáfustarfsemi á vegum þessara félaga? Um hvaða rit eða netmiðla er/var að ræða?
Hvernig er/var þátttaka í félagslífi nemenda? Hvaða munur er/var á þátttöku eftir kyni, aldri, fötlun, þjóðerni eða öðru?
Eru/voru einhverjir hópar útilokaðir frá þátttöku eða kjósa/kusu að vera ekki með? Hverjir, ef svo er, og hvers vegna?
Hvaða hlutverk spilar netið og farsímar í tengslum við félagslíf nemenda?
Hvernig standa/stóðu þeir nemendur sem ekki eru/voru keppendur að stuðningi við sín lið eða fulltrúa í viðburðum eins og Morfís, Gettu betur og Söngkeppni framhaldsskólanna?
Myndast/myndaðist rígur á milli skóla þegar þeir mætast/mættust á keppnisgrundvelli? Hvernig lýsir/lýsti hann sér, ef svo er?
Eru/voru sérstaklega mikil samskipti á milli þíns skóla og einhvers annars skóla? Í hverju felast/fólust þessi samskipti, ef svo er?

Kafli 3 af 5 - Hversdagslíf

Hvað er/var gert í frímínútum/hádegishléi eða í beinu framhaldi af kennslu?
Er/var ákveðin sætaskipan í kennslustofum, í matsal eða á öðrum svæðum innan skólans? Eftir hverju fer/fór það, ef svo er?
Tengjast/tengdust einhverjir siðir eða venjur sérstaklega við heimavist, þar sem þær eru/voru? Hvað er helst um ræða, ef svo er?

Kafli 4 af 5 - Ferðalög

Er/var útskriftarferð? Ef svo er, hvenær er/var hún farin (fyrir eða eftir síðasta námsárið)? Fer/fór fram fjáröflun fyrir ferðina og hvernig er/var staðið að henni?
Hvaða aðrar ferðir eru/voru farnar á vegum skólans og/eða nemenda?

Kafli 5 af 5 - Dimission

Hvernig fer/fór dimission fram? Hvaða dag, klukkan hvað byrjar/byrjaði hún og hvenær lýkur/lauk henni, hvað er/var gert og hvert er/var farið?
Er eitthvað annað nafn á þessari athöfn? Hvaða?
Borða/borðuðu útskriftarnemar saman morgunmat? Hvar, ef svo er? Á þetta við um alla útskriftarnema eða einstaka bekki og hópa?
Er/var sameiginleg máltíð nemenda og kennara? Ef svo er, hvar og hvenær að deginum? Hver stendur/stóð fyrir þessari máltíð?
Hittast/hittust útskriftarnemar í heimahúsi um kvöldið? Hverjir hittast/hittust og hvað er/var gert? Er/var ball í skólanum um kvöldið eða er/var farið á einhvern skemmtistað?
Klæðast/klæddust útskriftarnemar sérstökum fötum eða búningum? Ef svo er, hvernig búningum og hvaðan eru/voru þeir fengnir? Eru/voru allir í eins búningum eða fer/fór það t.d. eftir bekkjum? Hvað ræður/réði valinu á þessum fatnaði?
Hvaða máli skipta/skiptu búningar almennt séð í hinum ýmsu hefðum og siðum í skólanum? Er/var þetta eitthvað sem er nauðsynlegt eða má/mátti sleppa? Af hverju?
Hver finnst þér vera munurinn á því sem nemendur gera/gerðu á dimission og svo á útskriftinni sjálfri? Hvar og hvernig fer/fór útskriftin fram í aðalatriðum?

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 4 milljónir mynda, um 300 þúsund muni og tæpar 25 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 40 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.